Leita í fréttum mbl.is

Rís sameiginleg björgunarmiðstöð á Ísafirði?

Blaðamenn bb.is eru duglegir að skrifa fréttir upp úr fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.  Áðan var ég að lesa frétt á þessum frábæra fréttavefmiðli um atriði sem var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs.

Umræða um sameiginlega björgunarmiðstöð er ekki alveg ný af nálinni.  Umræðan kviknaði í enda síðsta árs þegar fyrrum sýslumaður var að kanna áhuga bæjaryfirvalda á því að hafa skipti á skrifstofum í stjórnsýsluhúsinu.  Sýslumaður hafði í huga að byggja ofan á svalir stjórnsýsluhússins (sem lak mikið á þeim tíma) og þannig stækka aðstöðu lögreglunnar og sýsluskrifstofunnar.  Það gekk ekki eftir vegna andstöðu arkitekts stjórnsýsluhússins.

Kviknaði þá upp hugmynd að byggja björgunarmiðstöð þar sem í yrðu slökkvilið Ísafjarðarbæjar, lögreglan og björgunarsveitir. 

Það er ljóst að lögreglan þarf á stærra rými að halda undir sína starfsemi, slökkviliðið er í húsnæði sem þarf að hefja verulegar endurbætur á vegna lélegs viðhalds fram að þessu og björgunarfélögin eru hugsanlega ekki í húsnæði sem hentar þeim fullkomlega.

Því er vert að kanna hug lögreglunar, slökkviliðsins og björgunarsveitana til þess að byggja sameiginlega húsnæði sem fullnægir öllum kröfum þeirra.

Forráðamenn 112 hafa svo líst yfir áhuga á því að koma hingað vestur með starfsemi en með því gætu skapast nokkur störf. 

Mér persónulega finnst þetta spennandi verkefni sem vert er að kanna áhuga manna til.  Það er von mín að aðilar sjái hag sinn í þessu og framkvæmdir hefjist innan ekki svo langs tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamar

Ég lýsi yfir efasemdum mínum í að leggja upphæðir í slíka framkvæmd þegar önnur meiri og mikilvægari mál sitja á hakanum í sveitarfélaginu.  Sveitarfélagi sem veður ekki í peningum og virðist ekki hafa efni á einföldustu hlutum eins og niðurgreiðslu á kostnaði vegna tómstundastarfs barna og unglinga svo dæmi sé tekið (sbr. bb.is í dag)

Hugmyndin sem slík er ekki vitlaus en kemur bara fram allt of seint.  Mínar heimildir segja að þegar í undirbúningi var sameining björgunarsveita á Ísafirði fyrir um áratug síðan þá hafi svipuð hugmynd komið upp en hún einhverra hluta vegna ekki hlotið þann hljómgrunn sem þurft hefði þá.   Sameinuð félög keyptu því núverandi húsnæði og hafa standsett það af miklum myndarskap ásamt Kvennadeildinni og lagt til þess milljónir og ómælda vinnu.

Mér er til efs að mikill hljómgrunnur sé fyrir því af hálfu björgunarsveita að koma að slíku samstarfi nú, nema þeim sé tryggt fjármagn til verksins. 

Hamar, 11.9.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband