Leita í fréttum mbl.is

Samgönguáætlun 2007-2010/2007-2018

Þá hefur tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 og árin 2007-2018 verið dreift.

SGA_kynnt0014

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, kom hingað vestur og kynnti áætlunina fyrir blaðamönnum og sveitarstjórnarmönnun kl. 15.  Sturla gat þess í upphafi kynningarinnar að engir ættu eins mikið undir þessari áætlun og við Vestfirðingar - það eru orð að sönnu.

Mér fannst þessi kynning lofsvert framtak Samgönguráðherra og ber að fagna því að hann hafi valið Ísafjörð sem vettvang til að kynna þessa framsýnu áætlun.

Mig langar aðeins að fjalla um nokkur verkefni í þessari áætlun.

Gerð Óshlíðarganga - gert er ráð fyrir rúmum 4 milljörðum í göngin og hefur verið valið að fara svokallaða Skarfaskersleið.  Þessari framkvæmd fagna margir - leiðin er umdeild, ég geri mér grein fyrir því en þetta er sú leið sem hefur verið ákveðið að fara eftir kannanir og umræður um kosti og galla og einnig hvaða fjármunir eru til verksins.

Dýrafjarðar - Arnarfjarðargöng - í þau verður ráðist strax og Óshlíðargöngin eru tilbúin.  Rannsóknir verða gerðar í ár og næsta ár og hafist verður síðan handa þegar Óshlíðargöngin eru búin. 

Arnkötludalsvegur - verður kláraður fyrir lok árs 2008.

Vestfjarðarvegur verður kláraður fyrir lok ársins 2010

Ráðist verður í framkvæmdir á Sundabraut fyrir um 10 milljarða

Breikkun vega út frá Reykjavík - verður gerð með sérfjármögnun

Byggð verður ný ferja til  flutninga á milli lands og Vestmannaeyja

Þetta var það helsta sem ég tók eftir við fyrstu yfirferð mína á áætlunni - en fréttatilkynningu samgönguráðuneytisins vegna áætlunarinnar má finna hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband