Leita í fréttum mbl.is

Ekkert samræmi í dómum

Nú hefur hæstiréttur dæmt karlmann í fangelsi í 6 mánuði fyrir að ráðast á sýslumann þeirra Árnesinga og er það vel að mínu mati.  Sá dæmdi reif í öxl sýslumanns og brá fyrir hann fæti.

Ég lýsi samt furðu minni á því að það virðist ekki vera sama hvort að um sýslumann eða lögreglumann sé að ræða.  Í dag var einnig í fréttum að lögreglumaður varð fyrir fólskulegri árás aftan í lögreglubifreið þegar var verið að flytja árásarmanninn á slysavarðstofu eftir umferðaróhapp.

Hæstiréttur dæmdi árásarmanninn í 4 mánaða fangelsi fyrir að slá lögreglumann ítrekað í lögreglubílnum. 

Einnig var annað mál í fréttum í vikunni - karlmaður beit lögreglumann og fékk fyrir það 3 mánaða fangelsi.

Nú spyr sá sem ekki veit - hver er munurinn á því fyrir dómi hvort um sé að ræða sýslumann eða lögreglumann - eru þeir ekki báðir jafn háttskrifaðir í dómskerfinu?  Mér finnst sem hæstiréttur hafi nú sagt við íbúa þessa lands - þið fáið verri dóm ef þið bregðið fæti fyrir sýslumann heldur en að veita lögreglumanni mörg kjaftshögg er hann er að reyna að aðstoða þig við að komast undir læknishendur.

Ég bendi samt á að ég hef ekki lesið dómana sem um ræðir - það gera heldur ekki þeir sem lesa fréttir á mbl.is og eru svo vitlausir að ráðast á embættismenn við skyldustörf sín.


mbl.is Sex mánaða fangelsi fyrir að bregða fæti fyrir sýslumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband