Leita í fréttum mbl.is

Þjónustustig landsbyggð vs höfuðborgarsvæðið

Já víða er þjónustustigið slæmt fyrir utan höfuðborgarsvæðið en víða er það líka mjög gott.  Slæmt þykir mér þegar blaðamaður alhæfir svona um þjónustustig allstaðar á landsbyggðinni.  Það er eins og fólk sé í slæmum málum ef það veikist eða slasast þegar það ekur fram hjá Borgarnesi eða Selfossi. 

Það var nú í byrjun þessarar viku að Ragnheiður Ríkarðsdóttir var að gagnrýna stöðu mála í sjúkraflutningum í Mosfellsbæ - þar telur hún að of mikill tími fari í það að bíða eftir sjúkrabíl - má ekki segja að það sé einnig slæmt þjónustustig - eða hvernig skilgreinir blaðamaður það - eingöngu út frá því hversu margir sjúkraflutningsmenn séu til taks. 

Það má að mínu mati má setja meiri fjármuni í það að mennta einstaklinga til sjúkraflutninga, einnig má gera betur í því að borga þessum einstaklingum laun fyrir sína vinnu - víða eru þeir að hlaupa úr vinnu til að sinna þessu - oft án þess að þiggja krónu fyrir.  Má þá spyrja sig hvernig eru með tryggingar þessara manna ef eitthvað kemur fyrir - eru þeir tryggðir.

Hér í Ísafjarðarbæ er það þannig að vakt er á slökkvistöðinni frá 08 - 16 á daginn, eftir það er bakvakt.  Fá þeir greitt fyrir bakvaktirnar og einnig fyrir útköllin sem berast eftir fjögur.  Á Þingeyri er einnig sjúkrabill.  Þar eru einstaklingar sem ekki eru á bakvakt og þeir eru, því miður, ekki að fá greitt fyrir þau útköll sem þeir sinna - á hvaða tíma sólarhrings sem þau eru. 

Það má laga margt í þessum málaflokki en það er einnig vel að þessu staðið víða, það er hæft fólk sem er að vinna að þessum málum víðar en á höfuðborgarsvæðinu.

Viðbætur, skrifaðar 6.júlí.

Eftir að hafa sett þetta inn á vefinn hefur mér verið tjáð að það er einn einstaklingur í hlutastarfi á Þingeyri og fimm sem fá greidd fyrir útköll.  Það er ávallt miðað við að tveir fari í útköll.  Ég bið hlutaðeigandi velvirðingar á þeim fölsku skrifum mínum sem koma fram í blogginu.


mbl.is Sjúkraflutningamenn oft einir á ferð með sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skerðing þorskkvóta - mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Var að lesa frétt á visi.is þar sem er fullyrt að ekkert nýtt fjármagn komi frá ríkissjóði til að treysta innviði þeirra sveitarfélaga sem verða hvað verst úti þegar skerðing verður á þorskkvóta.  Það er s.s. verið að ræða um að flýta framkvæmdum hér svæðinu, framkvæmdum í vegamálum og fjarskiptamálum aðallega.  Já - þetta eru allt framkvæmdir sem hafa verið settar á vegaáætlun, framkvæmdir sem eru mjög skammt á veg komnar í hönnun og slíku - kannski fer fjármagnið í það að flýta þeirri vinnu þannig að hægt væri að byrja á sjálfum vegunum.

Er þá um flýtingu Óshlíðarganga um að ræða - hvað með aðrar framkvæmdir - á að flýta leið B á Barðaströnd - hvað um tengingu á milli suður og norður Vestfjarða - hvað með sameiningu Rarik og Orkubússins með höfuðstöðvar á Ísafirði, hvað með allt það sem kemur fram í Vestfjarðarskýrslunni og hvað með allar þær hugmyndir sem hafa komið fram í gegnum tíðina til að bæta atvinnuhorfur hér vestra.  Hvað með að fella niður skuldir sveitarfélaga vegna félagslega húsnæðiskerfisins og svo mætti nokkuð halda áfram.

Allt eru þetta hugmyndir sem vel er hægt að framkvæma - það þarf bara vilja og fjármagn til að framkvæma þessa hluti.

Nýtt fjármagn þarf inn til þeirra sveitarfélaga sem verða hvað verst úti þegar til skerðingar á þorskkvóta kemur - nýtt fjármagn sem sveitarfélög geta notað til að horfa til framtíðar.

 


Vona að svona sé ekki víðar!

Þetta er náttúrulega bara hneyksli - ekkert annað - vona að svona sé ekki farið með fatlaða einstaklinga sem eru í unglingavinnunni hér í Ísafjarðarbæ. 

Ætla að kanna málið!

Svona gerir maður bara ekki


mbl.is Fötluð ungmenni fá ekki full laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um olíuhreinsistöð

Í dag, mánudag, fara þrír fulltrúar Ísafjarðarbæjar til Þýskalands og Hollands til að kynna sér tvær olíuhreinsistöðvar sem þar eru.  Fulltrúarnir eru Halldór Halldórsson, Svanlaug Guðnadóttir og Sigurður Pétursson.  Einnig eru með í för fulltrúar Vesturbyggðar og einnig erlendir og innlendir ráðgjafar sem eru að vinna að skýrslu um ýmislegt er viðkemur slíku mannvirki.

Dagskrá heimsóknarinnar er mjög stíf - eiga þeir að hitta fulltrúa stjórnenda olíuhreinsistöðvanna, forsjársmenn sveitarfélaga sem hafa slíkar verksmiðjur í sínu sveitarfélagi, ráðgjafa í umhverfismálum, íbúa og fl og fl.   

Eftir heimsóknina eigum við í bæjarstjórn þessara tveggja byggðalaga að fá skýrslu um ferðina.  Ég bíð í raun spenntur eftir henni.  Satt best að segja veit ég voðalega lítið um hvað olíuhreinsistöð er, nema það sem ég hef kynnt mér á netinu.  Ég sé að nokkuð hefur verið skrifað um málið í fjölmiðlum síðustu misseri.  Í sunnudagsblaði morgunblaðsins var einmitt ein grein þar sem rakið var ýmislegt um neikvæða hlið á slíkum rekstri.  Svo hef ég lesið nokkrar greinar þar sem verið er að dásama þessari tegund fyrirtækis.  Þannig að það er greinilegt að sitt sýnist hverjum.

Ég hitti einn einstakling um daginn sem er að vinna að skýrslu um staðarval fyrir þetta fyrirtæki -  ég var svona að forvitnast hjá honum hvernig væri tekið á móti honum á ferðum sínum um bæjarfélagið, þar sem hann er að taka út staði osfrv.  Sagði hann að yfir heildina væri tekið vel á móti honum, sumir neituðu honum um að skoða, aðrir vildu ólmir sýna honum allt og í raun meira en hann vildi sjá.  Eitt sagði hann mér reyndar að flestir vildu fá þetta fyrirtæki hingað á Vestfirði en ekki á túnið hjá sér.

Ég hef sagt það hér að vil að þetta sé skoðað.  Vil að við skoðum þetta vel og vandlega og ræðum þetta ítarlega áður en við ákveðum hvað við viljum.  Það sem kannski vantar í dag eru upplýsingar til almennings - með og á móti.  Vantar upplýsingar um hvernig þessi mál standa, hver er að vinna hvað við þetta.  Hvaða fyrirtæki eru þetta sem vilja setja þetta upp hér, hver er þeirra saga og hver er þeirra framtíðarsýn osfrv.  Mig vantar bara upplýsingar og ég veit að svo er með fleiri.

Þegar rætt er um 500 störf sem gætu haft áhrif á margt hér í mannlífinu finnst mér ekki hægt að slá hendinni strax á móti slíku án þess að athuga hvað þetta er og hvaða áhrif það hefur á lífið hér, bæði góð og slæm.

Það eru margir að spyrja mig hvaða skoðun ég hafi á þessu máli - hvort ég vilji þetta eða ekki.  Ég segi eftir að ég hef fengið upplýsingar um málið þá mun ég taka ákvörðun um hvort ég vil þetta eða ekki.

Þannig að ef þið lesið eitthvað áhugavert um þetta þá endilega bendið mér á slíkt - hjálp við upplýsingsöfnun er vel þegin.


Skerðing verður á þorskkvóta næsta fiskveiðiár

Þessi orð lét Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, falla á fundi hér á Ísafirði í kvöld en ekki lét hann uppi hversu mikil skerðingin yrði.

Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verði 130 þús. tonn sem er 33% skerðing frá núverandi kvóta.  Sé farið eftir ráðum Hafró myndi það þýða að þjóðarbúið yrði af um 15-20 milljarða tekjum á næsta ári.  Reyndar hefur Hafró nú sagt í nokkur ár að við séum að veiða of mikið og fiskifræðingur hjá Hafró sagði í þætti á Rúv á sunnudag að í raun væri 130 þús. tonn of mikið, 100 þús. tonn væri nær lagi.

Hagfræðistofnun kynnti í dag niðurstöður rannsóknar sem stofnunin hefur unnið að á efnahagslegum áhrifum samdráttar á heildarafla á fiskimiðum og breytingar á þeirri aflareglu sem fiskveiðistjórnunin hefur byggst á.  Einar Kr. kom aðeins inn á skýrsluna á fundinum í kvöld.   Í skýrslunni segir að 45% af efnahagskerfi Vestfjarða kemur frá sjávarútvegi og er þorskurinn mjög stór hluti þess eða t.d. 60% af efnahagskerfi Bolungarvíkur, 35% af efnahagskerfi Ísafjarðar osfrv.

Ef farið yrði að ráðleggingum Hafró myndi það þýða mikla skerðinga tekna fyrir byggðalög á Vestfjörðum, það mikla að ég leyfi mér að efast að þau myndu þola slíkt.  Einar Kr. fór yfir það á fundinum að skýrsla Hagfræðistofnunar hefði verið kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun.  Fór hann yfir það að ljóst er að ef það yrði farið eftir tillögum Hafró yrði að koma til mótvægisaðgerða fyrir þau svæði sem yrðu hvað verst úti.  Skýrsla Hagfræðistofnunar sýnir skýrt hvaða svæði um ræðir. 

Einar lagði á það mikla áherslu á fundinum að skerðingin yrði tímabundin ákvörðun og sagði að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar yrðu í raun þrennskonar.

1. Þetta er tímabundin ákvörðun - Byggðastofnun yrði gert kleift að bregðast við vanda fyrirtækja á meðan á henni stendur. 

2. Sveitarfélögum myndi verða gefið rými til að ráðast í framkvæmdir

3. Farið yrði í það að byggja upp grunngerðir samfélagana með t.d. áherslu á að auka menntunarstig þeirra, bæta vegasamgöngur og framkvæmdum við háhraðatengingar yrði flýtt.

Já - þannig lítur það út.  Það eru ekki nema rétt tæpar tvær vikur síðan Einar Kr. var hér á ferð með Össuri, iðnaðarráðherra, og hittu þeir fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á fundi í Edinborg.  Það voru alveg skýr skilaboð frá þeim fundi að íbúar svæðisins vilja ekki neina ölmusu, vilja eingöngu að svæðið verði gert samkeppnisfært á við önnur svæði á landinu.  Það var alveg skýrt einnig á fundinum að bæjarstjórn gerði kröfu á hendur ríkisvaldinu að þeir sýndu vilja til verka og framkvæmdu eitthvað sýnilegt sem gerði það að verkum að almenningur fengi trú á svæðið.

Frá þessum fundi til dagsins í dag hefur nú ekki mikið gerst - ekkert hefur heyrst frá ríkisstjórninni um aðgerðir sem sýna að þeir hafa trú á Vestfjörðum.  Um 200 einstaklingar hafa verið að missa vinnuna undanfarna 3 mánuði og þau 80 störf sem Vestfjarðanefndin fjallaði um ná ekki upp í það.  Þau 50 störf sem koma fram sem hugmyndir, og fylgja með skýrslunni, ná ekki einu sinni að bæta atvinnumissin upp.  Fleira þarf að koma til, miklu meira.  Ríkisstjórnin þarf að sýna það að þeim er alvara með að byggja hér upp, sýna ibúum hér að við skiptum máli.  Hræddur er ég um að ef um 40 þús. manns misstu vinnuna á höfuðborgarsvæðinu á 3 mánuðum þá yrði eitthvað gert í hvelli.

Staðan er alvarleg - skerðing þorskkvóta hefur slæm áhrif byggð á Vestfjörðum og til mótvægisaðgerða þarf að koma, aðgerða sem skipta einhverju máli og færa íbúum hér aftur trúnna á samfélagið - eða eins og Halldór bæjarstjóri sagði á fundinum "aðgerðirnar verða að vega þungt".

Nú bíð ég óg bíð spenntur eftir því að sjá hvað Einar Kr. ætlar að leggja til mikla skerðing - til hvaða mótvægisaðgerða ríkisstjórnin ætlar þá að ráðast í í framhaldinu og hvort að þær aðgerðir vegi þungt.

 


Ótímabundin lokun Miðfells

Enn berast slæmar fréttir héðan frá Ísafjarðarbæ - lokun Miðfells og um 40 starfsmenn þess eru sendir heim á launum, í bili að minnsta kosti. 

Því miður þá kemur þessi frétt mér ekki á óvart þó ég vonaði svo sannarlega að ekki myndi koma til þessa. 

Ég lét mig dreyma um að fyrirtækið myndi ná að rétta úr kútnum og ná að halda velli þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður.  Sterk staða Krónunar og erfið staða á rækjumörkuðum er ástæða þess að forsjármenn fyrirtækisins taka þessa ákvörðun á þessum tímapunkti.  Heyrst hefur að nýtt fjármagn til fyrirtækisins og frysting lána hjá Byggðastofnun (eins og vestfjarðarnefndin setti fram í skýrslu sinni til forsætisráðherra) gæti orðið til þess að fyrirtækið myndi hefja vinnslu að nýju. 

Þetta með frystingu lána er eitt af þeim málum sem ég mun spyrja Einar Kristinn að á morgun en hann verður með fund hér á Ísafirði í dag, þriðjudag.

Það verður fróðlegt að heyra hvað Einar Kr. hefur um málið að segja.  Hann ásamt Össuri áttu að fylgjast með málum hér vestra fyrir hönd ríkisstjórnar. 

Í fyrramálið (þriðjudag) verður svo lögð fram skýrsla um þýðingu fyrir byggð í landinu ef kvótinn verður skorinn niður í samræmi við tillögur Hafró.  Verður fróðlegt að heyra hvað stendur í þeirri góðu skýrslu.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ályktaði á síðasta bæjarstjórnarfundi um þennan niðurskurð og í þeirri ályktun stendur meðal annars "...beinir bæjarstjórn þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að gripið verði þegar í stað til markvissra mótvægisaðgerða í þeim byggðum sem harðast verða úti vegna niðurskurðarins"

Nú er vonandi að á bæjarstjórn verði hlustað og eftir þessu verði farið svo við þurfum ekki að fá fleiri neikvæðar fréttir af atvinnumálum hér, það er komið nóg! 

 


Guðni Geir hættur í pólitík - Svanlaug nýr oddviti Framsóknar

Á bæjarstjórnarfundi í dag lá fyrir bréf frá Guðna Geir Jóhannessyni, oddvita framsóknarmanna, þar sem hann sagði sig úr bæjarstjórn þar sem hann er að flytja úr bæjarfélaginu.

Þakka vil ég Guðna fyrir samstarfið á liðnum árum - það samstarf hefur verið farsælt.  Gott hefur verið að hafa Guðna með sér í mörgum málum en einnig hefur það verið erfitt að hafa hann á móti sér í öðrum málum. 

Bæjarstjórn lét bóka þakkir til Guðna Geirs fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins á liðnum árum og óskaði honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Svanlaug Guðnadóttir er tekinn við sem oddviti Framsóknarmanna og mun taka við af Guðna sem formaður bæjarráðs.  Geri ég nú ráð fyrir því einnig að hún taki við formennsku í hafnarstjórn og einnig setu í stjórn Fjórðungssambandsins en þar hefur Guðni setið, s.s. nóg að gera hjá Svönu á næstunni.

 


Kvóti og aftur kvóti er ekki lausnin á byggðaþróun landsins

Alveg er ég sammála honum Elliða.  Meiri kvóti leysir engan vanda í byggðamálum þjóðarinnar.

Ég tel að styrkja beri grunngerð samfélagsins eins og vegagerð, fjarskipti og þjónustu við íbúana.  Þarna getur ríkisstjórnin komið að málum með því að koma þessum svæðum inn í 21.öldina í vegamálum og fjarskiptum og einnig með því að aflétta af sveitarfélögum þeim skuldum sem þau bera af félagslega húsnæðiskerfinu sem ríkið "þvingaði" sveitafélögin út í á sínum tíma.

Með þessu tel ég að hægt væri að stöðva þá þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum.  Dugar til að stöðva en ekki að snúa við - til að snúa við þarf kraft heimamanna að koma til og trú fjárfesta á svæðið.  Þegar það legst saman þá verður að mínu mati hægt að fjölga hér fólki sem mun leiða af sér að þjónusta verður mun betri.


mbl.is Nægur kvóti í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband