Leita í fréttum mbl.is

Opnir sveitarstjórnardagar ESB í Brussel

Á sunnudaginn flýg ég út ásamt 33 öðrum sveitarstjórnarmönnum og -konum til að vera á opnum sveitarstjórnardögum ESB í Brussel.  Þessi ferð er skipulögð af sambandi íslenskra sveitarfélaga en ég fer sem fulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Þarna munu koma saman 5000 fulltrúar úr sveitarstjórnum víðsvegar úr Evrópu.  Dagskráin er stíf en mánudagurinn fer aðallega í það að skoða aðsetur sambandsins í Brussel og fá fyrirlestra um ESB.  

Þriðjudagur til fimmtudags fer síðan í ráðstefnuna sjálfa.  Það eru mjög margir fyrirlestrar í boði um mjög mörg mál en aðalþema þeirra flestra er hvernig er hægt að fá fjármagn inn til sveitarfélaga, hvernig er hægt að ná í það, hvað þarf að vera til staðar osfrv.  Einnig eru fyrirlestrar frá sveitarfélögum sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu eftir áföll t.d. eftir hrun fiskistofns eða lokun verksmiðja og verður fróðlegt að hlýða á þá.

Samhliða ráðstefnunni er svokallað "invests cafe" en þar eru fjárfestar og fyrirtæki að kynna sig og sína þjónustu.  Fróðlegt verður að athuga hvort að þar kynnu að leynast fyrirtæki sem hefðu áhuga á því að fjárfesta hér á Vestfjörðum í framtíðinni.

Þetta verður spennandi að sjá - fá að kynnast ESB og aðeins svona að athuga hvort að þetta kynni að vera eitthvað sem við þyrftum að skoða enn frekar í allra nánustu framtíð. 


Borgarfulltrúar klaga í Geir

Eitthvað finnst mér þetta í raun asnalegt - geta ekki borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins leyst sín mál, sín á milli, án þess að hlaupa til forystunar og lýsa yfir óánægju sinni.

Eitthvað finnst mér þetta lýsa því þegar systkini deila - hlaupa til pabba og mömmu og klaga hvort annað.

 


mbl.is Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins á fund Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinþór Bragason og co ráðnir sem verkefnastjórar

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur ráðið Steinþór Bragason og félaga í starf verkefnastjóra.  Þetta er starfið sem ég sótti um einnig og finnst miður að hafa ekki verið valinn en þeir sem fengu það eru kraftmiklir einstaklingar og verður spennandi að sjá næstu misserin hvernig þeim gengur.

Óska ég þeim alls hins besta í störfum sínum við þetta verkefni.


Umsækjandi um starf

Í síðustu viku sótti ég um starf verkefnisstjóra sem atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar auglýsti. 

Sótti ég um starfið í samstarfi við Capacent á Íslandi sem hefur mjög víðtæka reynslu og þekkingu á fjölmörgum sviðum er nýtast mjög vel í þetta verkefni. 

Það eru gífurlega sterkir einstaklingar sem sóttu um þetta starf, ásamt mér, og því verður virkilega spennandi að sjá hvaða ákvörðun atvinnumálanefnd tekur, hvern hún velur.

Shiran Þórisson, Steinþór Bragason/Ólafur Ingólfsson ásamt öflugum bakhjörlum eru þeir sem einnig sóttu um þetta starf. 

Ég var virkilega ánægður þegar ég sá hverjir sóttu um stöðuna, því þetta eru öflugir einstaklingar sem geta sinnt þessu verkefni af stakri prýði.  Ef ég verð ekki fyrir valinu þá veit ég að verkefnið er í öflugum höndum.

 

 


Árni Johnsen, alþingismaður, ekki sáttur við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Rakst á þessa grein sem Árni Johnsen, alþingismaður, skrifaði og birti í Eyjar.net 

Merkilegt að þingmaðurinn horfir ekki heildrænt á myndina og hvaða möguleika íbúar svæðisins hafa til að auka tekjurnar á niðurskurðartímabili.

Því miður þá eru þeir ekki mjög margir hér á Vestfjörðum - mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og þær mótvægisaðgerðir sem sveitarfélögin ætla að ráðast í, auka möguleika íbúa hér á svæðinu til að minnka tekjutap sitt.

Það er von mín að Árni sjái málið heildrænt.


Meira um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Þegar ég heyrði fyrst frá mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar þá verð ég að viðurkenna að ég skyldi þetta ekki allt í fyrstu.  Það vantaði frekari upplýsingar - það vantaði kjöt á beinið að mér fannst.

Ég byrjaði á því að fletta upp á fréttatilkynningu stjórnarráðsins og las það vel og vandlega en ég verð samt að játa að þrátt fyrir að hafa lesið tilkynninguna vel og vandlega þá vöknuðu fleiri spurningar upp en ég fékk svar við við lesturinn.

Hefði nú ekki verið skynsamlegt af hálfu ríkisstjórnarinnar að halda samráðsfund með fulltrúum sveitarfélagana, slíkt hefur nú verið gert af minna tilefni en þessu, og kynna þar fyrir þeim tillögurnar.  Slíkt hefði, að mínu mati, verið til þess að koma í veg fyrir leiðan misskilning (sem er að kvikna víðsvegar þessa stundina).

Það var ekki fyrr en í gær að ég áttaði mig á þessum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Ég fékk senda til mín töflu sem sýnir hvenær þessar aðgerðir koma til, hvað er verið að ræða um mikið (fjármuni og störf) og hverjir fá umrædda milljónir til sín. 

 Taflan er hér að neðan - vonandi kemur þetta ekki illa út á vefnum.

Tillögur að mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar þorskkvóta
kostn.2007kostn.2008kostn.2009samtalsfjöldi starfaáhrif/áfrifasvæði
1. Beinar aðgerðir
a) sem hafa áhrif strax
Verkefni tengd tillögum Vestfjarðarnefndar54.000.000224.000.000278.000.00029-46Vestfirðir
Viðhaldsverkefni fasteigna FR og HTR333.000.000333.000.000334.000.0001.000.000.00035landið allt
Fjárframlög til sveitarfélaga sbr.yfirlýsingu ríkisstjórnar250.000.000250.000.000250.000.000750.000.000vegna tekjutaps af útsvari og löndunargjöldum
Náms- og starfsþjálfun vegna nýsköpunar og þróunar í atv.lífi100.000.000100.000.000200.000.00055-83landið allt
Vinnumarkaðsúrræði Vinnumálastofnunar15.000.00045.000.00060.000.000landið allt
Sérstakt átak vegna atvinnumála kvenna15.000.00025.000.00040.000.000100-130landið allt
Styrking Fjölmenningarseturs á Ísafirði (félagsm.ráðherra)6.500.00026.000.00026.000.00058.500.0004Vestfirðir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum4.000.00012.000.00012.000.00028.000.0002Vestmannaeyjar
Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Höfn4.000.00012.000.00012.000.00028.000.0002Hornafjörður
Háskólasetur í Vestmannaeyjum vegna hafrannsókna20.000.00020.000.000Vestmannaeyjar
Hafrannsóknarstofnun á Ólafsvík20.000.00020.000.000Vesturland
Matís á Höfn20.000.00020.000.000Hornafjörður
Samv.verkefni Versins, Matís og Háskólans á Hólum20.000.00020.000.000Norðurland vestra
Rannsóknir vegna eldis sjávardýra á Patreksfirði20.000.00020.000.000Vestfirðir
Háskólasetur á Bolungarvík20.000.00020.000.000Vestfirðir
Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd20.000.00020.000.000Norðurland vestra
Vör - sjávarrannsóknarsetur á Ólafsvík20.000.00020.000.000Vesturland
Stykkishólmur - Háskólasetur20.000.00020.000.000Vesturland
Fræðslusetur Vestfjarða vegna Suðurfjarða5.000.0005.000.0005.000.00015.000.000Vestfirðir
Impra vegna námskeiðahalds fyrir athafnakonur (Brautargengi)20.000.00020.000.000landið allt
Greiðslur til atvinnuleysistryggingarsjóðs v/fiskvinnsluf.77.000.000140.000.000217.000.000landið allt
Sérsamningar við atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni100.000.000100.000.000200.000.000landið allt
Vaxtarsamningur við Þingeyjarsýslur30.000.00030.000.00030.000.00090.000.000Norðurland eystra
Vaxtarsamningur við Norðurland vestra30.000.00030.000.00030.000.00090.000.000Norðurland vestra
Nemendagildi í frumgreinadeildir á Suðurnesjum og Vestfjörðum12.000.000140.000.000150.000.000302.000.000250Suðurnes og Vestfirðir
Framlag til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra v/eflingar námsframb.5.000.00015.000.00020.000.00018-25Norðurland vestra
Flýting vegna nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð5.000.00015.000.00020.000.000 1-3Norðurland eystra
Framlag til framhaldsskóla Austur-Skaftfellinga v/fjarnáms2.000.0005.000.0007.000.000 5-10Hornafjörður
Framlag til Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum v/íþr.br.5.000.00010.000.00015.000.00020Vestmannaeyjar
Þjóðskjalasafn Íslands vegna grunnskráningar skjala40.000.000100.000.000100.000.000240.000.00020Ísafjörður, Sauðárkrókur, Húsavík
Styrking ferðaþjónustuverkefna á áhrifasvæðum niðurskurðar80.000.00080.000.000160.000.000landið allt
Stuðningur við flug til Vestmannaeyja vegna ferðaþjónustu18.000.00018.000.00036.000.000Vestmannaeyjar (3ja ferðin yfir sumartímann)
Háskóla-/frumkvöðlasetrið á Hornafirði m.a.styrking Vatnajökulsþjóðg.4.000.00014.000.00014.000.00032.000.0002Hornafjörður
b) langtímaáhrif
Viðbótarframlag vegna vegamála 130.000.000200.000.000330.000.000landið allt
Jarðhitaleit50.000.00050.000.00050.000.000150.000.0005-6 á áriVestfirðir, Vesturland, Suðurland, Austurland
Samtals framlög vegna beinna aðgerða1.226.500.0001.929.000.0001.411.000.0004.566.500.000
2. Byggðastofnun
Byggðastofnun - aflétting lána við ríkissjóð1.200.000.0001.200.000.000landið allt
Samtals framlög vegna beinna aðgerða og Byggðastofnunar2.426.500.0001.929.000.0001.411.000.0005.766.500.000
3. Flýting framkvæmda
Vegaframkvæmdir (þegar kynnt)1.400.000.0002.010.000.0003.410.000.000landið allt - (2010 = 2.420.000.-)
Akureyrarflugvöllur696.000.000Norðurland
Fjarskiptamállandið allt 
Samtals flýting framkvæmda02.096.000.0002.010.000.0004.106.000.000
4. Önnur verkefni og aðgerðir
Aukaframlög til vísinda- og tæknimála (frá grunni 2007)380.000.000740.000.0001.120.000.000m.a.vegna þorkseldis- og hafrannsókna
Niðurfelling veiðigjalds250.000.000250.000.000500.000.000landið allt
Tenging Ísafjarðardjúps við raforkukerfið160.000.000160.000.0005Vestfirðir
Styrking raforkukerfisins á Norðurlandi0Norðurland
Framlag til Hafrannsóknarstofnunar vegna togararalls50.000.00050.000.00050.000.000150.000.000landið allt
5. Ólokin verkefni
Úrvinnsluverkefni fjármálafyrirtækja sbr.Sparisj.Siglufjarðar í Fjallabyggð


Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Síðan sjávarútvegsráðherra tilkynnti ákvörðun sína um að draga úr þorskveiði hafa íbúar á þeim svæðum sem sú ákvörðun hefur hvað mest áhrif verið að bíða eftir mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Í dag voru þessar aðgerðir birtar.

Hægt er að nálgast texta um þessar mótvægisaðgerðir hér.

Ég er svona að melta þetta - skoða einstök verkefni og hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa fyrir Vestfirði. 

Svona í fljótu bragði eru þarna atriði eins og trygging orku og átak í leit að heitu vatni sem ber að fagna.  Einnig á að styrkja Fjölmenningarsetur, setja fjármagn í skjalasafnið, setja fjármagn í Atvinnuþróunarfélögin og eitt og annað sem ég þarf að skoða betur hvað þýðir fyrir okkur.

Í heildina séð fagna ég þessum aðgerðum þó ég, eins og fleiri, hefði vilja sjá að fleiri einstök verkefni yrðu tilgreint.  Sveitarstjórnarmenn hafa verið duglegir að kynna fyrir ríkisstjórninni verkefni sem hægt væri að fara í til að auka hagvöxt síns svæðis og tryggja íbúum atvinnu.  Sakna ég fjölmargra verkefna sem við höfum verið dugleg að koma á framfæri að undanförnu eins og t.d. stofnun Háskóla á Vestfjörðum, aukið fé í félagsheimilasjóð, byggingu við byggðasafnið og svo mætti lengi telja.

Verð að skoða þetta betur og leita mér frekari upplýsinga áður en ég tjái mig frekar um þessar aðgerðir.


mbl.is Samtals varið 10,5 milljörðum til mótvægisaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rís sameiginleg björgunarmiðstöð á Ísafirði?

Blaðamenn bb.is eru duglegir að skrifa fréttir upp úr fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.  Áðan var ég að lesa frétt á þessum frábæra fréttavefmiðli um atriði sem var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs.

Umræða um sameiginlega björgunarmiðstöð er ekki alveg ný af nálinni.  Umræðan kviknaði í enda síðsta árs þegar fyrrum sýslumaður var að kanna áhuga bæjaryfirvalda á því að hafa skipti á skrifstofum í stjórnsýsluhúsinu.  Sýslumaður hafði í huga að byggja ofan á svalir stjórnsýsluhússins (sem lak mikið á þeim tíma) og þannig stækka aðstöðu lögreglunnar og sýsluskrifstofunnar.  Það gekk ekki eftir vegna andstöðu arkitekts stjórnsýsluhússins.

Kviknaði þá upp hugmynd að byggja björgunarmiðstöð þar sem í yrðu slökkvilið Ísafjarðarbæjar, lögreglan og björgunarsveitir. 

Það er ljóst að lögreglan þarf á stærra rými að halda undir sína starfsemi, slökkviliðið er í húsnæði sem þarf að hefja verulegar endurbætur á vegna lélegs viðhalds fram að þessu og björgunarfélögin eru hugsanlega ekki í húsnæði sem hentar þeim fullkomlega.

Því er vert að kanna hug lögreglunar, slökkviliðsins og björgunarsveitana til þess að byggja sameiginlega húsnæði sem fullnægir öllum kröfum þeirra.

Forráðamenn 112 hafa svo líst yfir áhuga á því að koma hingað vestur með starfsemi en með því gætu skapast nokkur störf. 

Mér persónulega finnst þetta spennandi verkefni sem vert er að kanna áhuga manna til.  Það er von mín að aðilar sjái hag sinn í þessu og framkvæmdir hefjist innan ekki svo langs tíma.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband