Leita í fréttum mbl.is

Spurningarkeppni á RÚV ehf - hvert er vitrasta sveitarfélagið?

Þann 14.september n.k. mun sjónvarpið byrja með nýjan sjónvarpsþátt, ber heitið Spurningarkeppni Sveitarfélagana.

Þetta verður spurningarkeppni á milli sveitarfélagana og mun Ísafjarðarbær keppa ásamt 23 öðrum sveitarfélögum um titilinn "vitrasta sveitarfélagið".

Það verða þau Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir sem verða spyrlar og stjórnendur keppninnar.

Bæjarráð fól menningarmálanefnd að velja í liðið og hefur nefndin nú valið einstaklinga sem eiga að keppa fyrir hönd bæjarins í sjónvarpssal.

Liðið er þannig skipað:

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrum skólameistari 

Halldór Smárason, menntaskólanemi

Ragnhildur Sverrisdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu

Þannig er að við urðum, samkvæmt beiðni frá RÚV, að velja einn einstakling sem er "þjóðþekktur" einstaklingur sem á ættir sínar að rekja til Ísafjarðarbæjar.  Ragnhildur varð fyrir valinu og erum við heppin að hafa hana í þessu liði. 

Að mínu mati er þetta gríðarlega sterkt lið sem ég veit að á eftir að ná langt í þessari keppni.

Ekki veit ég með hvaða sniði hún verður - það verður víst dregið í næstu viku um hvaða sveitarfélög eiga að mætast í fyrstu umferð.  Ég held að þetta sé útsláttarkeppni þannig að það lið sem tapar sé úr leik.

Nú er bara að fylgjast með hvaða sveitarfélagi við mætum fyrst og fylgjast svo með það föstudagskveld sem okkar lið mun keppa og mala andstæðinginn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband