Leita í fréttum mbl.is

Losun gróðurhúsalofttegunda úr olíuhreinsistöð

Það hefur verið mikið rætt í fjölmiðlum að undanförnu, hversu mikið olíuhreinsistöð mun losa af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. 

Það hefur verið rætt við umhverfisverndarsinna sem segja að losun þessara lofttegunda sé um 100 þús tonn á hverja milljón tonna sem unnið er af olíu í stöðinni.  Í gær kom svo Umhverfisráðherra og sagði ef það væru réttar tölur þá myndi slík stöð ekki rúmast innan losunarheimilda Íslands samkvæmt Kyoto bókuninni. 

Fulltrúar íslensks hátækniiðnaðar sögðu í vikunni að losunin um 50 þús. tonn en í frétt á bb.is í dag kemur fram að losunin séum 30 þús. tonn í þeim fullkomnustu stöðvum sem í dag væri verið að reisa.  Var þar haft eftir fulltrúa Línuhönnunar sem er að vinna fyrir íslenskan hátækniiðnað og fjárfestingastofu um hagkvæmni þess að svona stöð rísi hér á landi.

Hverju á maður svo að trúa - fulltrúum umhverfisverndar, sem ekki vilja sjá svona stöð, eða fulltrúum fyrirtækisins, sem vilja svona stöð.

Það væri óskandi að báðir þessir aðilar geti nú komið sér saman um það að láta fara yfir þessar tölur og segja hver losunin sé í raun og veru frá svona stöð - ein tala sem báðir aðilar stæðu á bakvið.  Það væri þá hægt að sækja um ákveðna losun og þá væri hægt að taka ákvörðun um hvort að við viljum svona stöð hingað vestur eða inn í landið yfir höfuð.

Þetta er s.s. eitt af þónokkur mörgum þáttum sem þarf að athuga áður en ákvörðun um slíka stöð verður tekin.  Fjórðungssambandið er að láta taka saman fyrir sig ýmis gögn í málinu sem verða vonandi kynnt í byrjun september.


Reykjavíkurmaraþon Glitnis

Er í Reykjavík þessa stundina til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis.  Ég setti mér það markmið í byrjun sumars að hlaupa hálfmaraþon í þessu hlaupi og ég náði þessu markmiði í morgun.

Ég hljóp s.s. 21 km í morgun á tímanum 1:59 og er alveg sáttur við það þá maður vilji nú alltaf gera betur.  Ég byrjaði full hratt og var nánast búin á því þegar ég sá 11km á skildi við veginn.  Þrjóskan kom upp í mér og áfram hljóp ég, líkaminn vildi nú gefast upp á tímabili en hugurinn sagði NEI og hugurinn vann.  Verð nú að viðurkenna að það var erfitt fyrir hugann þegar eldri karlmenn og konur sigu framúr mér á leiðinni, var gráti næst þegar um 70 karlmaður skokkaði svakalega létt framúr mér og ég fékk það á tilfinninguna að ég væri í raun stopp.

Ég er sáttur við að ljúka þessu hlaupi og mun koma aftur að ári og reyna að gera enn betur.

Það er viss stemming í þessu hlaupi.  Rúmlega 2000 manns voru ræstir samtímis í 21 km og 42 km og létt var yfir mannskapnum í blíðskaparveðri.

Nú ætla ég að skella mér niður í bæ til að soga í mig menningu borgarinnar - úti er menningarnótt og veðrið er yndislegt.

Góða helgi! 

 


Til hamingju Vesturbyggð

Nú er bara vonandi að þetta komi til með að verða að raunveruleika, séu öllum lagaákvæðum fylgt - hvort sem það verði byggt í Landi Hvestu í Arnarfriði eða á Söndum í Dýrafirði - sem er sá staður sem einnig kom til greina eftir frumathugun.

Fjórðungssamband Vestfirðinga er að vinna að þessu máli og mun skila af sér skýrslu í september.  Niðurstaða þeirra skýrslu verður vonandi síðan kynnt á opnum fundi með íbúum bæjarfélagana tveggja (Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar).

Vesturbyggð hefur nú hafið skref í átt að því að stöðin geti risið í landi Hvestu og vil ég óska þeim til hamingju með það.


mbl.is Leyfa byggingu olíuhreinsistöðvar í Arnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akstur utan vega

Nú er vegurinn um Öldugilsheiði yfir í Leirufjörð aftur kominn í fréttirnar - nú vegna aksturs jeppabifreiðar yfir hann sem síðar lendi í ógöngum í Leirufirði, samkvæmt þessari frétt á bb.is.

Mikið hefur nú verið rætt og ritað um þennan blessaða slóða.  Ég hef ritað um það hér að ég vil að sá sem hann gerði lagfæri landið eftir sig og sjái sóma sinn í því að framkvæma það tafarlaust. 

Sá sem þennan slóða gerði hefur lokað leiðinni með hliði - hann hefur síðan einn lykil að því. Eitthvað virðist hliðið hafa opnast því umrædd jeppabifreið komst yfir heiðina og komst síðan í ógöngur í Leirufirði.  Samkvæmt fréttinni hefur síðan eigandi bifreiðarinnar fengið til sín stórvirkar vinnuvélar til aðstoðar við að losa hann úr drullu sem hefur eflaust haft í för með sér mikið jarðrask á þessum slóðum.

Orðið vegur er skilgreint í 2.gr. umferðarlaga nr.50/1987.  Samkvæmt því er vegur: vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðarstæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar.  Í vegalögum nr. 45/1994 er skýrt tekið fram hvað séu vegir.  Í 7.gr. laganna segir að þjóðvegir séu þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar og upp eru taldir í vegaáætlun, safnvegaáætlun og landsvegaskrá.  Ekki er litið á að vegaslóðar, sem hafa orðið til vegna aksturs utan vega, teljist til vega, því er akstur á slíkum vegslóðum bannaður.

Einnig má benda á að í 2.gr. reglugerðar nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum kemur fram að allur akstur utan vega og merktra slóða þar sem náttúruspjöll geta hlotist af er bannaður.  Með náttúruspjöllum er meðal annars átt við spjöll á gróðri, jarðvegum og jarðmyndunum, myndun nýrra slóða, hvort sem er á grónu landi, þar með töldu mosavöxnu landi, eða ógrónu og skiptir ekki máli hvort líkur eru á varanlegum skaða eða tímabundnum.

Svona akstur á að kæra hiklaust.  Svona atferli á ekki að líðast og því ber bæjaryfirvöldum að kæra þann einstakling sem er eigandi umræddar bifreiðar - þar sem hann ber ábyrgð á ökutækinu.  Nú er bara að finna það út hver á umrædd ökutæki og kæra hann fyrir akstur utan vega.


Veðurfréttir í sjónvarpinu

Hafið þið tekið eftir því að veðurfréttamenn standa alltaf fyrir yfirlitsmyndinni af Austurlandi þegar þeir segja fréttir af veðrinu í sjónvarpinu!

 


Sumarfríið!

Nú hef ég verið í sumarfríi í þrjár vikur og því hefur ekki verið mikið um færslur á síðuna.

Fjölskyldan ferðaðist um landið - við heimsóttum austur-, norður- og suðurlandið. 

Það er ávallt gaman að ferðast og skoða landið en synd hversu dýrt það er orðið.

Við fengum alveg ágætisveður en ég held samt að besta veðrið hafi verið hér á Vestfjörðum í sumar.

 

Nú mun ég hefja að nýju skrif á síðuna eftir þetta sumarfrí.

 


Blessuð sé minning hans

Ég votta fjölskyldu hans og ættingjum mína samúð.

Blessuð sé minning þessa merka manns


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já - það var ekkert annað!

Það er fagnaðarefni að ráðist í tvenn göng á svipuðum tíma hér á Vestfjörðum - ef þetta á að verða niðurstaðan þá held ég að menn þurfa að taka sig á.  Það þarf að gera rannsóknir, hanna göngin og margt fleira sem getur tekið drjúgan tíma.

Ég fagna þessu en segi að ég hefði einnig vilja sjá að farið yrði undir Dynjandisheiði - en ekki yfir hana eins og gert er ráð fyrir.  Það er mitt mat að stefni beri að því að fara undir heiðina en ekki yfir hana.

Þetta er flott - nú bíður maður eftir að önnur ráðuneyti tilkynni í hvaða framkvæmdir eigi að ráðast í á þeim svæðum sem verða verst úti við skerðingu þorskkvótans.

Koma svo!


mbl.is Vegaframkvæmdum fyrir 6,5 milljarða verður flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband