Leita í fréttum mbl.is

Velheppnuð opnun!

Kosningarmiðstöðin á Ísafirði var formlega opnuð í dag kl. 18:00.  Kosningarmiðstöðin er til húsa að Silfurgötu 5 (gamla Straumshúsinu).

Það var Birna Lárusdóttir sem bauð fólk velkomið og Einar Kristinn Guðfinnsson tók síðan við og ávarpaði samkomuna.   Eftir að Einar hafði haldið góða ræðu tók Helga Margrét við og söng nokkur lög við undirleik Birgis Sigurjónssonar. 

Einar Oddur ávarpaði síðan samkomuna og síðast en ekki síst fór Elfar Logi með gamanmál og lét viðstadda leika í kröfugöngu við mikinn fögnuð.

Það voru um 100 manns sem lögðu leið sína á opnunina í dag og góður rómur var gerður að húsakynnum miðstöðvarinnar. 

Miðstöðin verður opinn fyrst til að byrja með frá 16:00 - 19:00 alla virka daga en lengur um helgar.  Opnunartíminn mun síðan lengjast eftir páska.

Endilega kíkið við og kynnið ykkur málefni Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband