13.2.2007 | 00:06
Kosningaráætlun!
Var að horfa á fréttirnar í kvöld - vildi sjá viðbrögð stjórnmálamanna við samgönguáætluninni og viti menn - allir fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að ekkert sé að marka þessa áætlun - það verði allt skorið niður eftir kosningar og í þessa miklu kosningaráætlun verður ekki ráðist - jú nema þeir verði við völd eftir kosningar (sagði Ingibjörg Sólrún).
Þá kemur upp sú spurning sem kjósendur verða að svara áður en þeir ganga inn í kjörklefann í maí - treystum við þingmanni Reykjavíkur - formanni Samfylkingarinnar til að framkvæma verkefni í samgönguáætluninni eða treystum við þingmanni Norðvesturkjördæmis, núverandi samgönguráðherra til verksins. Ég verð nú að segja að traust mitt liggur hjá núverandi samgönguráðherra - engin spurning!
Það hefur ekki alltaf verið lognmolla í kringum samgöngur hér á Vestfjörðum. Það var hinsvegar árið 1997 sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum komu sér saman um samgönguáætlun fyrir Vestfirði. Í þeirri áætlun var horft til árana 1997 - 2007 með framkvæmdir þeirra verkefna sem þar er getið.
Skýrslan var síðan endurskoðuð árið 2001 og staðfest á fjórðungsþingi með nokkrum áherslubreytingum það ár. Síðan árið 2003 tók til starfa starfshópur fjórðungssambandsins til að endurskoða áætlunina - sá hópur skilaði af sér skýrslu árið 2004. Í megindráttum var niðurstaða hópsins að halda sig við áætlunina frá árinu 1997 en fara fram á að meiri fjármunum yrði varið til verkefna í fjórðungnum.
Það hefur nú staðist - verulegar samgöngubætur í fjórðungnum eru að verða að veruleika, miklum fjármunum er varið til verkefnanna og þeim verður að mestu lokið árin 2008 - 2010.
Má ég þá spyrja - hvað hefur núverandi stjórnarmeirihluti svikið hér í fjórðungnum?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.