Leita í fréttum mbl.is

Sumarfrí bæjarstjórnar lokið

Á morgun, fimmtudaginn 6.sept., lýkur formlega sumarfrí bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.  Þá hefst fyrsti fundur eftir sumarfrí og má segja að dagskráin sé löng að venju.

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í fyrra var frekar langur fundur eða um 7 tímar.  Persónulega finnst mér slíkir fundir ekki skila miklu.  Það er búið að segja margsinnis sömu hlutina á slíkum fundi. 

Ég hef verið talsmaður þess að annað fundarform væri tekið upp á bæjarstjórnarfundum.  Sú leið sem Akureyringar fóru er leið sem mér gæti hugnast að yrði tekin upp hér.  Aðferðin er falin í því að oddvitar flokkana hittast með forseta bæjarstjórnar vel í tíma fyrir hver bæjarstjórnarfund og ákveðið er hvaða mál á að ræða á fundinum.  Þau mál sem ræða á gætu verið eitthvað úr fundargerð bæjarráðs eða eitthvað annað mál sem oddvitar kæmu sér saman um að ræða t.d. skipulagsmál, mál er brenna heitt á bæjarbúum hverju sinni eða til að taka á einhverju sem hefur komið upp osfrv.  Í dag er slíkt erfitt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar nema að viðkomandi bæjarfulltrúi geti fundið einhverja liði í fundargerð bæjarráðs eða nefnda til að ræða þau undir.  Oft er slíkt ekki hægt og því oft erfitt að tala um mál sem brenna mikið á bæjarfulltrúum hverju sinni.

Mér þætti gaman að athuga hvernig aðferð þeirra á Akureyri myndi koma út hér.  Tel sjálfur að hún væri til að stytta fundina og einnig að gera þá markvissari og hægt yrði að ræða um mál sem koma upp, þegar þau koma upp en ekki vikum seinna eins og hefur gerst hér.

Sjá má bæjarmálasamþykkt Akureyrarbæjar hér.   Vek sérstaklega athygli á II.kafla, 11.gr., 2.töluliður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fulltrúi fólksins

Allar hugmyndir sem stuðla að skjótari meðferð málum bæjarbúa ætti hiklaust að skoða gaumgæfilega.  Ég hugsa að það sé líka mjög þreytandi að sitja svona langa fundi, sama á hvaða vettvangi það er!

Fulltrúi fólksins, 5.9.2007 kl. 23:11

2 identicon

Til hamningju með tiltilinn,,afi". Kveðja og hamingjuóskir. Anna Dóra stolta frænka

Anna Dóra (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Fulltrúi fólksins

Ingi: Er hægt að nálgast fundi bæjarstjórnar á mp3 formi?

Fulltrúi fólksins, 7.9.2007 kl. 12:02

4 Smámynd: Ingi Þór Ágústsson

Sæll fulltrúi fólksins!

Það er hægt að nálgast upptökur af fundunum á heimasíðu Ísafjarðarbæjar - held að þær séu á real player formati.  Ef þér vantar eitthverjar sérstakar upptökur eða á öðru formi þá bendi ég þér að hafa samband við Pernillu skjalastjóra og/eða Valtýr kerfisstjóra bæjarins.

Ingi Þór Ágústsson, 7.9.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Fulltrúi fólksins

Takk fyrir upplýsingarnar...Góða helgi :)

Fulltrúi fólksins, 7.9.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband