Leita í fréttum mbl.is

Umsækjandi um starf

Í síðustu viku sótti ég um starf verkefnisstjóra sem atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar auglýsti. 

Sótti ég um starfið í samstarfi við Capacent á Íslandi sem hefur mjög víðtæka reynslu og þekkingu á fjölmörgum sviðum er nýtast mjög vel í þetta verkefni. 

Það eru gífurlega sterkir einstaklingar sem sóttu um þetta starf, ásamt mér, og því verður virkilega spennandi að sjá hvaða ákvörðun atvinnumálanefnd tekur, hvern hún velur.

Shiran Þórisson, Steinþór Bragason/Ólafur Ingólfsson ásamt öflugum bakhjörlum eru þeir sem einnig sóttu um þetta starf. 

Ég var virkilega ánægður þegar ég sá hverjir sóttu um stöðuna, því þetta eru öflugir einstaklingar sem geta sinnt þessu verkefni af stakri prýði.  Ef ég verð ekki fyrir valinu þá veit ég að verkefnið er í öflugum höndum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband