Leita í fréttum mbl.is

Íþrótta - og ungmennafélagið Vestri

Í dag kl. 16 verður íþrótta-og ungmennafélagið Vestri stofnað við hátíðlega athöfn á Hótel Ísafirði.

Stofnfundurinn er lokahnykkur í nokkuð löngu ferli sem hefur kostað mikla vinnu og undirbúning allra þeirra einstaklinga sem að þessu hafa komið.

Þessi stund er fagnaðarefni því þarna eru þrjú stór íþróttafélög að sameina krafta sína til að styrkja sitt starf enn frekar og leggjast saman á árarnar við að gera íþróttalífið í bæjarfélaginu ennþá öflugra en það er í dag.  Það eru mikil samlegðaráhrif sem félögin fá við þetta og verður mjög spennandi að sjá hvernig þessi sameining mun skila sér til þeirra iðkenda sem þarna leggja stund á sína íþrótt.

Mætið endilega á Hótel Ísfjörð í dag, laugardag, kl. 16 og samfagnið þessum félögum á þessum merku tímamótum í þeirra starfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Þetta eru góðar fréttir. Og sérstaklega er ég hrifinn af nafninu, því í þessu félagi var ég einu sinni í, við báðir Ingi Þór og þú sennilega enn :)

Vestfirðir, 28.4.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband