1.4.2007 | 07:12
Vígsla reiðhallar
Í gær, laugardaginn 31.mars, var vígsla reiðhallarinnar á Söndum í Dýrafirði. Það er hestamannafélagið Stormur sem hefur haft veg og vanda að byggingunni.
Vígslan var fjölmenn og virkilega gaman að sjá hversu margir voru mættir til að samfagna hestamönnum á þessum merkilega degi.
Þetta er glæsileg reiðhöll, góður aðgangur er að henni (þó að allt hafi verið í drullu vegna mikillar rigninga í gær) og allur frágangur er til fyrirmyndar á allan hátt. Það eru áhorfendabekkir með annarri langhliðinni á húsinu svo að aðstaða til sýninga og keppni er mjög góð.
Ég tók til máls fyrir hönd stjórnar Héraðssambandsins og færði Hestamannafélaginu Stormi að gjöf hnakk fyrir börn ásamt öllum fylgihlutum. Hnakkurinn mun vonandi nýtast vel þegar kynna þarf þessa göfugu íþrótt fyrir börnum í framtíðinni.
Það voru tveir kórar sem tóku lagið við góðar undirtektir í húsinu, línudans var stíginn og svo var þessi líka flotta töltsýning. Ræður voru fluttar af Einari Kristni, Magnúsi Stefánssyni, Rögnu Jóhannsdóttur og Halldóri bæjarstjóra. Þetta allt var síðan toppað með svakalegum veitingum - stríðstertum og heitu kakói.
Reiðhöllinn fékk nafnið Knapaskjól og hefur þegar verið stofnað rekstrarfélag um það. Kostnaður við höllina nam rétt rúmum 30 milljónum króna og stærstu hlutur þess fjármagns kom frá Landbúnaðarráðuneyti og svo var einkaaðili sem lagði til umtalsverða fjármuni. Ísafjarðarbær kom líka að fjármögnun byggingarinnar og svo eru margir einstaklingar og fyrirtæki sem hafa lagt mikla vinnu og fjármuni til að sjá þessa höll rísa af grunni.
Það er von mín að þessi reiðhöll muni gagnast í framtíðinni til þess að efla hestaíþróttina á starfssvæði HSV.
Til hamingju hestamenn
p.s. Hver veit nema maður fái einhverntímann að fara á bak í höllinni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.