Leita í fréttum mbl.is

Stuðmannaframboðið verður eflaust kallað Íslandsframboðið!

Nokkrir bloggarar, m.a. denni og Hanna Birna, eru að velta fyrir sér framboði Margrétar Sverrisdóttur, Ómars Ragnarssonar og Jakobs Frímanns sem gárungarnir voru nú farnir að kalla Stuðmannaframboðið.

Það hefur einhver fylgikona Margrétar skráð lénið Íslandslistinn.is á netinu og kemur fram í bloggi Tómas Ha hver það er og hvernig menn tengja það við Margréti. 

Það er ekkert smá nafn! 

Var ekkert annað laust?

Það verður gaman að sjá hvort þetta rætist allt saman hjá þeim. 

Ég hef ekki trú á því að þetta framboð taki fylgi frá Sjálfstæðisflokknum.  Það mun að öllum líkindum taka sitt fylgi frá VG en stóra spurningin er í raun sú hvort að umhverfisverndarsinnar séu ekki búnir að finna sig í VG og vilji ekki fara þaðan, á slíkt bendi stjórnmálafræðingur hjá morgunblaðinu á um daginn þegar nýjast könnunin var kynnt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband