Leita í fréttum mbl.is

Að lokinni þríþraut

Þátttakendur í þríþrautinniÞríþrautin var á laugardaginn, eins og ég sagði ykkur frá hér að neðan. 

Ég tók þátt og stóð mig bara ágætlega.  Ég syndi 700m á 11.16, hjólaði 17km á 35 mín og hljóp 7 km á 36 og heildartíminn minn var 1klst 22 mín og ég endaði í 4.sæti í mínum aldursflokki.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég keppi í þríþraut þannig að ég rann alveg blind í sjóinn með hvað þetta væri.  Sundið kom mér á óvart en ég stífnaði allur upp, var hóstandi allan tímann og þurfti að synda bringusund síðustu 200m til að ná stjórn á önduninni.

Hjólið var erfitt enda mikill vindur á móti okkur í byrjun leiðarinnar.  Ég fékk lánað hjól (racer) sem munar miklu í svona keppni.  Það var búið að segja mér að passa mig á hjólinu, það væri ekkert mál að sprengja sig út og stífna í lærinu.  Það gerðist ekki en ég var stífur í lærinu þegar ég byrjaði að hlaupa en það jafnaði sig fljótt.

Þetta var bara gaman, hefði mátt vera betra veður, en í heildina séð sé ég alls ekki eftir því að hafa prófað þetta og gaman verður að taka þátt á næsta ári og bæta tímann sinn.

Það má sjá myndir af mér í keppninni á myndasíðunni hér til vinstri.  Myndirnar tók Guðmundur Ágústsson, frændi minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Í þínum aldursflokki?? Hmmm hvaða aldursflokkur er það? Múahaha

Karl Jónsson, 3.9.2007 kl. 13:06

2 identicon

Ingi Þór

Hinn fóstursonur minn fékk bikar -  hann er við hliðina á Benna.

Fylkir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 15:57

3 identicon

Duglegur. Þú getur allt á grjótaþrjóskunni. Vegni þér sem allra best.

Anna Dóra (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband