25.3.2007 | 09:42
XXI. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga
Föstudaginn 23.mars var haldið landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík. Ég var fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum ásamt þeim Örnu Láru Jónsdóttur og Svanlaugu Guðnadóttur.
Landsþingið var gott - mjög fróðleg erindi voru flutt þar um morguninn. Aðalþema þingsins var tilfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga.
Starfsmaður Finnska innanríkisráðuneytinu flutti erindi á þingingu er fjallaði um byggðaþróun og byggðamál í Finnlandi. Karl Björnsson, starfsmaður sambandsins, fjallaði um reynslu í tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Einnig var fjallað um samstarfsverkefni á Norðurlandi um starfsendurhæfingu. Mér fannst það erindi svakalega fróðlegt, spennandi væri að hugsa um þetta verkefni hér á Vestfjörðum, árangur þess er mjög góður á Norðurlandi. Einnig var fjallað um hvernig tilfærsla á verkefnum ætti að eiga sér stað.
Að loknum þessum erindum voru fyrirspurnir og umræður um þessi mál. Að því loknu voru samþykktar eftirfarandi ályktanir.
Samþykkt var eftirfarandi ályktun um tilfærslu verkefna:
XXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir
að heildstæðum flutningi verkefna á sviði velferðar-, félags og
menntamála frá ríki til sveitarfélaga verði hrundið af stað
tafarlaust. Undirbúningur flutnings á þjónustu við aldraða,
fatlaða og rekstur framhaldsskóla og heilsugæslu þolir enga
bið. Efling sveitarstjórnarstigsins og leiðrétting tekjustofna er
forsenda heildstæðrar og markvissrar nærþjónustu - brýnustu
mál byggða allt í kringum landið og jafnframt hornsteinn
farsællar borgarstefnu.
Einnig var samþykkt ályktun um tilfærslu framhaldsskólanna til sveitarfélagana, hún er eftirfarandi:
XXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að
flutningur reksturs framhaldsskóla frá ríki til sveitarfélaga hafi
margvíslega kosti í för með sér og má í því sambandi
sérstaklega nefna sveigjanleg skil skólastiga. Landsþingið
hvetur menntamálaráðherra til þess að taka jákvætt í
hugmyndir sveitarfélaga um að taka yfir rekstur
framhaldsskóla í tilraunaskini og hefja sem fyrst undirbúning
þess verkefnis í samvinnu við sveitarfélögin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.