30.1.2007 | 09:53
Klofningur og aftur klofningur!
Nú hefur Margrét Sverrisdóttir sagt skilið við Frjálslynda flokkinn, flokkinn sem hún tók þátt í að stofna á sínum tíma í samstarfi við föður sinn og mjög svo stóran "frændgarð" víða um land. Frjálslyndir voru eins og allir vita klofningur úr Sjálfstæðisflokknum og nú hefur upphafsmaður Frjálslyndra klofið sig frá þeim, s.s. klofningurinn er að klofna!
Hvað nú? Fer Margrét þá ekki í samstarf við Jón Baldvin, Ómar Ragnarsson, Kristinn H. og fleiri og stofna nýjan flokk sem leggur áherslu "á aðalmálin" eins og Jón Baldvin sagði í nú frægum þætti Silfri Egils.
Æi mér finnst þetta nú alveg ótrúleg dramatík í kringum þetta allt saman og svo segir í frétt um brottför Margrétar að allt að 30 félagsmenn muni segja sig úr flokknum. Finnst þetta allt bera vott um það að þegar flokkurinn mælist með "aðeins" meira fylgi en í sl. kosningum þá er hver hendinn á móti annarri þarna og ekkert annað gerist en fólk missir trúna á slíkan flokk. Guðjón Arnar segir þetta vera "vaxtarverki" - flokkurinn geti þetta en þarf bara að læra betur á þessi mál - ótrúlegt - mætti halda að Guðjón hefði aldrei komið á stórt landsþing stjórnmálaflokks.
Hvað sem öðru líður þá kætast aðrir stjórnmálaflokkar núna. Frjálslyndir deila og höfðu varla tíma um helgina til að ræða stefnumál sín fyrir komandi kosningar - allt púðrið fór í kosningar sem svo klúðruðust.
Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.