Leita í fréttum mbl.is

37.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Þá er 37.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafinn í Laugardalshöll.  Í höllina eru komnir rúmlega 2000 þingfulltrúar til að móta stefnu flokksins.

Það er alltaf mjög gaman að koma á landsfund.  Hitta gamla og góða vini og til að kynnast sjálfstæðismönnum alls staðar af landinu.  Þetta er líka gjörið tækifæri til að hafa áhrif á stefnu flokksins og tryggja að hann hafi í stefnu sinni málefni sem koma minni byggð vel. 

Ég ætla að skella mér í nokkrar nefndir á morgun, reyna eftir fremsta megni að koma mínum málum á framfæri í þeim.

Setningarræða Geirs H. Haarde var góð - ræðuna er hægt að nálgast í heild sinni hér

Ég sé á mbl.is að aðalfréttin úr ræðunni er sú sýn formannsins að greiða öllum landsmönnum lágmarkslífeyrir úr lífeyrissjóðunum, hann nefndi 25 þúsund sem myndi koma til hliðar við greiðslur úr almannavarnarkerfinu.  Þannig verði komið til móts við þá, sem ekki hafa getað aflað sér neinna eða einungis smávægilegra réttinda til greiðslna úr lífeyrissjóðum.  Þetta er frábær sýn sem er þarna sett fram og vonandi mun hún ná fram að ganga á fundinum.

Endilega fylgist með fundinum á heimasíðu flokksins  www.xd.is 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband