10.3.2007 | 02:41
Sigurjón Þórðarson, þingmaður, byrjaður að blogga!
Sá mæti maður Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins fyrir norðvesturkjördæmi, er byrjaður að blogga á mbl blogginu.
Það er nú ekki ýkja mikið á síðunni hans þessa stundina en það er eins og hann hafi stofnað þetta blogg til þess eins að setja tölvupóst á milli framkvæmdarstjóra þingflokks frjálslyndra og starfsmanns samtaka iðnaðarins í birtingu á netinu.
Það er ekki annað hægt að sjá en að Sigurjón sé eitthvað ósáttur við að Frjálslyndir fá ekki tala á Iðnþingi og hefur því stofnað blogg til þess eins að blogga um frétt um þessa óánægju sína á mbl.is. Birtir hann þar umrædda tölvupósta.
Ætli Sigurjón hafi beðið starfsmann samtaka iðnaðarins um leyfi til að birta svör hennar opinberlega?
Er þetta eitthvað sem einstaklingar eiga von á þegar þeir senda póst til þingflokks frjálslynda flokksins, að hann verði birtur á netinu, hugsanlega án vitundar sendanda.
Samtök Iðnaðarins sendu frá sér fréttatilkynningu í gær vegna málsins.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.