Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingarkonur styðja Ingibjörgu Sólrúnu!

Það var ársþing kvennahreyfingar Samfylkingarinnar um sl. helgi (ætli karlaþing verði svo haldið á næstunni? til að standa við fyrstu yfirlýsingu þingsins "skilyrðislaus réttindi karla og kvenna").

Á þessu þingi samþykktu konurnar yfirlýsingu sem segir í stuttu máli að Ingibjörg sé frábær og að hún eigi að verða næsti forsætisráðherra.  Vá - kom það á óvart?  Formaður flokksins skuli vera forsætisráðherraefni þeirra - já og að hún sé frábær að þeirra mati.  Nú hún var forsætisráðherraefni flokksins fyrir fjórum árum og hver var útkoman þá - "besta tækifæri sem þjóðin hefur fengið til að gera konu að forsætisráðherra" - sagði samfylkinginn þetta ekki líka fyrir fjórum árum síðan - og hvað með þegar Margrét Frímannsdóttir var í forystuhlutverki í flokknum í kosningunum 1999- er það nú gleymt? Eða var hún ekki nógu góð til þess að verða "móðir allra landsmanna".

Ætli Ingibjörg standi svona höllum fæti innan flokksins að konur innan hans þurfi að standa upp og verja hana. 

Ætli það sé farið að kulna um hana Ingibjörgu? - henni tekst ekki að koma flokknum í forystu á vinstri vængnum, VG er orðin jafn stór í skoðanakönnunum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband