Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Uppsagnir hjá Símanum ehf!

Nú hefur Síminn ehf sagt upp þréttánda starfsmanni sínum síðan 2002 hér á Vestfjörðum. 

Í gærmorgun komu hingað tveir einstaklingar frá höfuðstöðvum fyrirtækisins og áttu fund með starfsmönnum tæknisvið hér á Ísafirði.  Eftir þann fund var búið að segja upp tveimur starfsmönnum, annar með 22 ára starfsreynslu og hinn með 15 ára starfsreynslu hjá fyrirtækinu.  Ástæðan -  léleg verkefnastaða hér á svæðinu.!

Það eru liðnar rétt 2 vikur síðan ég sat fund með framkvæmdarstjóra fyrirtækjasviðs Símans hér á Ísafirði.  Ástæða fundarins var sú að Ísafjarðarbær hafði undirritað samning við Símann ehf, svokallaðan Ríkiskaupasamning.  Á þeim fundi kom það skýrt fram að ekki stæði til að breyta neitt starfsemi Símans hér á svæðinu í fyrirsjáanlegri framtíð. 

Þetta kallar maður að standa við gefin orð - eða þannig!  

Yfirmönnun Símans hefði verið í lófa lagið að haga starfseminni þannig að hingað væru flutt aukin verkefni sem hefði getað komið í veg fyrir þessar uppsagnir og einnig flytja hingað verkefni sem hæglega er hægt að vinna hvar sem er og hefði getað leitt til fjölgunar starfsfólks þeirra á svæðinu.

Þegar Ísafjarðarbær ákvað að skrifa undir samninga við Símann ehf., á grundvelli þess samnings sem hefur verið nefndur Ríkiskaupasamingurinn, var það gert í góðri trú um að fyrirækið myndi efla sína starfsemi hér á svæðinu í framtíðinni og reynast öflugur hluti af fyrirtækjaflóru samfélagsins.

Nú hefur það komið í ljós að Síminn hefur ekki í hyggju að standa við gefin orð og þess vegna mun ég næstu daga meta það hvort ekki sé í raun tilefni til að segja umræddum samningi upp og róa á önnur mið. 

 


Netlögregla!

Vil bara benda á frétt á visi.is

Steingrímur J. vill stofna netlögreglu til að sporna við klámi og annarri óáran!

Ég segi nú bara eins og Guðmundur Steingrímsson - "Björn Bjarnason og hans leyniþjónustur fölna í samanburðinum"

Hvað finnst ykkur?


Samfylkingarkonur styðja Ingibjörgu Sólrúnu!

Það var ársþing kvennahreyfingar Samfylkingarinnar um sl. helgi (ætli karlaþing verði svo haldið á næstunni? til að standa við fyrstu yfirlýsingu þingsins "skilyrðislaus réttindi karla og kvenna").

Á þessu þingi samþykktu konurnar yfirlýsingu sem segir í stuttu máli að Ingibjörg sé frábær og að hún eigi að verða næsti forsætisráðherra.  Vá - kom það á óvart?  Formaður flokksins skuli vera forsætisráðherraefni þeirra - já og að hún sé frábær að þeirra mati.  Nú hún var forsætisráðherraefni flokksins fyrir fjórum árum og hver var útkoman þá - "besta tækifæri sem þjóðin hefur fengið til að gera konu að forsætisráðherra" - sagði samfylkinginn þetta ekki líka fyrir fjórum árum síðan - og hvað með þegar Margrét Frímannsdóttir var í forystuhlutverki í flokknum í kosningunum 1999- er það nú gleymt? Eða var hún ekki nógu góð til þess að verða "móðir allra landsmanna".

Ætli Ingibjörg standi svona höllum fæti innan flokksins að konur innan hans þurfi að standa upp og verja hana. 

Ætli það sé farið að kulna um hana Ingibjörgu? - henni tekst ekki að koma flokknum í forystu á vinstri vængnum, VG er orðin jafn stór í skoðanakönnunum. 

 


Ekkert samræmi í dómum

Nú hefur hæstiréttur dæmt karlmann í fangelsi í 6 mánuði fyrir að ráðast á sýslumann þeirra Árnesinga og er það vel að mínu mati.  Sá dæmdi reif í öxl sýslumanns og brá fyrir hann fæti.

Ég lýsi samt furðu minni á því að það virðist ekki vera sama hvort að um sýslumann eða lögreglumann sé að ræða.  Í dag var einnig í fréttum að lögreglumaður varð fyrir fólskulegri árás aftan í lögreglubifreið þegar var verið að flytja árásarmanninn á slysavarðstofu eftir umferðaróhapp.

Hæstiréttur dæmdi árásarmanninn í 4 mánaða fangelsi fyrir að slá lögreglumann ítrekað í lögreglubílnum. 

Einnig var annað mál í fréttum í vikunni - karlmaður beit lögreglumann og fékk fyrir það 3 mánaða fangelsi.

Nú spyr sá sem ekki veit - hver er munurinn á því fyrir dómi hvort um sé að ræða sýslumann eða lögreglumann - eru þeir ekki báðir jafn háttskrifaðir í dómskerfinu?  Mér finnst sem hæstiréttur hafi nú sagt við íbúa þessa lands - þið fáið verri dóm ef þið bregðið fæti fyrir sýslumann heldur en að veita lögreglumanni mörg kjaftshögg er hann er að reyna að aðstoða þig við að komast undir læknishendur.

Ég bendi samt á að ég hef ekki lesið dómana sem um ræðir - það gera heldur ekki þeir sem lesa fréttir á mbl.is og eru svo vitlausir að ráðast á embættismenn við skyldustörf sín.


mbl.is Sex mánaða fangelsi fyrir að bregða fæti fyrir sýslumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði!

Ég bar mikið traust til Marels þegar þeir keyptu Póls á sínum tíma.  Ég, ásamt öðrum stjórnendum þessa sveitarfélags, höfðum ekki góða reynslu á þeim tíma af þeim fyrirtækjum annars staðar af landinu er komu á keyptu fyrirtæki hér.  Sú bitra reynsla hafði því miður kennt okkur að hafa allan varan á.  Ég vonaði svo sannarlega að nú væri eitthvað nýtt að gerast.  Vonaðist eftir því að Marel gæti rekið hér öfluga starfsstöð og aukið við hana í framtíðinni. 

En nei - nú skal loka!

Eigendur Marels sannfærðu mig á þeim tíma að framtíð þessarar starfsstöðvar væri björt, fyrirtækið væri með góða og reynslumikla starfsmenn í góðu umhverfi og einingin væri mjög góð til rekstrar. 

 Hvað hefur breyst?  Framkvæmdarstjóri Marels kennir um kaupum þeirra á fyrirtækjum út í heimi og því verði að bregðast við til að bæta hagkvæmni fyrirtækisins.  Íslendingar verði að taka sinn þátt í þeirri hagkvæmni. 

Ég fyrir mitt leyti kaupi ekki svona fullyrðingar - ég held að eigendur þessa fyrirtækis sem eru Eyrir invest ehf og Landsbankinn verði nú að koma með aðra fullyrðingu en þessa og gera hreint fyrir sínum dyrum.  Það segir á heimsíðu fyrirtækisins að "fjárfestingargeta félagsins til frekari ytri vaxtar er því umtalsverð án þess að til hlutafjáraukningar þurfi að koma".  Því kaupi ég ekki þau rök sem framkvæmdarstjóri Marels hefur sagt í fjölmiðlum.

Hvað verður svo í framhaldinu, það ræðst af mörgum þáttum.  Halldór bæjarstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að vel komi til greina að bærinn aðstoði hugsanlega kaupendur starfsstöðinnar á einhvern hátt.  Ég er sammála því og vona svo sannarlega að starfsfólkið sjái hag sinn í því að kaupa fyrirtækið. 

Ég er hundfúll!


mbl.is Starfsstöð Marels á Ísafirði verður lokað í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þorskeldi framtíðin?

Það er stórkostlegt að sjá hvernig Dr. Þorleifi og vísindamönnum hjá Matís hefur tekist að koma þorskeldisrannsóknum á kortið hér á Vestfjörðum.  Sú vinna sem felst í þessum rannsóknum er gríðarleg og mikill kostnaður fylgir þessu sem hefur að miklu leyti fallið á fyrirtæki í sjávarútvegi.

Það er von manna að kostnaðurinn komi til baka á nokkrum árum og þá hafi menn náð miklum tökum á þorskeldinu.

Sú öra þróun sem hefur átt sér stað í þessu eldi eru stórkostlegar.  Allt frá því ég tók fyrst að fylgjast með þessu hefur bæði tækninni og rannsóknum fleytt fram.  Kvíarnar eru orðnar betri og minni en þær voru í fyrstu.  Fyrst voru bara kvíar í Álftafirði en nú eru þær hér í Skutulsfirði, Álftafirði og Seyðisfirði og þeim fjölgar ört í þessum fjörðum.

Það verður fróðlegt að vita hvort að þessi rannsókn heppnast þannig að þorskeldi getið tekið næsta skref - vonandi tekst þetta allt saman og eldið geti tekið þeim framförum sem þarf til að gera það arðbært fyrir samfélagið í heild sinni.

 


mbl.is Þorskar sendir í þungunarpróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deiglumenn í forystu!

Björn Ingi Hrafnsson, formaður Borgarráðs og mikill framsóknarmaður hefur talsverðar áhyggjur af því að einstaklingar sem hafa stýrt vefritinu Deiglunni hafi nú náð of miklum völdum í Sjálfstæðisflokknum. 

Hann spyr hvort að allir sjálfstæðismenn hafi gert sér grein fyrir þessu og sé sáttir við þetta. 

Til að Björn nái nú að festa svefn þá vil ég segja, hvað mig varðar, er ég fullkomlega sáttur við þetta. 

Þeir einstaklingar sem Björn Ingi nafngreinir í pistli sínum eiga eftir að vinna vel fyrir flokkinn í kosningunum, um það er ég sannfærður.

 


Framboðslistar!

Þá er framboðslisti VG fyrir komandi kosningar orðin klár.

Jón Bjarnason leiðir listann - í öðru sæti er Inga frá Tálknafirði - hún var allt í öllu í íþróttalífinu á Tálknafirði í mörg ár - skemmtileg kona sem gaman er að ræða við.  Vona að henni gangi nú vel að fóta sig í heimi stjórnmálanna.

Framboðslistarnir eru allir komnir fram í Norðvesturkjördæmi nema listi Frjálslyndra.  Kannski eru þeir enn að telja atkvæði eftir aðalfundinn og hafa ekki komið sér í það að stilla upp á listann.  Eða   kannski sé Kristinn eitthvað að spilla friðnum þar og því hefur ekki tekist að setja upp listann því róa þarf mannskapinn í flokknum.  

Hver sem ástæðan kann að vera þá vantar listann og ég verð nú að segja að ég bíð nokkuð "spenntur" eftir honum.  Nær Kristinn H. að ýta formanni flokksins úr Norðvesturkjördæminu og fá hann til að taka áhættuna í Reykjavík - eða verður Kristinn H. að taka þá áhættu sjálfur.  Það verður spennandi að sjá.

Heyrst hefur að Margrét Sverrisdóttir og eldri borgarar hafi sótt um listabókstafi til yfirkjörnefndar.

Hvort að þessi tvö framboð tefli fram lista á landsvísu verður spennandi að sjá og þá hvaða nöfn verða á þessum listum.


Grein um samgönguáætlunina

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hefur skrifað góða grein um framlagða samgönguáætlun.

Kíkið endilega á hana - hana má finna hér.


Samgönguáætlun, er hún kosningartrix?

Það er pistill á vísi.is sem Egill (silfur Egils) skrifaði um samgönguáætlunina. 

Þetta er frekar skemmtileg lesning og Egill fer miklum orðum um það að Sturla sé ekki ráðherraefni Sjálfstæðismanna eftir kosningar. 

Ég get ekki séð hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu við lestur samgönguáætlunar.  Kannski hefur hann vitneskju um eitthvað sem við ekki vitum (Björn Ingi Hrafnsson veltir því fyrir sér í dag á blogginu sínu).

Að mínu mati er áætlunin vel gerð, vel framsett og í henni eru framkvæmdir sem eru nauðsynlegar fyrir íslenskt samfélag.  Er hún kosningartrix? 

Í lögum um samgönguáætlun nr.71/2002 stendur í annarri málsgrein:

 "Samgönguráðherra leggur á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun sem tekur til fjáröflunar og útgjalda til flugmála, vegamála og siglingamála, þ.m.t. hafnamála og sjóvarna, og rekstrar stofnana. Í samgönguáætlun skal skilgreina það grunnkerfi sem ætlað er að bera meginþunga samgangna og gera skal grein fyrir ástandi og horfum í samgöngum í landinu. Jafnframt skal mörkuð stefna fyrir allar greinar samgangna næstu tólf ár. Þá skal í samgönguáætlun meta og taka tillit til þarfa ferðaþjónustunnar fyrir bættar samgöngur."

Það liggur því í eðli þessara laga að hver samgöngumálaráðherra mun "lofa" framlögum fram yfir ráðherratíð sína. Þetta eru ekki ný tíðindi. Það er því einkennilegt að kalla þetta kosningatrix.  ´

Ég held að allt það sem stjórnarliðar munu leggja fram núna muni vera kallað "kosningartrix", alveg sama hvað það er. 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband