Leita í fréttum mbl.is

Kosningarbaráttan

Ekki hef ég verið duglegur að blogga að undanförnu þó margt hafi verið að gerast sem gaman hefði verið að tjá sig eilítið um t.d. vestfjarðaskýrsla ríkisstjórnarinnar, bæjarstjórnarfundurinn í vikunni, málefni framsóknarflokksins sem er að skapa frekar neikvæða umræðu um sig á síðustu metrum kosningarbaráttunar, frábær árangur skíðafólks okkar á landsmóti og Andrésar Andar leikunum, sameining þriggja íþróttafélaga á Ísafirði og svo ýmsar greinar sem hafa verið skrifaðar að undanförnu. Ég læt það aðeins bíða betri tíma að fjalla um þessi mál því það sem á huga minn allan þessa daga er kosningarbaráttan.

Það er nóg að gera í þessari kosningarbaráttunni þó að maður heyri svo út undan sér að frekar rólegt sé yfir þessu öllu saman.  Frambjóðendur eru á ferð og flugi um kjördæmið og síðast þegar ég taldi var búið að skrá þrjá efstu á samanlagt yfir 70 fundi á fjórum vikum.  Þannig að þeir eru út um allt að koma stefnu sjálfstæðisflokksins á framfæri.  Það eru sjónvarpsfundir og síðan sameiginlegir fundir allra framboða sem verða í næstu viku (Borgarnesi, Ísafirði og Sauðárkróki)

Það er nóg að gera fyrir okkur þrjá kosningarstjóra flokksins í Norðvesturkjördæmi við að skipuleggja alla þessa fundi og sjá til þess að allt sé klárt fyrir þá.  Þetta er skemmtileg vinna og krefjandi - maður kynnist fullt af fólki, fólki sem er tilbúið til að leggja stefnu sjálfstæðisflokksins lið og bíður sig fram til vinnu fyrir frambjóðendur.  Vinnan sem þetta fólk leggur á sig er ómetanleg og verður seint þakkað fyrir hana að fullu.  Ef lesendur þessarar síðu vilja leggja okkur lið í baráttunni þá er bara endilega að koma í kosningarmiðstöðvar um land allt og taka þátt.

Ég bið lesendur þessarar síðu um að kynna sér stefnu flokksins á www.xd.is en þar er einnig hægt að leggja spurningar fyrir forystu flokksins um allt það sem snertir hana.

Meira síðar

 

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband