Leita í fréttum mbl.is

Fylgi VG fellur hægt niður!

Sú skoðanakönnun sem birtist nýverið sýnir og sannar það sem margir voru búnir að spá - fylgi Íslandshreyfingarinnar kemur frá VG.  Í þessari könnun fellur fylgi VG nokkuð jafnt á við fylgi Íslandshreyfingarinnar. 

Sjálfstæðisflokkurinn hækkar sig um hálft prósentustig sem er vel amk er ljóst að ný framboð hafa ekki áhrif á fylgi flokksins. 

Það framboð sem kynnt var í gær mun ekki gera neitt annað en að taka meira fylgi af VG og Samfylkingunni. 

Ég tel einnig að fylgishrun VG sé vegna þess að nú eru kjósendur að gera sér grein fyrir því að það hefur í för með sér samfélagið setur í bakkgírinn ef að vinstri stjórn kemst til valda með VG í forystu.

VG er flokkurinn sem vill koma á fót netlöggu, flytja bankana úr landi til að jafna laun í landinu, hefur enga byggðastefnu (Jón Bjarnason gat a.m.k. ekki sagt frá henni í kosningarsjónvarpi stöðvar 2 á miðvikudaginn), flokkurinn sem vill stoppa allar stóriðjuframkvæmdir (þó að ýmsir sveitarstjórnarmenn flokksins séu því hlynntir) og koma með einhverjar aðrar lausnir í efnahagsmálum - lausnir sem þeir eru ekki ennþá farnir að útskýra.  Kannski fá þeir einhverja töfralausn og kynna hana vikunni fyrir kosningar - hver veit?

Það vekur ennþá furðu mína að Íslandshreyfinginn sé með þetta þó 5% fylgi.  Er þetta eingöngu fylgi sem stendur á bakvið þær vinsældir sem Ómar Ragnarsson hefur?

Það hefur mikið verið skrifað á heimasíðuna hans Ómars undanfarið.  Þar er fólk að biðja um stefnu hans í nokkrum flokkum m.a. byggðamálum og efnahagsmálum.  Engin svör koma frá honum sem í raun segja mér aðeins eitt að ekki hafa verið mótaðar neinar áherslur...      nema í umhverfismálum.

Frjálslyndi flokkurinn er að hverfa - kominn með minna fylgi en Íslandshreyfinginn sem merkir að þeir koma varla inn manni.  Það hefur mikið verið skrafað um það á kaffistofum hér i bæ hvort að nú séu tími Frjálslyndra runninn sitt skeið, það blæs a.m.k. vel á móti hjá þeim núna.

Þetta verða spennandi vikur fram að kosningum.  Nú eru flokkarnir að kynna sín mál fyrir kjósendum og þá kemur í ljós hvort að málflutningur þeirra stenst álagið og þá hvort að hann sé trúverðugur.  Svo eiga frambjóðendur margir hverjir eftir að koma fram og kynna sig og sín málefni. 

Þannig að það eru spennandi tímar framundan fyrir einstaklinga sem lifa og hrærast í heimi stjórnmálana.

Lifið heil!


mbl.is Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband