Leita í fréttum mbl.is

Losun gróðurhúsalofttegunda úr olíuhreinsistöð

Það hefur verið mikið rætt í fjölmiðlum að undanförnu, hversu mikið olíuhreinsistöð mun losa af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. 

Það hefur verið rætt við umhverfisverndarsinna sem segja að losun þessara lofttegunda sé um 100 þús tonn á hverja milljón tonna sem unnið er af olíu í stöðinni.  Í gær kom svo Umhverfisráðherra og sagði ef það væru réttar tölur þá myndi slík stöð ekki rúmast innan losunarheimilda Íslands samkvæmt Kyoto bókuninni. 

Fulltrúar íslensks hátækniiðnaðar sögðu í vikunni að losunin um 50 þús. tonn en í frétt á bb.is í dag kemur fram að losunin séum 30 þús. tonn í þeim fullkomnustu stöðvum sem í dag væri verið að reisa.  Var þar haft eftir fulltrúa Línuhönnunar sem er að vinna fyrir íslenskan hátækniiðnað og fjárfestingastofu um hagkvæmni þess að svona stöð rísi hér á landi.

Hverju á maður svo að trúa - fulltrúum umhverfisverndar, sem ekki vilja sjá svona stöð, eða fulltrúum fyrirtækisins, sem vilja svona stöð.

Það væri óskandi að báðir þessir aðilar geti nú komið sér saman um það að láta fara yfir þessar tölur og segja hver losunin sé í raun og veru frá svona stöð - ein tala sem báðir aðilar stæðu á bakvið.  Það væri þá hægt að sækja um ákveðna losun og þá væri hægt að taka ákvörðun um hvort að við viljum svona stöð hingað vestur eða inn í landið yfir höfuð.

Þetta er s.s. eitt af þónokkur mörgum þáttum sem þarf að athuga áður en ákvörðun um slíka stöð verður tekin.  Fjórðungssambandið er að láta taka saman fyrir sig ýmis gögn í málinu sem verða vonandi kynnt í byrjun september.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viktoría Rán Ólafsdóttir

Hvaða áhrif skyldi þessi ólíuhreinsistöð svo hafa áhrif á umhverfisvottunina fyrir Kalkþörungaverksmiðjuna sem er búið að taka Vestfirðinga 10 ár að reisa í næsta firði við hliðina á fyrirhuguðum olíu-draumi.  Obb bobb bobb!!!

Viktoría Rán Ólafsdóttir, 24.8.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband