12.4.2007 | 22:43
Hvað er þetta með auglýsingarnar hjá Frjálslynda flokknum
Ég held að Frjálslyndi flokkurinn ætti nú að fá sér yfirlesara á auglýsingarnar hjá sér. Það er svakalegt að lesa þær.
Í dag er birt auglýsing frá þeim í morgunblaðinu og fréttablaðinu og hefur villupúkinn ekki verið notaður við yfirlesturinn á þeim - þar stendur FRJÁLSYNDI FLOKKURINN Þetta er önnur auglýsingin á skömmum tíma þar sem þeir gera svona klaufarlega villu í texta.
Jæja, svona er þetta - ég hló hátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
(Ég held að Frjálslyndi flokkurinn ætti nú að fá sér yfirlesara á auglýsingarnar hjá sér. Það er svakalegt að lesa þær.
Í dag er birt auglýsing frá þeim í morgunblaðinu og fréttablaðinu og hefur villupúkinn ekki verið notaður við yfirlesturinn á þeim - þar stendur FRJÁLSYNDI FLOKKURINN Þetta er önnur auglýsingin á skömmum tíma þar sem þeir gera svona klaufarlega villu í texta.
Jæja, svona er þetta - ég hló hátt!)
Sá hlær best sem síðast hlær Ingi minn. Eða varstu ef til vill að hugsa um buxnaklaufina þína ?
Annars heitir þetta á góðu máli að kasta grjóti úr glerhúsi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 13:40
Jahérna hér. Nú þykir mér vera kastað stórgrýti úr næfurþunnu glerhýsi. Mér datt í hug málshátturinn „hátt hreykir heimskur sér“ þegar ég las pistil bæjarfulltrúans. Stafsetningarvillurnar eru í það minnsta sex að tölu, fyrir utan málvillurnar. Stundum er betra að hugsa fyrst, hafi menn græjur til þess.
Njörður (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 14:01
Villa pilla þetta er nú smá húmor ekki satt. Glerhús eða ekki það má ekki tapa húmornum þó í baráttu sé komið.
Guðný Jóhannesdóttir, 16.4.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.