22.2.2007 | 20:32
Vonbrigði!
Ég bar mikið traust til Marels þegar þeir keyptu Póls á sínum tíma. Ég, ásamt öðrum stjórnendum þessa sveitarfélags, höfðum ekki góða reynslu á þeim tíma af þeim fyrirtækjum annars staðar af landinu er komu á keyptu fyrirtæki hér. Sú bitra reynsla hafði því miður kennt okkur að hafa allan varan á. Ég vonaði svo sannarlega að nú væri eitthvað nýtt að gerast. Vonaðist eftir því að Marel gæti rekið hér öfluga starfsstöð og aukið við hana í framtíðinni.
En nei - nú skal loka!
Eigendur Marels sannfærðu mig á þeim tíma að framtíð þessarar starfsstöðvar væri björt, fyrirtækið væri með góða og reynslumikla starfsmenn í góðu umhverfi og einingin væri mjög góð til rekstrar.
Hvað hefur breyst? Framkvæmdarstjóri Marels kennir um kaupum þeirra á fyrirtækjum út í heimi og því verði að bregðast við til að bæta hagkvæmni fyrirtækisins. Íslendingar verði að taka sinn þátt í þeirri hagkvæmni.
Ég fyrir mitt leyti kaupi ekki svona fullyrðingar - ég held að eigendur þessa fyrirtækis sem eru Eyrir invest ehf og Landsbankinn verði nú að koma með aðra fullyrðingu en þessa og gera hreint fyrir sínum dyrum. Það segir á heimsíðu fyrirtækisins að "fjárfestingargeta félagsins til frekari ytri vaxtar er því umtalsverð án þess að til hlutafjáraukningar þurfi að koma". Því kaupi ég ekki þau rök sem framkvæmdarstjóri Marels hefur sagt í fjölmiðlum.
Hvað verður svo í framhaldinu, það ræðst af mörgum þáttum. Halldór bæjarstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að vel komi til greina að bærinn aðstoði hugsanlega kaupendur starfsstöðinnar á einhvern hátt. Ég er sammála því og vona svo sannarlega að starfsfólkið sjái hag sinn í því að kaupa fyrirtækið.
Ég er hundfúll!
Starfsstöð Marels á Ísafirði verður lokað í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sennilega er er hvergi á byggðum hnetti til eins auðtrúa fólki og íslendingar eru þegar kemur að loforðum stjórnanda fyrirtækja, já og jafvel kostningaloforða.
SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 26.2.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.