1.5.2007 | 13:48
Fjölmenni við kynningu á Vestfjarðarskýrslunni
Við sjálfstæðismenn fengum Halldór Halldórsson, bæjarstjóra, til að kynna skýrslu nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum í hádeginu í gær, mánudag, í kosningarmiðstöðinni í Silfurgötu.
Það voru um 100 manns sem komu til að hlýða á orð Halldórs og til að gæða sér á ljúffengri súpu.
Halldór kynnti hvernig starfið í nefndinni var háttað, hvernig skýrslan er uppsett og síðan fór hann yfir nokkrar tillögur og útskýrði hvernig ætti að koma þeim í framkvæmd.
Halldór sagði frá því að nefndin hafi fundað með aðilum í sveitarstjórnum, atvinnulífinu og stofnunum um alla vestfirði. Inn á borð nefndarinnar komu fullt af tillögum sem farið var yfir af nefndarmönnum. Eftir yfirferð þar voru tillögurnar sendar í ráðuneytin til yfirferðar. Frá ráðuneytunum komu síðan þær 37 tillögur sem getið er sérstaklega um í skýrslunni. Þessar tillögur eru frá ráðuneytunum og samþykktar inn í viðeigandi ráðuneyti og þeim á að framfylgja þar. Þess má geta að sjávarútvegsráðuneytið hefur nú þegar auglýst þrjár stöður hjá Matís sem getið er um í skýrslunni. Halldór lét þess getið í gær að formaður nefndarinnar, Halldór Árnason, hafi óskað eftir því við forsætisráðherra að nefndin héldi áfram störfum og sæi til þess að eftir skýrslunni yrði unnið. Forsætisráðherra tók vel í þá hugmynd og mun því nefndin starfa áfram.
Að lokinni yfirferð á skýrslunni svaraði Halldór spurningum fundarmanna og sköpuðust fjörugar umræður um m.a. olíuhreinsistöð, Háskóla á Ísafirði, fangelsi á Núpi, hvort að um enn eina skýrslu væri að ræða sem ekki ætti að fara eftir og fl. Halldór svaraði þessum spurningum og fór inn á fleiri efni sem tengist t.d. íbúakosningu í tengslum við olíuhreinsistöð.
Margir einstaklingar hafa haldið því á lofti undanfarið að ekki eigi að vinna eftir þessari skýrslu og því um marklaust plagg að ræða. Ég segi að slíkt segi einstaklingar sem ekki hafa hana lesið né kynnt sér efni hennar og hvernig að henni var unnið. Það hefur komið margsinnis fram, alveg frá upphaflegri kynningu á innihaldi hennar fram á þennan dag, að eftir tillögum skýrslunnar á að vinna. Ríkisstjórn og ráðuneyti hennar hafa samþykkt framkomnar tillögur í skýrslunni og hafa því skuldbundið sig til að vinna að framgangi þeirra. Ég tel að hvaða ríkisstjórn sem tekur svo við völdum hér eftir 12.maí geti ekki annað en unnið eftir henni og séð til þess að þær tillögurnar komist í framkvæmd.
Kynningin fór fram að beiðni okkar sjálfstæðismanna en fram kom að Halldór og aðrir nefndarmenn væru reiðubúnir til að kynna skýrsluna sem víðast, væri eftir því leitað.
Fundurinn var haldinn í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði og var sá fyrsti í röð súpufunda sem haldnir verða fram að kosningum. Næsti fundur verður haldinn á fimmtudaginn kemur (3.maí) og þá situr Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, fyrir svörum um efnahagsmál.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ingi Þór.
Það er hálf nöturlegt fyrir Vestfjarðanefndina að fyrsta opinbera kynningin sem fer fram á skýrslunni skuli vera á flokssfundi með Sjálfstæðismönnum. Ekki á sameiginlegum fundi allra stjórnmálaflokka, hvað þá heldur á almennum borgarafundi.
Það er greinilegt að aðstandendur skýrslunnar leggja ekki mikið upp úr samræðu við þá sem málið varðar - hinn almenna borgara á Vestfjörðum. Athyglisvert.
Kveðja,
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.5.2007 kl. 12:19
Það er ekkert nöturlegt við það að Sjálfstæðismenn hafi beðið um að fá kynningu á skýrslunni á fundi hjá sér... það er einfaldlega ósköp eðlilegt. Aðrir stjórnmálaflokkar hljóta að fylgja í kjölfarið hafi þeir ekki nú þegar kynnt skýrsluna fyrir sínu fólki.
Það er meira en lítið skrítið að Ólína Þ telji að það þurfi að halda sérstaka borgarafundi til að kynna einstaka skýrslur frá hinu opinbera... sérstaklega í ljósi þess að umrædd skýrsla hefur verið öllum aðgengileg á vef forsætisráðuneytisins í margar vikur.
Athugasemd Ólínu Þ er einfaldlega ódýr árás á aðstandur skýrslunnar og e.t.v. til þess fallin að upphefja stjórnmálaflokkinn sem eiginmaður hennar er í framboði fyrir á kostnað núverandi ríkisstjórnarflokka. Í mínum huga er þetta einfaldlega auglýsing á örvæntingu fylgislausrar Samfylkingar.
Baldur Smári Einarsson, 5.5.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.