Leita í fréttum mbl.is

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Síðan sjávarútvegsráðherra tilkynnti ákvörðun sína um að draga úr þorskveiði hafa íbúar á þeim svæðum sem sú ákvörðun hefur hvað mest áhrif verið að bíða eftir mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Í dag voru þessar aðgerðir birtar.

Hægt er að nálgast texta um þessar mótvægisaðgerðir hér.

Ég er svona að melta þetta - skoða einstök verkefni og hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa fyrir Vestfirði. 

Svona í fljótu bragði eru þarna atriði eins og trygging orku og átak í leit að heitu vatni sem ber að fagna.  Einnig á að styrkja Fjölmenningarsetur, setja fjármagn í skjalasafnið, setja fjármagn í Atvinnuþróunarfélögin og eitt og annað sem ég þarf að skoða betur hvað þýðir fyrir okkur.

Í heildina séð fagna ég þessum aðgerðum þó ég, eins og fleiri, hefði vilja sjá að fleiri einstök verkefni yrðu tilgreint.  Sveitarstjórnarmenn hafa verið duglegir að kynna fyrir ríkisstjórninni verkefni sem hægt væri að fara í til að auka hagvöxt síns svæðis og tryggja íbúum atvinnu.  Sakna ég fjölmargra verkefna sem við höfum verið dugleg að koma á framfæri að undanförnu eins og t.d. stofnun Háskóla á Vestfjörðum, aukið fé í félagsheimilasjóð, byggingu við byggðasafnið og svo mætti lengi telja.

Verð að skoða þetta betur og leita mér frekari upplýsinga áður en ég tjái mig frekar um þessar aðgerðir.


mbl.is Samtals varið 10,5 milljörðum til mótvægisaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Mér virðist við FYRSTU sýn að þetta sé frekar "þunnur þrettándi." Kynntur á svo furðulegan hátt að manni gæti dottið "apaspil ríkisstjórnar." Allavega ekki of traustvekjandi má hjá þeim, hvernig er það eru fjölmiðlar NOKKUÐ að ýkja með því að birta það að heimamenn hafi ekki ráðið neinu? Spyr sá er ekki veit.

Eiríkur Harðarson, 13.9.2007 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband