Leita í fréttum mbl.is

Nýtt framboð - Íslandshreyfingin!

Þá er komið að því - eitthvað sem margir hafa verið að bíða eftir - nýtt framboð er að líta dagsins ljós í dag.  Það er stuðmannaframboðið með þau Ómari, Margréti Sverris og Jakob Frímanni í broddi fylkingar.

Þetta framboð mun halda blaðamannafund í dag til að kynna áherslur sínar og þá um leið vonandi hverjir munu leiða lista þeirra.  Það kemur fram að þau hyggjast bjóða fram í hverju kjördæmi (annað ekki hægt til að freista þess að fá uppbótarþingmann) og því verður spennandi að sjá hverjir munu verða í framboði fyrir þennan flokk.

Stefnumálin eru líka eitthvað sem ég bíð eftir að sjá - umhverfismálin verða örugglega ofarlega - nánast öruggt í fyrsta til tíunda sæti, spurning um stóriðjustoppið og jú vonandi eitthvað um byggðamálin.  Þetta kemur samt allt í ljós í dag.

Þessir einstaklingar hafa vonast til þess að taka fylgi af sjálfstæðisflokknum en það er mín skoðun að slíkt gerist ekki.  Frekar held ég að fylgi þeirra muni koma af vinstri vængnum og þá af vinstri grænum.  Vinstri grænir hafa verið að marka sér sérstöðu með umhverfis - og jafnréttismálin í fremstu röð og því eru miklar líkur á að fylgi þeirra muni dala við þessar fréttir.

Þetta verður vonandi málefnaleg kosningarbarátta sem við eigum í væntum - samt eru vinstri menn byrjaðir að segja gamla frasa eins og "tími til breytinga"  "nýtt fólk í ríkisstjórn"  "okkar tími er komin"  en mér finnst nú ekki mikið vera rætt um þau málefni sem flokkarnir leggja áherslu á (er þar minn flokkur engin undantekning).  Það er nú nógur tími enn til kosninga - vonandi breytist þetta eitthvað nú þegar kosningarbaráttan er að hefjast af fullri alvöru.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband