Leita í fréttum mbl.is

Stofnfundur Vestra

Í gær, laugardaginn 28.apríl, var haldin stofnfundur íþrótta-og ungmennafélagsins Vestra í blíðskaparveðri á Ísafirði.

Ég mætti á fundinn og flutti stofnræðu félagsins.

Þarna er um að ræða sameiningu þriggja íþróttafélaga (KFÍ, Vestra og BÍ) sem sjá mikinn hag í því að sameina krafta sína iðkendum sínum til framfara.

Kosin var stjórn og er Sveinfríður Högnadóttir formaður, Guðni Guðnason, gjaldkeri og Rúnar Guðmundsson, ritari.  Meðstjórnendur eru síðan Haraldur Ísaksen og Þórdís Jakobsdóttir.

Næstu skref stjórnar er að vinna að því að finna merki félagsins, finna liti þess og síðan að fjárfesta í utanyfirgöllum handa öllum iðkendum.  Síðan verður farið í innri skipulagningu starfsins framundan, farið yfir innri mál félagana og unnið að heildarplani sem mun leiða til hagræðingar fyrir félögin í framtíðinni. 

Þessi dagur markar tímamót í sögu íþróttalífs í Ísafjarðarbæ og ég tel að við munum njóta ávaxta þess um ókomna framtíð.

Til hamingju!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Þetta eru frábærar fréttir, ég óska ykkur til hamingju með þetta gæfuspor.

Karl Jónsson, 30.4.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband