10.3.2007 | 02:51
Skammarlegt!
Mér brá þegar ég las þessa frétt á ruv.is:
Lögreglumaður ölvaður á slysstað?
Lögreglumaður á Akureyri er grunaður um að hafa mætt ölvaður á vettvang banaslyss í Hörgárdal aðfaranótt sunnudags. Lögreglumaðurinn var ekki á vakt en var kallaður út vegna slyssins.
Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins ók lögreglumaðurinn á slysstað. Aðrir lögreglumenn fundu áfengislykt af félaga sínum. Tekin voru öndunarsýni og var lögreglumaðurinn sendur í blóðprufu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra verður málið kannað nánar en það hefur verið sent ríkissaksóknara þar sem ákveðið verður hvort ákæra verði gefin út fyrir brot í starfi. Í kjölfarið ákveður embætti ríkislögreglustjóra hvort manninum verði vikið úr starfi tímabundið. Meint brot lögreglumannsins geta varðað lögreglulög, starfmannalög og almenn hegningarlög. (birt á vef ruv.is)
Umræddur lögreglumaður hefði átt, að mínu mati, að hafa vit á því að segja að hann væri ekki reiðubúin að mæta á slysstað.
Svona getur áfengið skert dómgreind manna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 02:41
Sigurjón Þórðarson, þingmaður, byrjaður að blogga!
Sá mæti maður Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins fyrir norðvesturkjördæmi, er byrjaður að blogga á mbl blogginu.
Það er nú ekki ýkja mikið á síðunni hans þessa stundina en það er eins og hann hafi stofnað þetta blogg til þess eins að setja tölvupóst á milli framkvæmdarstjóra þingflokks frjálslyndra og starfsmanns samtaka iðnaðarins í birtingu á netinu.
Það er ekki annað hægt að sjá en að Sigurjón sé eitthvað ósáttur við að Frjálslyndir fá ekki tala á Iðnþingi og hefur því stofnað blogg til þess eins að blogga um frétt um þessa óánægju sína á mbl.is. Birtir hann þar umrædda tölvupósta.
Ætli Sigurjón hafi beðið starfsmann samtaka iðnaðarins um leyfi til að birta svör hennar opinberlega?
Er þetta eitthvað sem einstaklingar eiga von á þegar þeir senda póst til þingflokks frjálslynda flokksins, að hann verði birtur á netinu, hugsanlega án vitundar sendanda.
Samtök Iðnaðarins sendu frá sér fréttatilkynningu í gær vegna málsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 02:14
Stuðmannaframboðið verður eflaust kallað Íslandsframboðið!
Nokkrir bloggarar, m.a. denni og Hanna Birna, eru að velta fyrir sér framboði Margrétar Sverrisdóttur, Ómars Ragnarssonar og Jakobs Frímanns sem gárungarnir voru nú farnir að kalla Stuðmannaframboðið.
Það hefur einhver fylgikona Margrétar skráð lénið Íslandslistinn.is á netinu og kemur fram í bloggi Tómas Ha hver það er og hvernig menn tengja það við Margréti.
Það er ekkert smá nafn!
Var ekkert annað laust?
Það verður gaman að sjá hvort þetta rætist allt saman hjá þeim.
Ég hef ekki trú á því að þetta framboð taki fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Það mun að öllum líkindum taka sitt fylgi frá VG en stóra spurningin er í raun sú hvort að umhverfisverndarsinnar séu ekki búnir að finna sig í VG og vilji ekki fara þaðan, á slíkt bendi stjórnmálafræðingur hjá morgunblaðinu á um daginn þegar nýjast könnunin var kynnt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 02:02
Össur aftur orðinn formaður Samfylkingarinnar?
Sólveig Pétursdóttir er eins og alþjóð veit Forseti Alþingis. Hún lendi í frekar neyðarlegu atviki í morgun þegar hún var að stjórna þingfundi.
Össur Skarphéðinsson hafði beðið um orðið. Sólveig steig á fætur og sagði hátt og snjallt - Össur Skarphéðinsson Formaður Samfylkingarinnar hefur beðið um orðið.
Þetta vakti mikla kátínu í þingsal og það var stoltur þingflokksformaður Samfylkingar sem steig í ræðustól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 01:51
Smá innlegg í klámumræðuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 13:55
Ísafjarðarbær styrkir Komedíuleikhúsið
Í dag, föstudag, kl. 16 fer fram undirritun á samningi milli Ísafjarðarbæjar og Komedíuleikhúsins á Ísafirði í Stjórnsýsluhúsinu.
Um er að ræða samning sem styrkir starf eina atvinnuleikhús á Vestfjörðum um 1,4 milljón á ári í þrjú ár.
Í samningnum stendur að komedíuleihúsið eigi að sýna stykki sín í Grunnskólum og leikskólum Ísafjarðarbæjar eftir ákvörðun skólastjórnenda hverju sinni. Komedíuleikhúsið mun einnig taka að sér ýmsa menningarstarfsemi í bæjarfélaginu en í því sambandi má benda á húslestur í Safnahúsinu sem byrjaði fyrir jól. Einnig á komedíuleikhúsið að koma að undirbúningi menningarviðburða í Ísafjarðarbæ og taka þátt í viðburðum sem menningarmálanefnd ákveður.
Þetta er mikil viðurkenning fyrir það mikla og góða starf sem Komedíuleikhúsið hefur unnið á undanförnum árum.
Það er von mín að þessi fjárhæð komi til með að styrkja starfið hjá leikfélaginu sem muni verða til þess að leikhúsið dafni og setji skemmtilegan svip á menningarlíf bæjarfélagsins.
Ég hef rætt við Elfar Loga um að koma að því að skapa skemmtilega miðbæjarstemmingu þegar vel viðrar á sumrin. Einnig að koma að því að setja upp leikstykki við Byggðasafnið þegar skemmtiferðaskip eru í höfn á sumrin. Vonandi verður af þessum atburðum í sumar.
Ég bind vonir við að þessi samningur muni verða til þess að leikhúslíf muni dafna og vaxa enn meir í framtíðinni.
Bloggar | Breytt 11.3.2007 kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 13:43
Íslandsglíman á Vestfjörðum
Á morgun laugardag fer fram þriðja, og jafnframt síðasta umferðin, í Íslandsglímu í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslandsglíman fer fram á þessu svæði og er því um að ræða stóran viðburð í vestfirsku íþróttalífi.
Ég hvet alla til að mæta og líta á þetta glímumót á Torfnesi á morgun, laugardag. Hvetja Harðverja sem eru að keppa um verðlaun á þessu móti.´
Áfram Hörður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 13:17
LS og kennarar ná saman!
Nást hafa samningar á milli launanefndar sveitarfélaga og kennara sem gerir ráð fyrir ums 6% launahækkun til loka maí 2008.
Sitt sýnist hverjum um þennan samning þegar maður les blogg um hann hér á netinu.
Ég er ánægður með að þessir aðilar hafi náð saman um þessa hluti. Það skiptir nú máli að setjast strax niður og byrja að ræða næsta samning og einnig framtíðina í skólastarfi á landinu. Það er nauðsynlegt að sveitarfélög og kennarar byrji strax að ræða saman um hver sé framtíð skólastarfsins.
Til hamingju með að ná þessum samningum en ég veit vel að þetta er aðeins byrjunin á löngu ferli sem við verðum að byrja strax á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar