Leita í fréttum mbl.is

Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga

Fjórðungsþing var haldið um helgina á Tálknafirði.

Dagskráin var spennandi en ég gat því miður ekki verið á þinginu en ég fylgdist með úr fjarska.

Ályktanir þingsins eru komnar á vefinn og má nálgast þær hér.

Það eru þarna nokkrar tillögur sem stjórn þarf að fara að vinna í strax nú eftir þingið. 

Má þar nefna fyrst tillögu um að stofna Háskóla Vestfjarða strax. 

Í - listinn hefur farið mikinn í dag í því að segja frá því að þeir hafi nú átt hugmyndina af því að þessi tillaga kom fram á þinginu en gleyma því að þetta hefur verið baráttumál nokkuð lengi og m.a. stendur um þetta í málefnasamningi D - B-lista Ísafjarðarbæjar "Tryggja þarf Háskólasetri Vestfjarða nægjanlegt fjármagn svo það hafi fjárhagslega burði til að þróast í öflugan og fullburða háskóla". 

Krafan um Háskóla kom einnig fram á þingmannafundi sl. fimmtudag þegar bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar áttu fund með þingmönnum kjördæmisins.  Þetta staðfestir Sturla Böðvarsson í viðtali í fréttum útvarps í morgun, hlusta má að viðtalið hér.  Þar kom fram einhver leiðinlegur misskilningur í einum þingmanni er hann sagði að ástæða þess að Háskóli væri ekki búið að stofna hér væri vegna óeiningar einstaklinga hér vestra.  Ekki kannast ég við að slík óeining hefði eða væri fyrir hendi hér.  Það hefur hinsvegar verið ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki viljað ljá máls á stofnun Háskóla hér.  Stefna ríkisstjórnarinnar hefur frekar verið sameining fremur en fjölgun þeirra.  Nú í sumar sagði Ingibjörg Sólrún að stefnan væri stofnun Háskólasetra víðsvegar um landið en ekki stofnun Háskóla. 

Nú er bara að vona að ríkisstjórn landsins sýni sama dug og ríkisstjórnin sýndi árið 1987 þegar hún stofnaði Háskóla á Akureyri.  Ekki var sá skóli stór í upphafi en hefur síðan vaxið og dafnað og er stórt byggðamál fyrir allt Norðurland.

Krafan er Háskóli á Vestfirði.

Annað mál sem er einnig stórt er sú ákvörðun þingsins að hvetja sveitarfélög til að vinna sí - og endurmenntunaráætlanir fyrir starfsmenn sína.  Þetta er mál sem ég hef talað um fyrir í nokkurn tíma.  Þessi mál eru því miður ekki í nægjanlega góðum farvegi hjá Ísafjarðarbæ.  Um er að ræða að stefnan verði mörkuð með Fræðslumiðstöð Vestfjarða og sveitarfélögin setji fjármuni í það að mennta starfsfólk sitt enn frekar og gera því kleift að rækta sig enn frekar í starfi.

Því verður nóg að gera í stjórn sambandsins á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband