25.3.2007 | 10:25
Viljayfirlýsing Sambands ísl. sveitarfélaga og Ríkisstjórnar Íslands
Fimmtudaginn 22.mars var skrifað undir viljayfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Ríkisstjórnar Íslands.
Viljayfirlýsing
Ríkisstjórn Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga lýsa yfir eftirfarandi :
1. Aðilar munu vinna saman að mótun tillagna um fjármálareglur fyrir sveitarfélögin og bætta
upplýsingaöflun sem tryggt geti að fjármál sveitarfélaganna vinni með ríkisfjármálunum að því er
varðar almenna hagstjórn. Í þessu sambandi verði sérstaklega hugað að markmiðssetningu
varðandi þak á vöxt útgjalda sveitarfélaga, þak á hlutfall skulda þeirra og tekjuafkomu þeirra yfir
hagsveifluna.
2. Ríkisstjórnin lýsir sig reiðubúna, að því gefnu að afkoma ríkissjóðs leyfi, til þess að skoða
með jákvæðum hætti möguleika á að ríkið vinni með sveitarfélögum, sem tekin eru að framfylgja
fjármálareglum er þau hafa sett sér á grundvelli tillagna samkvæmt 1. tl. hér að framan, við að
lækka skuldastöðu þeirra. Samráð verður haft við Samband íslenskra sveitarfélaga um útfærslu
þessa.
3. Aðilar munu vinna markvisst að auknu samstarfi ríkis og sveitarfélaga á sviði kjaramála til
þess að koma megi í veg fyrir misræmi í kjarasamningsniðurstöðum, hvort heldur hjá ríkinu
annars vegar og sveitarfélögunum hins vegar eða innbyrðis hjá sveitarfélögunum.
4. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að tímabundið aukaframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á
árunum 2007 og 2008 til að jafna aðstöðumun sveitarfélaga hækki úr 700 milljónum króna í 1400
milljónir króna hvort ár. Aðilar munu í sameiningu meta þörf fyrir aukaframlög í jöfnunarsjóð að
þessu tímabili loknu.
5. Aðilar munu sameiginlega leggja mat á framkvæmd samkomulags um framlög úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sameiningar sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson kynnti þessa yfirlýsingu fyrir þingfulltrúm á landsþingi sambandsins daginn eftir undirskriftina. Þar sagði hann að um almenna yfirfærslu á fjármunum væri verið að ræða frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við fjármálareglna og svo hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum.
Helmingshækkun á framlagi í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefur mikla þýðingu fyrir okkar sveitarfélag. Í dag erum við að fá rúmar 200 milljónir úr jöfnunarsjóðnum. Þegar tekið verður til að dreifa fjármununum til sveitarfélagana þá er það von mín að horft verði til þeirra sveitarfélaga sem eru hvað dreifðust, eins og Ísafjarðarbær og Fjarðabyggð. Einnig verður að horfa til sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og svo verður einnig að horfa til Vestmannaeyja.
Svo verður fróðlegt að sjá hvernig þessar fjármálareglur verða útfærðar og hvað það muni skila sveitarfélögum. Tekjur sveitarfélaga af fjármagnstekjuskattinum eru engar í dag þannig að allt sem kemur þaðan frá ríkinu er til góðs.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.