29.4.2007 | 09:21
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Það er óhætt að segja að fylgi sjálfstæðisflokksins, sem og annarra flokka, hafi sveiflast mjög mikið að undanförnu og á því er dagamunur á eins og sannaðist nú um helgina.
Á föstudaginn kynnti Capacent könnun sem þeir gerðu 17. - 23.apríl, þar kom fram að sjálfstæðisflokkurinn var með 29,9% fylgi í norðvesturkjördæmi. Á laugardaginn kynnti síðan RÚV könnun í kjördæmisþætti sínum um norðvesturkjördæmi og þar kom fram að sjálfstæðisflokkurinn var með 33,2% fylgi.
Nú ef maður skoðar hvað stendur á bakvið þessar tölur þá kemur ýmislegt í ljós. Á bakvið könnun Capacent í kjördæminu kom fram að í úrtakinu voru aðeins 119 svarendur sem standa þar á bakvið. Hinsvegar í könnun RÚV eru það 800 manns sem eru í úrtaki hennar og 64,5% svöruðu. Því má segja að könnun RÚV gefi mun betri mynd af fylgi flokka í kjördæminu.
Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með nokkuð mikið fylgi í kjördæminu og mun hann halda sínum þremur mönnum ef þær tölur koma upp úr kjörkössunum 12.maí.
Það er von mín að niðurstaðan verði þessi - við sjálfstæðismenn eigum öfluga þingmenn sem hafa unnið vel fyrir okkur og komið mörgum hagsmunamálum okkar í gegn. Það á margt eftir að gera og ég treysti þessum mönnun fullkomlega til að koma því í framkvæmd á næstu árum.
Ég held að þegar fólk hlusti á frambjóðendur og skoði stefnur þeirra flokka, sem þeir eru í kjöri fyrir, muni það sjá að sjálfstæðisflokkinn er rétta valið í komandi kosningum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.