Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
20.10.2007 | 07:40
Atvinna fyrir alla - konur og karla!
Í dag fer fram mikil ráðstefna í Edinborgarhúsinu um atvinnu í Ísafjarðarbæ.
Dagskránna er hægt að finna á vef Ísafjarðarbæjar.
Hvet alla til að koma og hlusta á mjög svo fróðlega fyrirlestra um ýmislegt er varðar atvinnumál Ísafjarðarbæjar - þó svo að fyrirlesarar séu í meirihluta karlmenn - þá efast ég ekki um að efnið sem þeir munu flytja sé fróðlegt og geti jafnvel orðið til þess að atvinnumál karla og kvenna í bæjarfélaginu eflist.
Mætum, hlustum og tökum þátt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 07:34
Rausnarleg gjöf Hreins Loftssonar og Loft Magnússonar
Í gærkveldi (föstudaginn 19.okt.) var DV með kynningu á stefnu blaðsins í framtíðinni í Edinborgarhúsinu.
Reynir Traustason notaði tilefnið til að lesa upp bréf frá feðgunum Lofti Magnússyni og Hreini Loftsyni (stjórnarformaður DV). Í þessu bréfi rakti hann sögu þess er Magnús (afi Hreins, faðir Lofts) lést er bátur hans sökk við suðurlandsstrendur er Loftur var rétt 7 mánaða. Magnús var búsettur hér á Ísafirði, kvæntur, átti 5 börn er hann lést og bar kona hans sjötta barn þeirra hjóna undir belti er hann fórst. Einnig brann hús fjölskyldunar tveimur dögum eftir fráfall Magnúsar.
Vildu feðgarnir minnast Magnúsar og gáfu Björgunarfélagi Ísafjarðar eina og hálfa milljón til að efla starfsemi sína.
Þetta er mjög rausnarleg gjöf og eiga þeir feðgar skilið miklar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug til einstaklinga sem leggja mikið á sig til bjargar mannslífum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 15:41
Kolbrún Sverrisdóttir segir af sér - hvað hefur minnihlutinn að fela?
Eftir ótrúlegar umræður og atkvæðagreiðslu í gær, á bæjarstjórnarfundi, um ráðningu skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, þar sem minnihlutinn greiddi atkvæði gegn ráðningu Sveinfríðar Olgu í starf skólastjóra, var lagt fram bréf frá Kolbrúnu Sverrisdóttur. Í bréfi þessu sagði Kolbrún sig úr fræðslunefnd, þar sem hún hefur starfað sem varamaður fyrir Í-listann, vegna þess að hún taldi sig ekki njóta traust til að sitja í nefndinni fyrir Í-listann.
Í frétt á bb.is um málið segir Kolbrún að ekki hafi verið um pólitík að ræða í fræðslunefnd þegar mælt var með öðrum umsækjandanum, af tveimur mjög hæfum einstaklingum sem sóttu um starfið. Fræðslunefnd var einhuga í afstöðu sinni og sendi þá afstöðu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Í fræðslunefnd sitja tveir fulltrúar Í-listans sem stóðu á bak við afstöðu fræðslunefndar.
Á bæjarstjórnarfundi í gærkveldi hamraði minnihlutinn á því að um pólitík hafi verið að ræða. Meirihlutinn hefði viljað losa sig við aðstoðarskólameistara Grunnskólans þar sem um pólitískan andstæðing væri um að ræða, þrátt fyrir að henni hefði verið boðið starf deildarstjóra á sömu kjörum og hún var á. Meirihlutinn vildi það mikið losna við hana.
Magnús Reynir, bæjarfulltrúi Í-listans, sagði frá því á bæjarstjórnarfundinum í gær að hann hafi ráðið til starfa einstaklinga eingöngu vegna pólítískra skoðana þegar hann var við störf hjá Ísafjarðarkaupstað hér áður. Tekið beinan þátt í því og orðið vitni af slíkum ráðningum. Eru það vinnubrögð sem minnihlutinn vill viðhafa? Er það einkavinavæðingin sem Kolbrún segir frá á vef bb.is. Hvað hefur minnihlutinn að fela?
Afhverju kom minnihlutinn fram með beiðni um að hlutlaus aðili færi yfir umsóknirnar í gær á bæjarstjórnarfundi, afhverju kom sú beiðni ekki fram fyrr? Það var búið að kynna í bæjarráði hugmyndir af því hvernig standa ætti að ráðningu skólastjórans. Þar hafði fulltrúi minnihlutans tækifæri til að gera athugasemdir við það ferli en gerði það ekki - kemur þessi beiðni fram frá minnihlutanum af því að þeir sætta sig ekki við niðurstöðu nefndarmanna í fræðslunefnd. Er niðurstaðan ekki þeim að skapi? Hætti Kolbrún þess vegna í nefndinni þar sem henni hefði ekki verið treyst til að sinna sínum góðu verkum þar?
Spyr sá sem ekki veit!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 11:39
Fín Brussel ferð
Kom heim frá Brussel í síðustu viku eftir fimm mjög fræðandi daga í evrópskri hámenningu.
Það voru 34 sveitarstjórnarmenn af öllu landinu sem fóru í þessa ferð og var virkilega gaman að kynnast þeim og hvað þeir eru að gera í sínum heimabyggðum. Mér persónulega finnst alveg ótrúlega lítill samgangur og samvinna með sveitarfélögum á landinu og í viðræðum við þessa einstaklinga komst ég líka að því að öll erum við nánast að vinna að því sama.
Fyrsta daginn í Brussel fengum við kynningu á skrifstofu sambands íslenskra sveitarfélaga og einnig af samtökum evrópskra sveitarfélaga sem hefur höfuðstöðvar sínar í Brussel. Var gaman að sjá og heyra hvað fulltrúi okkar er að fást við dags daglega og er vissulega af mörgu að taka. Við fengum einnig góða og viðamikla kynningu á því hvað íslenska sendiráðið er að gera í Brussel. Í sendiráðinu vinna um 26 einstaklingar í hagsmunagæslu fyrir íslenska þjóð. Það er fulltrúi frá hverju ráðuneyti og svo starfsmenn þeim til aðstoðar. Mikið álag hefur verið á alla þessa einstaklinga að undanförnu vegna stórra frumvarpa sem eru í vinnslu innan ESB og snerta okkur mjög mikið.
Annan, þriðja og fjórða daginn í Brussel fóru opnu dagarnir fram. Mjög margir fyrirlestrar um margvísleg málefni voru í boði þessa daga. Ég fór á 5 fyrirlestra sem snerust að langmestu leyti um hvernig hægt sé að ná fjármagni til byggða sem eiga undir högg að sækja. Má segja að heildarniðurstaða þess er að við eigum varla roð í stórar evrópskar borgir og svæði í fyrrum sovétríkjunum. Það er verið að setja mikla fjármuni til uppbyggingar þar og t.d. er verið að setja mikla fjármuni í markaðsetningu svæðana og niðurfellingu skatta á svæðunum til að heilla erlenda fjárfesta og stórfyrirtæki. Það eru allir að berjast um sömu fyrirtækin og á sama markaðnum.
Það sem mér fannst gaman að sjá þarna úti er hversu hugmyndaríkir Finnarnir eru miðað við önnur lönd og svæði. Þeir hafa verið að byggja um svæðin sín með aðrar hugsanir, önnur markmið og aðra sýn á framtíðina heldur en gengur og gerist. Þeir hafa ekki verið að berjast um hylli stóru fyrirtækjana sem allir eru að berjast um heldur farið leiðir til að fá til sýn fyrirtæki sem margir myndu kalla áhættufyrirtæki. Þessum fyrirtækjum er gefið svigrúm til athafna, sérstaklega í norður Finnlandi, og hafa mörg þeirra dafnað vel og eru að ná mikilli dreifingu á vörum sínum og þjónustu um víða veröld.
Tel að það sé margt sem við Vestfirðingar ættum að geta lært af Finnum í þessum efnum. Samt verður að segja að þeir hafa umtalsvert meira fjármagn til að spila úr en við höfum t.d. í gegnum Vaxtasamning Vestfjarða (70 millj. á þremur árum). Ef eitthvað á að koma úr þessu sem skiptir máli hér þá verður að leggja mun meira fjármagn í þessi verkefni til að þau nái að rísa upp.
Þetta var hin prýðilegasta ferð, mun skila inn skýrslu til stjórnar Fjórðungssambandsins um ferðina á næsta fund, og mun reyna mitt besta að komast í betri tengsl við þá aðila sem ég hitti þarna úti og voru með góðar hugmyndir sem við mættum kynna okkur betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 22:17
Opnir sveitarstjórnardagar ESB í Brussel
Á sunnudaginn flýg ég út ásamt 33 öðrum sveitarstjórnarmönnum og -konum til að vera á opnum sveitarstjórnardögum ESB í Brussel. Þessi ferð er skipulögð af sambandi íslenskra sveitarfélaga en ég fer sem fulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Þarna munu koma saman 5000 fulltrúar úr sveitarstjórnum víðsvegar úr Evrópu. Dagskráin er stíf en mánudagurinn fer aðallega í það að skoða aðsetur sambandsins í Brussel og fá fyrirlestra um ESB.
Þriðjudagur til fimmtudags fer síðan í ráðstefnuna sjálfa. Það eru mjög margir fyrirlestrar í boði um mjög mörg mál en aðalþema þeirra flestra er hvernig er hægt að fá fjármagn inn til sveitarfélaga, hvernig er hægt að ná í það, hvað þarf að vera til staðar osfrv. Einnig eru fyrirlestrar frá sveitarfélögum sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu eftir áföll t.d. eftir hrun fiskistofns eða lokun verksmiðja og verður fróðlegt að hlýða á þá.
Samhliða ráðstefnunni er svokallað "invests cafe" en þar eru fjárfestar og fyrirtæki að kynna sig og sína þjónustu. Fróðlegt verður að athuga hvort að þar kynnu að leynast fyrirtæki sem hefðu áhuga á því að fjárfesta hér á Vestfjörðum í framtíðinni.
Þetta verður spennandi að sjá - fá að kynnast ESB og aðeins svona að athuga hvort að þetta kynni að vera eitthvað sem við þyrftum að skoða enn frekar í allra nánustu framtíð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2007 | 22:08
Borgarfulltrúar klaga í Geir
Eitthvað finnst mér þetta í raun asnalegt - geta ekki borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins leyst sín mál, sín á milli, án þess að hlaupa til forystunar og lýsa yfir óánægju sinni.
Eitthvað finnst mér þetta lýsa því þegar systkini deila - hlaupa til pabba og mömmu og klaga hvort annað.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins á fund Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2007 | 22:03
Steinþór Bragason og co ráðnir sem verkefnastjórar
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur ráðið Steinþór Bragason og félaga í starf verkefnastjóra. Þetta er starfið sem ég sótti um einnig og finnst miður að hafa ekki verið valinn en þeir sem fengu það eru kraftmiklir einstaklingar og verður spennandi að sjá næstu misserin hvernig þeim gengur.
Óska ég þeim alls hins besta í störfum sínum við þetta verkefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar