Leita í fréttum mbl.is

Er þorskeldi framtíðin?

Það er stórkostlegt að sjá hvernig Dr. Þorleifi og vísindamönnum hjá Matís hefur tekist að koma þorskeldisrannsóknum á kortið hér á Vestfjörðum.  Sú vinna sem felst í þessum rannsóknum er gríðarleg og mikill kostnaður fylgir þessu sem hefur að miklu leyti fallið á fyrirtæki í sjávarútvegi.

Það er von manna að kostnaðurinn komi til baka á nokkrum árum og þá hafi menn náð miklum tökum á þorskeldinu.

Sú öra þróun sem hefur átt sér stað í þessu eldi eru stórkostlegar.  Allt frá því ég tók fyrst að fylgjast með þessu hefur bæði tækninni og rannsóknum fleytt fram.  Kvíarnar eru orðnar betri og minni en þær voru í fyrstu.  Fyrst voru bara kvíar í Álftafirði en nú eru þær hér í Skutulsfirði, Álftafirði og Seyðisfirði og þeim fjölgar ört í þessum fjörðum.

Það verður fróðlegt að vita hvort að þessi rannsókn heppnast þannig að þorskeldi getið tekið næsta skref - vonandi tekst þetta allt saman og eldið geti tekið þeim framförum sem þarf til að gera það arðbært fyrir samfélagið í heild sinni.

 


mbl.is Þorskar sendir í þungunarpróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband