8.3.2007 | 16:10
Andlát
Torfi Tómasson stórkaupmaður lést á landspítalanum 6. mars sl.
Torfi er betur þekktur í sundheiminum sem Torfi í speedo - þar sem hann var umboðsmaður speedo sundfatnaðar frá árinu 1963 til ársins 2006.
Torfi var stórmenni í íslensku sundlífi en hann var formaður sundfélagsins Ægis á árunum 1956 - 1966. Síðar var hann formaður sundsambands Íslands og stjórnarmaður í Ólympíunefnd Íslands og fór sem fararstjóri á tvenna Ólympíuleika.
Torfi var ávallt mikill stuðningsmaður sundíþróttarinnar í landinu.
Mikill maður er fallinn frá - blessuð sé minning hans!
Ég votta fjölskyldu Torfa samúð mína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 15:51
Leiðari morgunblaðsins í dag
Leiðari morgunblaðsins í dag fjallar um atvinnuástandið á Vestjörðum.
Þegar ég fjallaði um atvinnumál í ræðu minni á síðasta bæjarstjórnarfundi fjallaði ég meðal annars um það sem leiðarinn fjallar um.
Það þýðir samt ekki að við verðum að greina vandann áður en við ráðust á hann. Umræður um málið m.a. á borgarafundinum á sunnudaginn mun, að mínu mati, koma að góðu gagni við að greina vandann þannig að við í sameiningu getum ráðist að rótum hans og komið ástandinu i betra horf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 14:59
Borgarafundur - lifi Vestfirðir!
Á sunudaginn kemur kl. 14 verður haldinn opinn borgarafundur um atvinnumál á Vestfjörðum í hömrum.
Fundurinn ber yfirskriftina Lifi Vestfirðir
Ég fagna því að þessi fundur sé haldinn og vona að íbúar fjölmenni og láti í ljós skoðun sína á þessu mjög svo mikilvæga málefni.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sameinaðist á síðasta fundi sínum um tvær ályktanir um þessi mál. Annarsvegar var það tillaga okkar meirihlutamanna sem er þannig:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögur bæjarráðs vegna atvinnumála. Þess er krafist af hálfu bæjarstjórnar að ríkisstjórnin bregðist við þessum tillögum nú þegar enda fjalla þær um átak í málaflokkum sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að vinna. Flutningur 100 opinberra starfa á tveimur árum til byggðakjarnans Ísafjarðar er í samræmi við samþykkta stefnu ríkisstjórnarinnar. Stefnu sem ekki hefur verið unnið eftir heldur hefur opinberum störfum þvert á móti fækkað á undanförnum árum á sama tíma og þeim fjölgar í höfuðborginni.
Tilvera framleiðslufyrirtækja á Vestfjörðum byggir á því að hægt sé að flytja hráefni að og frá. Þar er flutningskostnaður farinn að hamla verulega, svo verulega að fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði telja kostnaðinn alvarlega ógnun við starfsemi þeirra. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur lífsnauðsynlegt fyrir vestfirskar byggðir að ríkisstjórnin jafni flutningskostnað þannig að fyrirtækin séu jafnsett hvað þann þátt rekstrarins varðar.
Þessi tillaga var samþykkt 9-0
Tillaga minnihlutans var svohljóðandi:
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill í tilefni af síðustu atburðum í atvinnumálum bæjarins lýsa yfir áhyggjum af stöðu atvinnulífs á svæðinu og hvetja til sameiginlegs átaks ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja til eflingar atvinnulífi og byggð á Vestfjörðum.
Ákvörðun stjórnenda Marels hf. að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði frá og með 1. september næstkomandi er mjög alvarleg atlaga að atvinnulífi bæjarins. Í rúma þrjá áratugi hefur á Ísafirði verið þróun framleiðsla á rafeindabúnaði í tengslum við fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu á Vestfjörðum. Margþætt reynsla og þekking hefur verið byggð upp í þessu samstarfi, sem fram kom meðal annars í hinum víðþekktu Póls-skipavogum og fleir framleiðsluvörum byggðu á hugviti og framtaki heimamanna. Fyrir réttum þrem árum keypti Marel hf. fyrirtækið Póls hf. á Ísafirði og ári síðar voru félögin sameinuð. Með því eignaðist Marel hf. þróunarvinnu og þekkingu sem byggst hafði upp á löngum tíma hér á Ísafirði. Fyrir þremur árum lýstu eigendur og stjórnendur fyrirtækisins því yfir að ekki stæði til að flytja starfsemina burtu úr bænum. Nú hefur annað komið á daginn og með ákvörðun sinni hafa forráðamenn Marels hf. brugðist vonum og trausti Ísfirðinga. Allt tal um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja eru orðin tóm.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að með lokun Marels hf. á Ísafirði sé vegið að undirstöðum atvinnulífs á staðnum og uppbygging iðnaðar á sviði hátækni og hugvits greitt þungt högg. Til að bregðast við þessu heitir bæjarstjórn á stjórnvöld að koma þegar í stað til liðs við íbúa Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum til að efla nýsköpun og rannsóknir sem veita munu nýjum verkefnum og nýjum atvinnutækifærum brautargengi. Miklir möguleikar eru á Vestfjörðum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, rannsókna á umhverfi, loftslagi og búsvæðum hafsins og iðnaði tengdum þeim greinum. Til að nýta þessa möguleika er nauðsynlegt að stjórnvöld beini fjármagni til þessara verkefna. Jafnframt þurfa bráðnauðsynlegar framkvæmdir í samgöngumálum og fjarskiptum að fá algeran forgang frá hendi ríkisvaldsins, til að brúa það bil sem myndast hefur í umhverfi fyrirtækja á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að algera hugarfarsbreytingu þarf og pólitíska samstöðu hjá ráðamönnum landsins til að snúa við óheillaþróun síðustu ára. Bæjarstjórnin hvetur alla stjórnmálaflokka til að styðja framkomnar tillögur heimamanna í atvinnumálum og stuðla þannig að eflingu byggðar á Vestfjörðum. Nú þarf stórátak í stað smáskammta. Segja má að loksins sé röðin komin að Vestfjörðum.
Þessi tillaga var einnig samþykkt 9-0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 15:33
Finna.is!
Í síðustu viku sendi starfsmaður Ísafjarðarbæjar út tölvupóst til fyrirtækja innan Ísafjarðarbæjar sem fól í sér tilboð á þjónustu sem Finna.is veitir.
Hefur þessi tölvupóstur síðan komið af stað nokkrum umræðum á vef bb.
Um var að ræða tilboð sem barst Ísafjarðarbæ frá fyrirtæki sem heitir Finna.is. Það fyrirtæki er dótturfyrirtæki EcWeb sem gerði heimasíðu Ísafjarðarbæjar.
Tilboðið fól í sér að fyrirtæki í Ísafjarðarbæ myndu fá verulegan afslátt á þjónustu Finna.is í gegnum vef Ísafjarðarbæjar. Þetta var áhugavert tilboð og því var það sent til allra þeirra fyrirtækja sem eru á skrá í bæjarfélaginu.
Finna.is bíður s.s. fyrirtækjum að senda sér almennar upplýsingar um fyrirtækið sem síðan verður sett inn á vefsíðu Ísafjarðarbæjar sem og heimasíðu Finna.is - er slíkt gert án greiðslu. Vilji hinsvegar fyrirtæki senda ítarlegri upplýsingar um starfsemi þess þá þarf að greiða fyrir slíkt.
Ég treysti eigendum fyrirtækja og rekstraraðilum stofnana alveg til að taka upplýsta ákvörðun um hvernig þeir koma sínu fyrirtæki og stofnun á framfæri. Þeir taka eflaust ákvörðun út frá mörgum þáttum og leita leiða til að gera það á eins hagkvæmastan hátt sem um leið nær til sem flestra væntanlegra viðskiptavina.
Það sem vakti fyrir starfsmanni Ísafjarðarbæjar, þegar hann sendi út tölvupóstinn, var að vekja athygli á tilboði sem hugsanlega einhverjir vildu nýta sér.
Þegar Ísafjarðarbær keypti heimasíðu af fyrirtækinu EcWeb var í þeim pakka, ásamt mörgum öðrum kerfum, beintenging við Finna.is og leit í fyrirtækjum og stofnunum sem hafa starfstöð í Ísafjarðarbæ.
Það var ljóst frá upphafi að sú tenging sem þar er með lágmarksupplýsingum um fyrirtæki og stofnanir mun verða í boði án greiðslu en allar ítarlegri upplýsingar sem fyrirtæki vildu koma á framfæri væri háð taxta Finna.is.
Það er erfitt að halda úti fullkominni skrá um fyrirtæki án ábendinga um leiðréttingar frá fyrirtækjum og stofnunum sjálfum. Bera saman Súðavík og Ísafjörð í þessu sambandi er ekki hægt, fjöldi fyrirtækja og stofnana í Ísafjarðarbæ er umtalsverð fleiri en í Súðavík.
Það er von mín að fyrirtæki í Ísafjarðarbæ sjái sér fært að senda lágmarksupplýsingarnar inn þannig að sú skrá sé að minnsta kosti rétt. Annað bið ég ekki um - ef fyrirtæki sjá sér ekki hag í því að borga fyrir að hafa fleiri upplýsingar inn á vef Finna.is þá bara gera þeir það ekki, svo einfalt er það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 09:32
Björgunarmiðstöð!
Á bæjarstjórnarfundi í gær var til umfjöllunar tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að fela bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi að hefja viðræður við sýslumanninn á Ísafirði og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu um möguleika á byggingu á sameiginlegri björgunarmiðstöð.
Þessi hugmynd er upprunarlega komin frá Sigríði Guðjónsdóttur, fyrrum sýslumanni í Ísafjarðarsýslu. Hugmyndin er s.s. sú að byggja björgunarmiðstöð þar sem lögreglan, slökkvilið og slysavarnarfélagið hefðu sameiginlega aðstöðu.
Mér finnst þetta mjög spennandi því ljóst er að lögreglan þarf að byggja sér nýja aðstöðu eða leita leiða til að stækka núverandi aðstöðu. Það þarf að fara út í verulegar og dýrar framkvæmdir við endurbætur og lagfæringar á núverandi slökkvistöð. Því ekki að nota þá tækifærið og athuga hvort að þessir aðilar gætu ekki sparað sér umtalsverðar fjárhæðir og byggt hús sem gæti verið björgunarmiðstöð Ísafjarðarbæjar - ef ekki Vestfjarða - í framtíðinni.
Þetta mál er á byrjunarstigi og tillagan á bæjarstjórnarfundi í gær var sett fram til að koma málinu af stað. Tillögunni var vísað til frekari umræðu í bæjarráði í næstu viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2007 | 09:23
Meira um samningin við Símann ehf!
Á bæjarstjórnarfundi í gær voru símamálin til umfjöllunar. Þar var lögð fram tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að athuga með uppsögn á samningum við Símann ehf.
Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Næstu daga mun það verða athugað, hvort og þá hvernig, önnur símafyrirtæki geti þjónustað Ísafjarðarbæ.
Það eru ekki nema rétt tæpar þrjár vikur síðan fulltrúar Ísafjarðarbæjar skrifuðu undir samning um símaþjónustu við Símann ehf. Þegar sú undirritun var gerð þá var það gert í mjög góðri trú um að fyrirtækið ætlaði að halda áfram uppbyggingu á starfsstöð fyrirtækisins hér á Ísafirði. Það hafa þeir ekki gert, heldur þvert á móti, dregið úr starfseminni hér. Það er mín skoðun að framkoma fyrirtækisins sé ekki til þess fallinn að viðskipti við það séu fýsileg og því ber að hætta þeim og leita að samningum við annað fyrirtæki, þó að það kynni að hafa í för með sér kostnaðaraukningu fyrir bæjarsjóð.
Það mun svo koma í ljós á næstu dögum eða viku - við hvaða fyriræki verður samið um símaþjónustu við Ísafjarðarbæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 08:46
Uppsagnir hjá Símanum ehf!
Nú hefur Síminn ehf sagt upp þréttánda starfsmanni sínum síðan 2002 hér á Vestfjörðum.
Í gærmorgun komu hingað tveir einstaklingar frá höfuðstöðvum fyrirtækisins og áttu fund með starfsmönnum tæknisvið hér á Ísafirði. Eftir þann fund var búið að segja upp tveimur starfsmönnum, annar með 22 ára starfsreynslu og hinn með 15 ára starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Ástæðan - léleg verkefnastaða hér á svæðinu.!
Það eru liðnar rétt 2 vikur síðan ég sat fund með framkvæmdarstjóra fyrirtækjasviðs Símans hér á Ísafirði. Ástæða fundarins var sú að Ísafjarðarbær hafði undirritað samning við Símann ehf, svokallaðan Ríkiskaupasamning. Á þeim fundi kom það skýrt fram að ekki stæði til að breyta neitt starfsemi Símans hér á svæðinu í fyrirsjáanlegri framtíð.
Þetta kallar maður að standa við gefin orð - eða þannig!
Yfirmönnun Símans hefði verið í lófa lagið að haga starfseminni þannig að hingað væru flutt aukin verkefni sem hefði getað komið í veg fyrir þessar uppsagnir og einnig flytja hingað verkefni sem hæglega er hægt að vinna hvar sem er og hefði getað leitt til fjölgunar starfsfólks þeirra á svæðinu.
Þegar Ísafjarðarbær ákvað að skrifa undir samninga við Símann ehf., á grundvelli þess samnings sem hefur verið nefndur Ríkiskaupasamingurinn, var það gert í góðri trú um að fyrirækið myndi efla sína starfsemi hér á svæðinu í framtíðinni og reynast öflugur hluti af fyrirtækjaflóru samfélagsins.
Nú hefur það komið í ljós að Síminn hefur ekki í hyggju að standa við gefin orð og þess vegna mun ég næstu daga meta það hvort ekki sé í raun tilefni til að segja umræddum samningi upp og róa á önnur mið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2007 | 14:05
Netlögregla!
Vil bara benda á frétt á visi.is
Steingrímur J. vill stofna netlögreglu til að sporna við klámi og annarri óáran!
Ég segi nú bara eins og Guðmundur Steingrímsson - "Björn Bjarnason og hans leyniþjónustur fölna í samanburðinum"
Hvað finnst ykkur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar