11.9.2007 | 13:23
Frístundarkort og frítt í strætó
Sá frétt á bb.is í morgun er fjallaði um kröfu foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði að tekið yrði upp frístundarkort hjá Ísafjarðarbæ. Einnig var foreldrafélagið að beina þeim tilmælum til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að gefa börnum frítt í strætó þegar þau eru að fara í sínar frístundir.
Fyrst varðandi strætó - það er frítt í strætó þegar börnin eru á leið í og úr skóla. Fyrri rekstraraðili strætó innan Ísafjarðar gaf börnunum einnig frítt í strætó fyrir utan skólatíma því það svaraði varla kostnaði og fyrirhöfn að prenta miða. Núverandi rekstraraðili strætó, innan Ísafjarðar, innheimtar gjald af börnunum fyrir utan skólatíma og það er alvarlega verið að skoða það að niðurfella það í komandi fjárhagsáætlunargerð bæjarins. Kostnaður við þessar breytingar er einhver en hagræðing og hugsanlega auknir notkunarmöguleikar strætó og íþróttamannvirkja yrðu verulegir.
Nýting nokkurra íþróttamannvirkja innan Ísafjarðarbæjar mætti vissulega vera betri. Mannvirkin á Flateyri og á Suðureyri (á veturna) mættu vera betur nýtt að mínu mati. Hvernig það ætti að vera gert er síðan önnur umræða sem þarf vissulega að eiga sér stað.
Varðandi Frístundarkortin - það eru til nokkrar leiðir að gera þetta. Sú leið sem notuð er hér hjá Ísafjarðarbæ er að HSV fær borgað í beinhörðum fjármunum um 8 milljónir á hverju ári. Af þeim fjármunum fara 3,5 míllj. í rekstur skrifstofu HSV, 2 millj. skiptast til þeirra félaga (18 ára og yngri) sem stunda íþrótt sína innan vébanda HSV. 2,4 millj. er nýtt fjármagn sem á að fara til ýmissa verkefna íþróttafélaga innan HSV samkvæmt nánari útlistun og reglum stjórnar HSV.
Má segja að þetta sé sú leið sem bæjarstjórn og HSV voru sammála um að fara árið 2002 til að félög innan HSV hefðu vissa leið að fjármagni til reksturs sinna félaga. Að öðrum kosti hefðu félög þurft að hækka æfingargjöld sín til að standa straum af auknum útgjöldum.
Reykjavíkurborg fór einnig, fram að tilkomu Frístundarkorta, þá leið sem Ísafjarðarbær fer í dag. Það sem Reykjavíkurborg síðan gerði var að taka þá fjármuni sem runnu beint til íþróttafélaga og láta þá í staðinn renna til foreldra sem síðan ákvarða í hvaða starf þeir eigi að renna.
Reykjanesbær fer aðra leið en Ísafjarðarbær og Reykjavík. Þeir hafa ákveðið að allar frístundir sem barnið stundar eftir skóla til fjögur skuli vera á forræði bæjarfélagsins. Þeir hafa komið á fót Frístundarskóla sem er starfræktur fyrir börn yngri er 12 ára og er frá því að barnið hættir í skólanum á daginn og fram að fjögur (fimm í sumum tilfellum). Þetta er nokkurskonar heilsdagsvistun en börnunum gefst kostur að velja frístund á þessum tíma. Getur verið íþróttir, tónlist, myndlist osfrv. Síðan sér bæjarfélagið um að borga fyrir barnið í 2-3 frístundir og semur við aðila um að hafa þær í gangi á umræddum tíma. Þarna eru börn, yngri en 12 ára, búin í sínum frístundum klukkan fjögur á daginn og geta því átt samverustund með sínum foreldrum eftir það.
Foreldrar losna við mikinn akstur á æfingar eftir fjögur og einnig kostnað sem fylgir æfingum.
Ég persónulega er hrifnari af þeirri leið sem Reykjanesbær fer. Hef áhuga á því að koma hér upp Frístundarskóla fyrir börn yngri en 12 ára. Þá væri hægt að hafa þjálfara í fullri vinnu sem nýtast gætu íþróttafélögunum ofl. eftir kl. 16. Með þessari leið þá losna foreldrar við skutl á æfingar og einnig þarna gefst foreldrum tími í samveru með börnum sínum eftir að vinnudag þeirra lýkur, fyrir utan að þetta sparar kostnað heimilanna við frístundir barna sinna.
Nú er bara spurning - hvað finnst ykkur? Hvaða leið finnst ykkur vera betri?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Af þeim fjármunum fara 3,5 míllj. í rekstur skrifstofu HSV". Hvernig er þessari fjárhæð skipt niður?
Fulltrúi fólksins, 12.9.2007 kl. 00:15
Sæll!
Þessir fjármunir skiptast ekkert niður. Það starf sem HSV sinnir fyrir hönd aðildafélaga sinna er innt af UMFÍ. HSV og UMFÍ gerðu með sér samning fyrir um ári síðan um að UMFÍ ráði starfsmann sem sinnir m.a. þeim verkefnum sem stjórn HSV felur honum samkvæmt starfslýsingu.
Ingi Þór Ágústsson, 12.9.2007 kl. 02:12
Ég er kanski bara svona fáfróður en í hvað fara þá þessar 3.5 millj.?
Fulltrúi fólksins, 12.9.2007 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.