21.3.2007 | 09:52
Aðalfundur Höfrungs
Aðalfundur Höfrungs var haldinn í gær á Þingeyri í húsnæði björgunarfélagsins.
Þessi fundur var um margt sérstakur því þetta var aðalfundur fyrir árin 2004 - 2006 - það hefur s.s. ekki verið haldinn aðalfundur í þrjú ár.
Sigmundur Þórðarson lagði fram skýrslur stjórnar og reikninga fyrir þessi ár.
Það hefur verið unnið mikið starf hjá Höfrungi á þessum tíma - miklar breytingar hafa átt sér stað á aðstöðu til íþróttaiðkunnar á þessum árum. Gervigrasvöllur hefur risið, knattspyrnusvæðið var endurbætt og það hefur verið settur upp sandblaksvöllur á svæðinu. Það er síðan verið að huga að því að setja upp klifurvegg í íþróttahúsinu á næstunni. Höfrungur fékk styrk úr íþróttasjóði til að setja vegginn upp og einnig hafa þeir leitað til Ísafjarðarbæjar og HSV um styrk til að klára uppsetningu.
Þetta var góður fundur - ýmislegt sem upp á vantaði í framsetningu reikningana fyrir þessi ár en ekkert sem ekki má laga.
Sigmundur var endurkosinn formaður og fékk með sér í stjórn mjög öflugt fólk, eins og ávallt. Ellert, skólastjóri, verður varaformaður og Eyrún Harpa, stjórnarmaður í UMFÍ, verður gjaldkeri félagsins.
Höfrungur er félag sem á sér langa sögu og merka. Öflug starfsemi er unnin á vegum þeirra á Þingeyri og nágrenni og margar góðar hugmyndir voru lagðar fram í gær sem koma til með að gera félagið að mjög sterkri einingu innan HSV í framtíðinni.
Ég vil þakka fráfarandi stjórn Höfrungs fyrir þeirra framlag til íþróttalífs í Ísafjarðarbæ og óska nýkjörinni stjórn alls hins besta í störfum framundan.
Takk fyrir góðan fund!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.