28.4.2007 | 08:23
Íþrótta - og ungmennafélagið Vestri
Í dag kl. 16 verður íþrótta-og ungmennafélagið Vestri stofnað við hátíðlega athöfn á Hótel Ísafirði.
Stofnfundurinn er lokahnykkur í nokkuð löngu ferli sem hefur kostað mikla vinnu og undirbúning allra þeirra einstaklinga sem að þessu hafa komið.
Þessi stund er fagnaðarefni því þarna eru þrjú stór íþróttafélög að sameina krafta sína til að styrkja sitt starf enn frekar og leggjast saman á árarnar við að gera íþróttalífið í bæjarfélaginu ennþá öflugra en það er í dag. Það eru mikil samlegðaráhrif sem félögin fá við þetta og verður mjög spennandi að sjá hvernig þessi sameining mun skila sér til þeirra iðkenda sem þarna leggja stund á sína íþrótt.
Mætið endilega á Hótel Ísfjörð í dag, laugardag, kl. 16 og samfagnið þessum félögum á þessum merku tímamótum í þeirra starfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2007 | 08:18
Kosningarbaráttan
Ekki hef ég verið duglegur að blogga að undanförnu þó margt hafi verið að gerast sem gaman hefði verið að tjá sig eilítið um t.d. vestfjarðaskýrsla ríkisstjórnarinnar, bæjarstjórnarfundurinn í vikunni, málefni framsóknarflokksins sem er að skapa frekar neikvæða umræðu um sig á síðustu metrum kosningarbaráttunar, frábær árangur skíðafólks okkar á landsmóti og Andrésar Andar leikunum, sameining þriggja íþróttafélaga á Ísafirði og svo ýmsar greinar sem hafa verið skrifaðar að undanförnu. Ég læt það aðeins bíða betri tíma að fjalla um þessi mál því það sem á huga minn allan þessa daga er kosningarbaráttan.
Það er nóg að gera í þessari kosningarbaráttunni þó að maður heyri svo út undan sér að frekar rólegt sé yfir þessu öllu saman. Frambjóðendur eru á ferð og flugi um kjördæmið og síðast þegar ég taldi var búið að skrá þrjá efstu á samanlagt yfir 70 fundi á fjórum vikum. Þannig að þeir eru út um allt að koma stefnu sjálfstæðisflokksins á framfæri. Það eru sjónvarpsfundir og síðan sameiginlegir fundir allra framboða sem verða í næstu viku (Borgarnesi, Ísafirði og Sauðárkróki)
Það er nóg að gera fyrir okkur þrjá kosningarstjóra flokksins í Norðvesturkjördæmi við að skipuleggja alla þessa fundi og sjá til þess að allt sé klárt fyrir þá. Þetta er skemmtileg vinna og krefjandi - maður kynnist fullt af fólki, fólki sem er tilbúið til að leggja stefnu sjálfstæðisflokksins lið og bíður sig fram til vinnu fyrir frambjóðendur. Vinnan sem þetta fólk leggur á sig er ómetanleg og verður seint þakkað fyrir hana að fullu. Ef lesendur þessarar síðu vilja leggja okkur lið í baráttunni þá er bara endilega að koma í kosningarmiðstöðvar um land allt og taka þátt.
Ég bið lesendur þessarar síðu um að kynna sér stefnu flokksins á www.xd.is en þar er einnig hægt að leggja spurningar fyrir forystu flokksins um allt það sem snertir hana.
Meira síðar
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 16:15
"Við skulum berjast en fjandakornið, höfum þá gaman af því"
Var að lesa stórskemmtilega grein á bloggsíðu Óla Björns Kárasonar þar sem hann segir frá því hvernig andrúmsloftið er á kosningarskrifstofu íhaldsins á Sauðárkróki.
Góð grein sem ég mæli með að þið lítið á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 03:41
Olíuhreinsistöð
Olíuhreinsistöð eða ekki olíuhreinsistöð hefur verið mál málana þessa dagana. Mikið hefur verið rætt um þetta þar sem ég hef komið og sitt sýnist hverjum. Við lestur bloggsíðna þá sýnist mér einnig að aðilar skiptast í tvær fylkingar, með og á móti þessu fyrirbæri.
Ég lét hafa eftir mér á bb.is í vikunni að ekki væri hægt að hafna þessu algerlega án þess að skoða þetta betur. Það er erfitt fyrir hvaða sveitarfélag sem er að skoða ekki einu sinni hvort og þá hvernig hægt væri að koma starfsemi sem þessari fyrir.
Mér finnst það hinsvegar skipta miklu máli hvernig þessi starfsemi kemur til með að falla að þeirri ímynd sem við viljum hafa hér á Vestfjörðum - viljum við hafa stóriðjulausa Vestfirði og þá hvernig skilgreinum við hvað er stóriðja og hvað er ekki stóriðja.
Ég játa það alveg að þegar ég heyrði þetta fyrst þá sagði ég þvert nei - svona á ekki heima hér á landi. Þegar ég svo velti þessu fyrir mér og hugsa meira og meira um þetta þá er þessi hugmynd ekki svo galin. Ég tek það hinsvegar fram að ég veit nánast ekkert um hvernig slíkt fyrirbæri rekur sig, ekki nema það sem hefur komið fram í fréttum í vikunni um málið.
Ég vona nú að allra næstu daga muni fulltrúar þessa fyrirtækis koma hingað vestur til að halda fund með íbúum og kynna þessa hugmynd. Leyfa okkur að vita hvað í þessu felst og hvað þetta muni þýða fyrir okkur hér.
Þetta má að minnsta kosti skoða og velta fyrir sér - staðsetning er kannski ekki aðalmálið að svo stöddu heldur hvort þessum mönnum er alvara og þá hvort að við viljum fá svona fyrirtæki hingað vestur eður ei.
Einhverjar samsæriskenningar hafa komið fram í vikunni um að nú séu stjórnvöld að blása ryki í augu íbúa með því að koma með svona galna hugmynd fram. Ég blæs á allar slíkar kenningar og vísa þeim til föðurhúsana. Okkur ber að skoða allar þær hugmyndir sem koma fram til að efla hér byggð, hvort sem hún er gömul eða ný af nálinni. Vona að allir aðilar komi sér a.m.k. saman um það að skoða beri málið nánar og taka svo ákvörðun út frá því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 15:08
Gleðilegt sumar!
Gleðilegt sumar og takk kærlega fyrir veturinn.
Það hefur margt gerst í vestfirsku samfélagi að undanförnu sem ég mun blogga um næstu daga en á meðan, njótið dagsins í faðmi fjölskyldu og vina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 22:43
Hvað er þetta með auglýsingarnar hjá Frjálslynda flokknum
Ég held að Frjálslyndi flokkurinn ætti nú að fá sér yfirlesara á auglýsingarnar hjá sér. Það er svakalegt að lesa þær.
Í dag er birt auglýsing frá þeim í morgunblaðinu og fréttablaðinu og hefur villupúkinn ekki verið notaður við yfirlesturinn á þeim - þar stendur FRJÁLSYNDI FLOKKURINN Þetta er önnur auglýsingin á skömmum tíma þar sem þeir gera svona klaufarlega villu í texta.
Jæja, svona er þetta - ég hló hátt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2007 | 22:36
37.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
Þá er 37.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafinn í Laugardalshöll. Í höllina eru komnir rúmlega 2000 þingfulltrúar til að móta stefnu flokksins.
Það er alltaf mjög gaman að koma á landsfund. Hitta gamla og góða vini og til að kynnast sjálfstæðismönnum alls staðar af landinu. Þetta er líka gjörið tækifæri til að hafa áhrif á stefnu flokksins og tryggja að hann hafi í stefnu sinni málefni sem koma minni byggð vel.
Ég ætla að skella mér í nokkrar nefndir á morgun, reyna eftir fremsta megni að koma mínum málum á framfæri í þeim.
Setningarræða Geirs H. Haarde var góð - ræðuna er hægt að nálgast í heild sinni hér
Ég sé á mbl.is að aðalfréttin úr ræðunni er sú sýn formannsins að greiða öllum landsmönnum lágmarkslífeyrir úr lífeyrissjóðunum, hann nefndi 25 þúsund sem myndi koma til hliðar við greiðslur úr almannavarnarkerfinu. Þannig verði komið til móts við þá, sem ekki hafa getað aflað sér neinna eða einungis smávægilegra réttinda til greiðslna úr lífeyrissjóðum. Þetta er frábær sýn sem er þarna sett fram og vonandi mun hún ná fram að ganga á fundinum.
Endilega fylgist með fundinum á heimasíðu flokksins www.xd.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 18:59
Hverjum þykir sinn fugl fagur!
Í gærkveldi hófst formlega kosningarsjónvarp RÚV ohf með því að formenn þeirra flokka sem hafa fengið úthlutuðum listabókstaf tókust á.
Þetta var fyrir margt mjög skemmtilegur þáttur - uppröðunin í þáttinn var sérstök að mér fannst - stjórnarflokkarnir saman, Addi Kiddi Gau á milli þeirra ásamt Ómari og svo sat Ingibjörg og Steingrímur saman.
Mér fannst í raun engin einn bera af þessum fundi - ég datt í það að horfa á kjækina í honum Jóni, hendurnar á honum Geir (nuddandi þumlunum saman), Ómar komst aldrei að, bendandi út í loftið og reyndi hvað hann gat til að koma sínu á framfæri. Ingibjörg fannst mér detta í röflgírinn og gerði eins og Ómar alltaf að benda eitthvað út í loftið. Steingrímur fannst mér um tíma vera að detta úr stólnum því honum lá svo mikið á hjarta. Það var í raun ekkert nýtt sem ég heyrði í þessum þætti.
Mér persónulega finnst Geir vera sterkur leiðtogi, ég er ekki einn þeirrar skoðunar ef litið er til síðustu skoðanakönnun Capacent. Steingrímur hefur sterkar skoðanir á málunum og hefur barist fyrir þeim. Ég virði Steingrím mikið fyrir þessar skoðanir, þó ég sé þeim alls ekki sammála.
Ingibjörg fannst mér vera góður borgarstjóri á sínum tíma. Ég óttaðist að hún myndi ná að leiða Samfylkinguna til stórs sigurs í kosningunum 2003 en hún tapaði því úr höndunum á sér þá og hefur, að mínu mati, ekki náð sér upp úr því. Mér finnst hún föst í röflgírnum og sveiflast fram og til baka, afturábak og áfram eftir því hvernig umræðan þróast í samfélaginu. Mér finnst hún ekki hafa neina fasta skoðun á málums.
Sem sagt ekkert nýtt sem kom fram á fundinum í gær - hef heyrt þetta allt áður - en það er alveg greinilegt af lestri blogga hér á mbl.is að "Hverjum þykir sinn fugl fagur".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar