Færsluflokkur: Bloggar
5.10.2007 | 22:03
Steinþór Bragason og co ráðnir sem verkefnastjórar
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur ráðið Steinþór Bragason og félaga í starf verkefnastjóra. Þetta er starfið sem ég sótti um einnig og finnst miður að hafa ekki verið valinn en þeir sem fengu það eru kraftmiklir einstaklingar og verður spennandi að sjá næstu misserin hvernig þeim gengur.
Óska ég þeim alls hins besta í störfum sínum við þetta verkefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 14:08
Umsækjandi um starf
Í síðustu viku sótti ég um starf verkefnisstjóra sem atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar auglýsti.
Sótti ég um starfið í samstarfi við Capacent á Íslandi sem hefur mjög víðtæka reynslu og þekkingu á fjölmörgum sviðum er nýtast mjög vel í þetta verkefni.
Það eru gífurlega sterkir einstaklingar sem sóttu um þetta starf, ásamt mér, og því verður virkilega spennandi að sjá hvaða ákvörðun atvinnumálanefnd tekur, hvern hún velur.
Shiran Þórisson, Steinþór Bragason/Ólafur Ingólfsson ásamt öflugum bakhjörlum eru þeir sem einnig sóttu um þetta starf.
Ég var virkilega ánægður þegar ég sá hverjir sóttu um stöðuna, því þetta eru öflugir einstaklingar sem geta sinnt þessu verkefni af stakri prýði. Ef ég verð ekki fyrir valinu þá veit ég að verkefnið er í öflugum höndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rakst á þessa grein sem Árni Johnsen, alþingismaður, skrifaði og birti í Eyjar.net
Merkilegt að þingmaðurinn horfir ekki heildrænt á myndina og hvaða möguleika íbúar svæðisins hafa til að auka tekjurnar á niðurskurðartímabili.
Því miður þá eru þeir ekki mjög margir hér á Vestfjörðum - mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og þær mótvægisaðgerðir sem sveitarfélögin ætla að ráðast í, auka möguleika íbúa hér á svæðinu til að minnka tekjutap sitt.
Það er von mín að Árni sjái málið heildrænt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 09:16
Meira um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
Þegar ég heyrði fyrst frá mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar þá verð ég að viðurkenna að ég skyldi þetta ekki allt í fyrstu. Það vantaði frekari upplýsingar - það vantaði kjöt á beinið að mér fannst.
Ég byrjaði á því að fletta upp á fréttatilkynningu stjórnarráðsins og las það vel og vandlega en ég verð samt að játa að þrátt fyrir að hafa lesið tilkynninguna vel og vandlega þá vöknuðu fleiri spurningar upp en ég fékk svar við við lesturinn.
Hefði nú ekki verið skynsamlegt af hálfu ríkisstjórnarinnar að halda samráðsfund með fulltrúum sveitarfélagana, slíkt hefur nú verið gert af minna tilefni en þessu, og kynna þar fyrir þeim tillögurnar. Slíkt hefði, að mínu mati, verið til þess að koma í veg fyrir leiðan misskilning (sem er að kvikna víðsvegar þessa stundina).
Það var ekki fyrr en í gær að ég áttaði mig á þessum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ég fékk senda til mín töflu sem sýnir hvenær þessar aðgerðir koma til, hvað er verið að ræða um mikið (fjármuni og störf) og hverjir fá umrædda milljónir til sín.
Taflan er hér að neðan - vonandi kemur þetta ekki illa út á vefnum.
Tillögur að mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar þorskkvóta | ||||||
kostn.2007 | kostn.2008 | kostn.2009 | samtals | fjöldi starfa | áhrif/áfrifasvæði | |
1. Beinar aðgerðir | ||||||
a) sem hafa áhrif strax | ||||||
Verkefni tengd tillögum Vestfjarðarnefndar | 54.000.000 | 224.000.000 | 278.000.000 | 29-46 | Vestfirðir | |
Viðhaldsverkefni fasteigna FR og HTR | 333.000.000 | 333.000.000 | 334.000.000 | 1.000.000.000 | 35 | landið allt |
Fjárframlög til sveitarfélaga sbr.yfirlýsingu ríkisstjórnar | 250.000.000 | 250.000.000 | 250.000.000 | 750.000.000 | vegna tekjutaps af útsvari og löndunargjöldum | |
Náms- og starfsþjálfun vegna nýsköpunar og þróunar í atv.lífi | 100.000.000 | 100.000.000 | 200.000.000 | 55-83 | landið allt | |
Vinnumarkaðsúrræði Vinnumálastofnunar | 15.000.000 | 45.000.000 | 60.000.000 | landið allt | ||
Sérstakt átak vegna atvinnumála kvenna | 15.000.000 | 25.000.000 | 40.000.000 | 100-130 | landið allt | |
Styrking Fjölmenningarseturs á Ísafirði (félagsm.ráðherra) | 6.500.000 | 26.000.000 | 26.000.000 | 58.500.000 | 4 | Vestfirðir |
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum | 4.000.000 | 12.000.000 | 12.000.000 | 28.000.000 | 2 | Vestmannaeyjar |
Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Höfn | 4.000.000 | 12.000.000 | 12.000.000 | 28.000.000 | 2 | Hornafjörður |
Háskólasetur í Vestmannaeyjum vegna hafrannsókna | 20.000.000 | 20.000.000 | Vestmannaeyjar | |||
Hafrannsóknarstofnun á Ólafsvík | 20.000.000 | 20.000.000 | Vesturland | |||
Matís á Höfn | 20.000.000 | 20.000.000 | Hornafjörður | |||
Samv.verkefni Versins, Matís og Háskólans á Hólum | 20.000.000 | 20.000.000 | Norðurland vestra | |||
Rannsóknir vegna eldis sjávardýra á Patreksfirði | 20.000.000 | 20.000.000 | Vestfirðir | |||
Háskólasetur á Bolungarvík | 20.000.000 | 20.000.000 | Vestfirðir | |||
Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd | 20.000.000 | 20.000.000 | Norðurland vestra | |||
Vör - sjávarrannsóknarsetur á Ólafsvík | 20.000.000 | 20.000.000 | Vesturland | |||
Stykkishólmur - Háskólasetur | 20.000.000 | 20.000.000 | Vesturland | |||
Fræðslusetur Vestfjarða vegna Suðurfjarða | 5.000.000 | 5.000.000 | 5.000.000 | 15.000.000 | Vestfirðir | |
Impra vegna námskeiðahalds fyrir athafnakonur (Brautargengi) | 20.000.000 | 20.000.000 | landið allt | |||
Greiðslur til atvinnuleysistryggingarsjóðs v/fiskvinnsluf. | 77.000.000 | 140.000.000 | 217.000.000 | landið allt | ||
Sérsamningar við atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni | 100.000.000 | 100.000.000 | 200.000.000 | landið allt | ||
Vaxtarsamningur við Þingeyjarsýslur | 30.000.000 | 30.000.000 | 30.000.000 | 90.000.000 | Norðurland eystra | |
Vaxtarsamningur við Norðurland vestra | 30.000.000 | 30.000.000 | 30.000.000 | 90.000.000 | Norðurland vestra | |
Nemendagildi í frumgreinadeildir á Suðurnesjum og Vestfjörðum | 12.000.000 | 140.000.000 | 150.000.000 | 302.000.000 | 250 | Suðurnes og Vestfirðir |
Framlag til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra v/eflingar námsframb. | 5.000.000 | 15.000.000 | 20.000.000 | 18-25 | Norðurland vestra | |
Flýting vegna nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð | 5.000.000 | 15.000.000 | 20.000.000 | 1-3 | Norðurland eystra | |
Framlag til framhaldsskóla Austur-Skaftfellinga v/fjarnáms | 2.000.000 | 5.000.000 | 7.000.000 | 5-10 | Hornafjörður | |
Framlag til Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum v/íþr.br. | 5.000.000 | 10.000.000 | 15.000.000 | 20 | Vestmannaeyjar | |
Þjóðskjalasafn Íslands vegna grunnskráningar skjala | 40.000.000 | 100.000.000 | 100.000.000 | 240.000.000 | 20 | Ísafjörður, Sauðárkrókur, Húsavík |
Styrking ferðaþjónustuverkefna á áhrifasvæðum niðurskurðar | 80.000.000 | 80.000.000 | 160.000.000 | landið allt | ||
Stuðningur við flug til Vestmannaeyja vegna ferðaþjónustu | 18.000.000 | 18.000.000 | 36.000.000 | Vestmannaeyjar (3ja ferðin yfir sumartímann) | ||
Háskóla-/frumkvöðlasetrið á Hornafirði m.a.styrking Vatnajökulsþjóðg. | 4.000.000 | 14.000.000 | 14.000.000 | 32.000.000 | 2 | Hornafjörður |
b) langtímaáhrif | ||||||
Viðbótarframlag vegna vegamála | 130.000.000 | 200.000.000 | 330.000.000 | landið allt | ||
Jarðhitaleit | 50.000.000 | 50.000.000 | 50.000.000 | 150.000.000 | 5-6 á ári | Vestfirðir, Vesturland, Suðurland, Austurland |
Samtals framlög vegna beinna aðgerða | 1.226.500.000 | 1.929.000.000 | 1.411.000.000 | 4.566.500.000 | ||
2. Byggðastofnun | ||||||
Byggðastofnun - aflétting lána við ríkissjóð | 1.200.000.000 | 1.200.000.000 | landið allt | |||
Samtals framlög vegna beinna aðgerða og Byggðastofnunar | 2.426.500.000 | 1.929.000.000 | 1.411.000.000 | 5.766.500.000 | ||
3. Flýting framkvæmda | ||||||
Vegaframkvæmdir (þegar kynnt) | 1.400.000.000 | 2.010.000.000 | 3.410.000.000 | landið allt - (2010 = 2.420.000.-) | ||
Akureyrarflugvöllur | 696.000.000 | Norðurland | ||||
Fjarskiptamál | landið allt | |||||
Samtals flýting framkvæmda | 0 | 2.096.000.000 | 2.010.000.000 | 4.106.000.000 | ||
4. Önnur verkefni og aðgerðir | ||||||
Aukaframlög til vísinda- og tæknimála (frá grunni 2007) | 380.000.000 | 740.000.000 | 1.120.000.000 | m.a.vegna þorkseldis- og hafrannsókna | ||
Niðurfelling veiðigjalds | 250.000.000 | 250.000.000 | 500.000.000 | landið allt | ||
Tenging Ísafjarðardjúps við raforkukerfið | 160.000.000 | 160.000.000 | 5 | Vestfirðir | ||
Styrking raforkukerfisins á Norðurlandi | 0 | Norðurland | ||||
Framlag til Hafrannsóknarstofnunar vegna togararalls | 50.000.000 | 50.000.000 | 50.000.000 | 150.000.000 | landið allt | |
5. Ólokin verkefni | ||||||
Úrvinnsluverkefni fjármálafyrirtækja sbr.Sparisj.Siglufjarðar í Fjallabyggð |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 22:16
Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
Síðan sjávarútvegsráðherra tilkynnti ákvörðun sína um að draga úr þorskveiði hafa íbúar á þeim svæðum sem sú ákvörðun hefur hvað mest áhrif verið að bíða eftir mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í dag voru þessar aðgerðir birtar.
Hægt er að nálgast texta um þessar mótvægisaðgerðir hér.
Ég er svona að melta þetta - skoða einstök verkefni og hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa fyrir Vestfirði.
Svona í fljótu bragði eru þarna atriði eins og trygging orku og átak í leit að heitu vatni sem ber að fagna. Einnig á að styrkja Fjölmenningarsetur, setja fjármagn í skjalasafnið, setja fjármagn í Atvinnuþróunarfélögin og eitt og annað sem ég þarf að skoða betur hvað þýðir fyrir okkur.
Í heildina séð fagna ég þessum aðgerðum þó ég, eins og fleiri, hefði vilja sjá að fleiri einstök verkefni yrðu tilgreint. Sveitarstjórnarmenn hafa verið duglegir að kynna fyrir ríkisstjórninni verkefni sem hægt væri að fara í til að auka hagvöxt síns svæðis og tryggja íbúum atvinnu. Sakna ég fjölmargra verkefna sem við höfum verið dugleg að koma á framfæri að undanförnu eins og t.d. stofnun Háskóla á Vestfjörðum, aukið fé í félagsheimilasjóð, byggingu við byggðasafnið og svo mætti lengi telja.
Verð að skoða þetta betur og leita mér frekari upplýsinga áður en ég tjái mig frekar um þessar aðgerðir.
Samtals varið 10,5 milljörðum til mótvægisaðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.9.2007 kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2007 | 13:45
Rís sameiginleg björgunarmiðstöð á Ísafirði?
Blaðamenn bb.is eru duglegir að skrifa fréttir upp úr fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Áðan var ég að lesa frétt á þessum frábæra fréttavefmiðli um atriði sem var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs.
Umræða um sameiginlega björgunarmiðstöð er ekki alveg ný af nálinni. Umræðan kviknaði í enda síðsta árs þegar fyrrum sýslumaður var að kanna áhuga bæjaryfirvalda á því að hafa skipti á skrifstofum í stjórnsýsluhúsinu. Sýslumaður hafði í huga að byggja ofan á svalir stjórnsýsluhússins (sem lak mikið á þeim tíma) og þannig stækka aðstöðu lögreglunnar og sýsluskrifstofunnar. Það gekk ekki eftir vegna andstöðu arkitekts stjórnsýsluhússins.
Kviknaði þá upp hugmynd að byggja björgunarmiðstöð þar sem í yrðu slökkvilið Ísafjarðarbæjar, lögreglan og björgunarsveitir.
Það er ljóst að lögreglan þarf á stærra rými að halda undir sína starfsemi, slökkviliðið er í húsnæði sem þarf að hefja verulegar endurbætur á vegna lélegs viðhalds fram að þessu og björgunarfélögin eru hugsanlega ekki í húsnæði sem hentar þeim fullkomlega.
Því er vert að kanna hug lögreglunar, slökkviliðsins og björgunarsveitana til þess að byggja sameiginlega húsnæði sem fullnægir öllum kröfum þeirra.
Forráðamenn 112 hafa svo líst yfir áhuga á því að koma hingað vestur með starfsemi en með því gætu skapast nokkur störf.
Mér persónulega finnst þetta spennandi verkefni sem vert er að kanna áhuga manna til. Það er von mín að aðilar sjái hag sinn í þessu og framkvæmdir hefjist innan ekki svo langs tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2007 | 13:23
Frístundarkort og frítt í strætó
Sá frétt á bb.is í morgun er fjallaði um kröfu foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði að tekið yrði upp frístundarkort hjá Ísafjarðarbæ. Einnig var foreldrafélagið að beina þeim tilmælum til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að gefa börnum frítt í strætó þegar þau eru að fara í sínar frístundir.
Fyrst varðandi strætó - það er frítt í strætó þegar börnin eru á leið í og úr skóla. Fyrri rekstraraðili strætó innan Ísafjarðar gaf börnunum einnig frítt í strætó fyrir utan skólatíma því það svaraði varla kostnaði og fyrirhöfn að prenta miða. Núverandi rekstraraðili strætó, innan Ísafjarðar, innheimtar gjald af börnunum fyrir utan skólatíma og það er alvarlega verið að skoða það að niðurfella það í komandi fjárhagsáætlunargerð bæjarins. Kostnaður við þessar breytingar er einhver en hagræðing og hugsanlega auknir notkunarmöguleikar strætó og íþróttamannvirkja yrðu verulegir.
Nýting nokkurra íþróttamannvirkja innan Ísafjarðarbæjar mætti vissulega vera betri. Mannvirkin á Flateyri og á Suðureyri (á veturna) mættu vera betur nýtt að mínu mati. Hvernig það ætti að vera gert er síðan önnur umræða sem þarf vissulega að eiga sér stað.
Varðandi Frístundarkortin - það eru til nokkrar leiðir að gera þetta. Sú leið sem notuð er hér hjá Ísafjarðarbæ er að HSV fær borgað í beinhörðum fjármunum um 8 milljónir á hverju ári. Af þeim fjármunum fara 3,5 míllj. í rekstur skrifstofu HSV, 2 millj. skiptast til þeirra félaga (18 ára og yngri) sem stunda íþrótt sína innan vébanda HSV. 2,4 millj. er nýtt fjármagn sem á að fara til ýmissa verkefna íþróttafélaga innan HSV samkvæmt nánari útlistun og reglum stjórnar HSV.
Má segja að þetta sé sú leið sem bæjarstjórn og HSV voru sammála um að fara árið 2002 til að félög innan HSV hefðu vissa leið að fjármagni til reksturs sinna félaga. Að öðrum kosti hefðu félög þurft að hækka æfingargjöld sín til að standa straum af auknum útgjöldum.
Reykjavíkurborg fór einnig, fram að tilkomu Frístundarkorta, þá leið sem Ísafjarðarbær fer í dag. Það sem Reykjavíkurborg síðan gerði var að taka þá fjármuni sem runnu beint til íþróttafélaga og láta þá í staðinn renna til foreldra sem síðan ákvarða í hvaða starf þeir eigi að renna.
Reykjanesbær fer aðra leið en Ísafjarðarbær og Reykjavík. Þeir hafa ákveðið að allar frístundir sem barnið stundar eftir skóla til fjögur skuli vera á forræði bæjarfélagsins. Þeir hafa komið á fót Frístundarskóla sem er starfræktur fyrir börn yngri er 12 ára og er frá því að barnið hættir í skólanum á daginn og fram að fjögur (fimm í sumum tilfellum). Þetta er nokkurskonar heilsdagsvistun en börnunum gefst kostur að velja frístund á þessum tíma. Getur verið íþróttir, tónlist, myndlist osfrv. Síðan sér bæjarfélagið um að borga fyrir barnið í 2-3 frístundir og semur við aðila um að hafa þær í gangi á umræddum tíma. Þarna eru börn, yngri en 12 ára, búin í sínum frístundum klukkan fjögur á daginn og geta því átt samverustund með sínum foreldrum eftir það.
Foreldrar losna við mikinn akstur á æfingar eftir fjögur og einnig kostnað sem fylgir æfingum.
Ég persónulega er hrifnari af þeirri leið sem Reykjanesbær fer. Hef áhuga á því að koma hér upp Frístundarskóla fyrir börn yngri en 12 ára. Þá væri hægt að hafa þjálfara í fullri vinnu sem nýtast gætu íþróttafélögunum ofl. eftir kl. 16. Með þessari leið þá losna foreldrar við skutl á æfingar og einnig þarna gefst foreldrum tími í samveru með börnum sínum eftir að vinnudag þeirra lýkur, fyrir utan að þetta sparar kostnað heimilanna við frístundir barna sinna.
Nú er bara spurning - hvað finnst ykkur? Hvaða leið finnst ykkur vera betri?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2007 | 21:42
Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga
Fjórðungsþing var haldið um helgina á Tálknafirði.
Dagskráin var spennandi en ég gat því miður ekki verið á þinginu en ég fylgdist með úr fjarska.
Ályktanir þingsins eru komnar á vefinn og má nálgast þær hér.
Það eru þarna nokkrar tillögur sem stjórn þarf að fara að vinna í strax nú eftir þingið.
Má þar nefna fyrst tillögu um að stofna Háskóla Vestfjarða strax.
Í - listinn hefur farið mikinn í dag í því að segja frá því að þeir hafi nú átt hugmyndina af því að þessi tillaga kom fram á þinginu en gleyma því að þetta hefur verið baráttumál nokkuð lengi og m.a. stendur um þetta í málefnasamningi D - B-lista Ísafjarðarbæjar "Tryggja þarf Háskólasetri Vestfjarða nægjanlegt fjármagn svo það hafi fjárhagslega burði til að þróast í öflugan og fullburða háskóla".
Krafan um Háskóla kom einnig fram á þingmannafundi sl. fimmtudag þegar bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar áttu fund með þingmönnum kjördæmisins. Þetta staðfestir Sturla Böðvarsson í viðtali í fréttum útvarps í morgun, hlusta má að viðtalið hér. Þar kom fram einhver leiðinlegur misskilningur í einum þingmanni er hann sagði að ástæða þess að Háskóli væri ekki búið að stofna hér væri vegna óeiningar einstaklinga hér vestra. Ekki kannast ég við að slík óeining hefði eða væri fyrir hendi hér. Það hefur hinsvegar verið ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki viljað ljá máls á stofnun Háskóla hér. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur frekar verið sameining fremur en fjölgun þeirra. Nú í sumar sagði Ingibjörg Sólrún að stefnan væri stofnun Háskólasetra víðsvegar um landið en ekki stofnun Háskóla.
Nú er bara að vona að ríkisstjórn landsins sýni sama dug og ríkisstjórnin sýndi árið 1987 þegar hún stofnaði Háskóla á Akureyri. Ekki var sá skóli stór í upphafi en hefur síðan vaxið og dafnað og er stórt byggðamál fyrir allt Norðurland.
Krafan er Háskóli á Vestfirði.
Annað mál sem er einnig stórt er sú ákvörðun þingsins að hvetja sveitarfélög til að vinna sí - og endurmenntunaráætlanir fyrir starfsmenn sína. Þetta er mál sem ég hef talað um fyrir í nokkurn tíma. Þessi mál eru því miður ekki í nægjanlega góðum farvegi hjá Ísafjarðarbæ. Um er að ræða að stefnan verði mörkuð með Fræðslumiðstöð Vestfjarða og sveitarfélögin setji fjármuni í það að mennta starfsfólk sitt enn frekar og gera því kleift að rækta sig enn frekar í starfi.
Því verður nóg að gera í stjórn sambandsins á næstunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 21:57
Sumarfrí bæjarstjórnar lokið
Á morgun, fimmtudaginn 6.sept., lýkur formlega sumarfrí bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Þá hefst fyrsti fundur eftir sumarfrí og má segja að dagskráin sé löng að venju.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar í fyrra var frekar langur fundur eða um 7 tímar. Persónulega finnst mér slíkir fundir ekki skila miklu. Það er búið að segja margsinnis sömu hlutina á slíkum fundi.
Ég hef verið talsmaður þess að annað fundarform væri tekið upp á bæjarstjórnarfundum. Sú leið sem Akureyringar fóru er leið sem mér gæti hugnast að yrði tekin upp hér. Aðferðin er falin í því að oddvitar flokkana hittast með forseta bæjarstjórnar vel í tíma fyrir hver bæjarstjórnarfund og ákveðið er hvaða mál á að ræða á fundinum. Þau mál sem ræða á gætu verið eitthvað úr fundargerð bæjarráðs eða eitthvað annað mál sem oddvitar kæmu sér saman um að ræða t.d. skipulagsmál, mál er brenna heitt á bæjarbúum hverju sinni eða til að taka á einhverju sem hefur komið upp osfrv. Í dag er slíkt erfitt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar nema að viðkomandi bæjarfulltrúi geti fundið einhverja liði í fundargerð bæjarráðs eða nefnda til að ræða þau undir. Oft er slíkt ekki hægt og því oft erfitt að tala um mál sem brenna mikið á bæjarfulltrúum hverju sinni.
Mér þætti gaman að athuga hvernig aðferð þeirra á Akureyri myndi koma út hér. Tel sjálfur að hún væri til að stytta fundina og einnig að gera þá markvissari og hægt yrði að ræða um mál sem koma upp, þegar þau koma upp en ekki vikum seinna eins og hefur gerst hér.
Sjá má bæjarmálasamþykkt Akureyrarbæjar hér. Vek sérstaklega athygli á II.kafla, 11.gr., 2.töluliður.
Bloggar | Breytt 10.9.2007 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2007 | 09:06
Að lokinni þríþraut
Þríþrautin var á laugardaginn, eins og ég sagði ykkur frá hér að neðan.
Ég tók þátt og stóð mig bara ágætlega. Ég syndi 700m á 11.16, hjólaði 17km á 35 mín og hljóp 7 km á 36 og heildartíminn minn var 1klst 22 mín og ég endaði í 4.sæti í mínum aldursflokki.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég keppi í þríþraut þannig að ég rann alveg blind í sjóinn með hvað þetta væri. Sundið kom mér á óvart en ég stífnaði allur upp, var hóstandi allan tímann og þurfti að synda bringusund síðustu 200m til að ná stjórn á önduninni.
Hjólið var erfitt enda mikill vindur á móti okkur í byrjun leiðarinnar. Ég fékk lánað hjól (racer) sem munar miklu í svona keppni. Það var búið að segja mér að passa mig á hjólinu, það væri ekkert mál að sprengja sig út og stífna í lærinu. Það gerðist ekki en ég var stífur í lærinu þegar ég byrjaði að hlaupa en það jafnaði sig fljótt.
Þetta var bara gaman, hefði mátt vera betra veður, en í heildina séð sé ég alls ekki eftir því að hafa prófað þetta og gaman verður að taka þátt á næsta ári og bæta tímann sinn.
Það má sjá myndir af mér í keppninni á myndasíðunni hér til vinstri. Myndirnar tók Guðmundur Ágústsson, frændi minn.
Bloggar | Breytt 5.9.2007 kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar