Leita í fréttum mbl.is

Fjölgun gesta á Byggðasafnið

Byggðasafnið og húsin í Neðstakaupstað draga sífellt fleiri gesti til sín.  Fjölgun gesta hefur aukist ár frá ári og eru um 8000 búnir að heimsækja safnið það sem af er þessu ári.

Þessi fjölgun segir okkur að það beri að flýta byggingu þeirri sem fyrirhugað er að rísa á svæðinu.  Sú bygging sem á að reisa þar hafa gárungarnir nefnd "Hjörleifshöfða" en hún mun bæta til muna aðstöðu safnsins og stækkar sýningaraðstöðu safnsins til mikilla muna.  Þar er fyrirhugað að verði góð sýningaraðstaða, móttaka gesta, fyrirlestrarsalur (sem hægt væri að nota til kennslu á veturna) og aðstaða fyrir safnverði.

Slík bygging þarf að rísa sem fyrst til að hægt sé að bjóða gestum upp á sýningu á fleiri munum í eigu safnsins.  Í dag á safnið umtalsvert af munum sem eru í geymslu og hafa aldrei verið sýndir almenningi.  Munirnir eru geymdir í geymslum hingað og þangað í bæjarfélaginu en með stærri sýningaraðstöðu væri hægt að vera með þessa muni til sýnis.  Allt varðandi þetta hús er tilbúið, teikningar, deiliskipulag er klárt nú þarf ríkið að sjá hag sinn í því að leggja til fjármuni sem þarf til að reisa slíka byggingu til að við getum átt þess kost að auka við gesti á safninu næstu árin.

"Hjörleifshöfði" þarf að rísa hið fyrsta!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband