Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Blessuð sé minning hans

Ég votta fjölskyldu hans og ættingjum mína samúð.

Blessuð sé minning þessa merka manns


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já - það var ekkert annað!

Það er fagnaðarefni að ráðist í tvenn göng á svipuðum tíma hér á Vestfjörðum - ef þetta á að verða niðurstaðan þá held ég að menn þurfa að taka sig á.  Það þarf að gera rannsóknir, hanna göngin og margt fleira sem getur tekið drjúgan tíma.

Ég fagna þessu en segi að ég hefði einnig vilja sjá að farið yrði undir Dynjandisheiði - en ekki yfir hana eins og gert er ráð fyrir.  Það er mitt mat að stefni beri að því að fara undir heiðina en ekki yfir hana.

Þetta er flott - nú bíður maður eftir að önnur ráðuneyti tilkynni í hvaða framkvæmdir eigi að ráðast í á þeim svæðum sem verða verst úti við skerðingu þorskkvótans.

Koma svo!


mbl.is Vegaframkvæmdum fyrir 6,5 milljarða verður flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónustustig landsbyggð vs höfuðborgarsvæðið

Já víða er þjónustustigið slæmt fyrir utan höfuðborgarsvæðið en víða er það líka mjög gott.  Slæmt þykir mér þegar blaðamaður alhæfir svona um þjónustustig allstaðar á landsbyggðinni.  Það er eins og fólk sé í slæmum málum ef það veikist eða slasast þegar það ekur fram hjá Borgarnesi eða Selfossi. 

Það var nú í byrjun þessarar viku að Ragnheiður Ríkarðsdóttir var að gagnrýna stöðu mála í sjúkraflutningum í Mosfellsbæ - þar telur hún að of mikill tími fari í það að bíða eftir sjúkrabíl - má ekki segja að það sé einnig slæmt þjónustustig - eða hvernig skilgreinir blaðamaður það - eingöngu út frá því hversu margir sjúkraflutningsmenn séu til taks. 

Það má að mínu mati má setja meiri fjármuni í það að mennta einstaklinga til sjúkraflutninga, einnig má gera betur í því að borga þessum einstaklingum laun fyrir sína vinnu - víða eru þeir að hlaupa úr vinnu til að sinna þessu - oft án þess að þiggja krónu fyrir.  Má þá spyrja sig hvernig eru með tryggingar þessara manna ef eitthvað kemur fyrir - eru þeir tryggðir.

Hér í Ísafjarðarbæ er það þannig að vakt er á slökkvistöðinni frá 08 - 16 á daginn, eftir það er bakvakt.  Fá þeir greitt fyrir bakvaktirnar og einnig fyrir útköllin sem berast eftir fjögur.  Á Þingeyri er einnig sjúkrabill.  Þar eru einstaklingar sem ekki eru á bakvakt og þeir eru, því miður, ekki að fá greitt fyrir þau útköll sem þeir sinna - á hvaða tíma sólarhrings sem þau eru. 

Það má laga margt í þessum málaflokki en það er einnig vel að þessu staðið víða, það er hæft fólk sem er að vinna að þessum málum víðar en á höfuðborgarsvæðinu.

Viðbætur, skrifaðar 6.júlí.

Eftir að hafa sett þetta inn á vefinn hefur mér verið tjáð að það er einn einstaklingur í hlutastarfi á Þingeyri og fimm sem fá greidd fyrir útköll.  Það er ávallt miðað við að tveir fari í útköll.  Ég bið hlutaðeigandi velvirðingar á þeim fölsku skrifum mínum sem koma fram í blogginu.


mbl.is Sjúkraflutningamenn oft einir á ferð með sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skerðing þorskkvóta - mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Var að lesa frétt á visi.is þar sem er fullyrt að ekkert nýtt fjármagn komi frá ríkissjóði til að treysta innviði þeirra sveitarfélaga sem verða hvað verst úti þegar skerðing verður á þorskkvóta.  Það er s.s. verið að ræða um að flýta framkvæmdum hér svæðinu, framkvæmdum í vegamálum og fjarskiptamálum aðallega.  Já - þetta eru allt framkvæmdir sem hafa verið settar á vegaáætlun, framkvæmdir sem eru mjög skammt á veg komnar í hönnun og slíku - kannski fer fjármagnið í það að flýta þeirri vinnu þannig að hægt væri að byrja á sjálfum vegunum.

Er þá um flýtingu Óshlíðarganga um að ræða - hvað með aðrar framkvæmdir - á að flýta leið B á Barðaströnd - hvað um tengingu á milli suður og norður Vestfjarða - hvað með sameiningu Rarik og Orkubússins með höfuðstöðvar á Ísafirði, hvað með allt það sem kemur fram í Vestfjarðarskýrslunni og hvað með allar þær hugmyndir sem hafa komið fram í gegnum tíðina til að bæta atvinnuhorfur hér vestra.  Hvað með að fella niður skuldir sveitarfélaga vegna félagslega húsnæðiskerfisins og svo mætti nokkuð halda áfram.

Allt eru þetta hugmyndir sem vel er hægt að framkvæma - það þarf bara vilja og fjármagn til að framkvæma þessa hluti.

Nýtt fjármagn þarf inn til þeirra sveitarfélaga sem verða hvað verst úti þegar til skerðingar á þorskkvóta kemur - nýtt fjármagn sem sveitarfélög geta notað til að horfa til framtíðar.

 


Vona að svona sé ekki víðar!

Þetta er náttúrulega bara hneyksli - ekkert annað - vona að svona sé ekki farið með fatlaða einstaklinga sem eru í unglingavinnunni hér í Ísafjarðarbæ. 

Ætla að kanna málið!

Svona gerir maður bara ekki


mbl.is Fötluð ungmenni fá ekki full laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um olíuhreinsistöð

Í dag, mánudag, fara þrír fulltrúar Ísafjarðarbæjar til Þýskalands og Hollands til að kynna sér tvær olíuhreinsistöðvar sem þar eru.  Fulltrúarnir eru Halldór Halldórsson, Svanlaug Guðnadóttir og Sigurður Pétursson.  Einnig eru með í för fulltrúar Vesturbyggðar og einnig erlendir og innlendir ráðgjafar sem eru að vinna að skýrslu um ýmislegt er viðkemur slíku mannvirki.

Dagskrá heimsóknarinnar er mjög stíf - eiga þeir að hitta fulltrúa stjórnenda olíuhreinsistöðvanna, forsjársmenn sveitarfélaga sem hafa slíkar verksmiðjur í sínu sveitarfélagi, ráðgjafa í umhverfismálum, íbúa og fl og fl.   

Eftir heimsóknina eigum við í bæjarstjórn þessara tveggja byggðalaga að fá skýrslu um ferðina.  Ég bíð í raun spenntur eftir henni.  Satt best að segja veit ég voðalega lítið um hvað olíuhreinsistöð er, nema það sem ég hef kynnt mér á netinu.  Ég sé að nokkuð hefur verið skrifað um málið í fjölmiðlum síðustu misseri.  Í sunnudagsblaði morgunblaðsins var einmitt ein grein þar sem rakið var ýmislegt um neikvæða hlið á slíkum rekstri.  Svo hef ég lesið nokkrar greinar þar sem verið er að dásama þessari tegund fyrirtækis.  Þannig að það er greinilegt að sitt sýnist hverjum.

Ég hitti einn einstakling um daginn sem er að vinna að skýrslu um staðarval fyrir þetta fyrirtæki -  ég var svona að forvitnast hjá honum hvernig væri tekið á móti honum á ferðum sínum um bæjarfélagið, þar sem hann er að taka út staði osfrv.  Sagði hann að yfir heildina væri tekið vel á móti honum, sumir neituðu honum um að skoða, aðrir vildu ólmir sýna honum allt og í raun meira en hann vildi sjá.  Eitt sagði hann mér reyndar að flestir vildu fá þetta fyrirtæki hingað á Vestfirði en ekki á túnið hjá sér.

Ég hef sagt það hér að vil að þetta sé skoðað.  Vil að við skoðum þetta vel og vandlega og ræðum þetta ítarlega áður en við ákveðum hvað við viljum.  Það sem kannski vantar í dag eru upplýsingar til almennings - með og á móti.  Vantar upplýsingar um hvernig þessi mál standa, hver er að vinna hvað við þetta.  Hvaða fyrirtæki eru þetta sem vilja setja þetta upp hér, hver er þeirra saga og hver er þeirra framtíðarsýn osfrv.  Mig vantar bara upplýsingar og ég veit að svo er með fleiri.

Þegar rætt er um 500 störf sem gætu haft áhrif á margt hér í mannlífinu finnst mér ekki hægt að slá hendinni strax á móti slíku án þess að athuga hvað þetta er og hvaða áhrif það hefur á lífið hér, bæði góð og slæm.

Það eru margir að spyrja mig hvaða skoðun ég hafi á þessu máli - hvort ég vilji þetta eða ekki.  Ég segi eftir að ég hef fengið upplýsingar um málið þá mun ég taka ákvörðun um hvort ég vil þetta eða ekki.

Þannig að ef þið lesið eitthvað áhugavert um þetta þá endilega bendið mér á slíkt - hjálp við upplýsingsöfnun er vel þegin.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband