Leita í fréttum mbl.is

Opnir sveitarstjórnardagar ESB í Brussel

Á sunnudaginn flýg ég út ásamt 33 öðrum sveitarstjórnarmönnum og -konum til að vera á opnum sveitarstjórnardögum ESB í Brussel.  Þessi ferð er skipulögð af sambandi íslenskra sveitarfélaga en ég fer sem fulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Þarna munu koma saman 5000 fulltrúar úr sveitarstjórnum víðsvegar úr Evrópu.  Dagskráin er stíf en mánudagurinn fer aðallega í það að skoða aðsetur sambandsins í Brussel og fá fyrirlestra um ESB.  

Þriðjudagur til fimmtudags fer síðan í ráðstefnuna sjálfa.  Það eru mjög margir fyrirlestrar í boði um mjög mörg mál en aðalþema þeirra flestra er hvernig er hægt að fá fjármagn inn til sveitarfélaga, hvernig er hægt að ná í það, hvað þarf að vera til staðar osfrv.  Einnig eru fyrirlestrar frá sveitarfélögum sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu eftir áföll t.d. eftir hrun fiskistofns eða lokun verksmiðja og verður fróðlegt að hlýða á þá.

Samhliða ráðstefnunni er svokallað "invests cafe" en þar eru fjárfestar og fyrirtæki að kynna sig og sína þjónustu.  Fróðlegt verður að athuga hvort að þar kynnu að leynast fyrirtæki sem hefðu áhuga á því að fjárfesta hér á Vestfjörðum í framtíðinni.

Þetta verður spennandi að sjá - fá að kynnast ESB og aðeins svona að athuga hvort að þetta kynni að vera eitthvað sem við þyrftum að skoða enn frekar í allra nánustu framtíð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja hérna

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband