Leita í fréttum mbl.is

Ljósmyndir frá Breiðuvík

Inn á Þingeyrarvefinn hafa verið settar gamlar myndir frá Breiðuvík. 

Á Þingeyrarvefnum stendur eftirfarandi um myndirnar: 

"Ljósmyndir úr lífi og starfi drengjanna í Breiðavík á árunum 1962-1964 þegar Hallgrímur Sveinsson var þar forstöðumaður. Segja má að á þeim árum hafi verið rekinn bæði verknáms-og bóknámsskóli í Breiðavík. Hvers konar íþróttir voru í hávegum hafðar. Hannes Pálsson ljósmyndari tók myndirnar."

Myndirnar má nálgast með því að ýta hér


Kjaradeila grunnskólakennara

Þann 6.febrúar sl. fékk ég bréf frá félagi Grunnskólakennara sem bar yfirheitið "samkomulag er ekki í augsýn"

Þar var farið yfir hvað hefur verið að gerast á samningarfundur launanefndar sveitarfélagana og launanefndar félags grunnskólakennara.  Haldnir hafa verið 19 fundir á milli aðila og ekkert hefur gengið né rekið í samningsátt.

Launanefndin hefur boðið 0,75% launahækkun ofan á umsamda 2,25% hækkun gegn því að kjarasamningar verði framlengtir til enda maí 2008. 

Kennarar fara hinsvegar fram á að hækka nú um áramótin og næstu úr 2,25% (sem er í núverandi samningum) upp í 3% og sama um næstu áramót.  Einnig hafa þeir farið fram á að grunnlaun hækki um 2 launaflokka.  Þetta þýðir í raun 7,5% launahækkun á tímabilinu.

Þetta eru að mínu mati umtalsverðar launahækkanir sem kennarar eru að fara fram á - vissulega hafa þeir margt til síns máls til rökstuðnings en það er mitt mat að þetta eru allt of mikil launahækkun. 

Ef við tökum þessa launahækkun og færum hana yfir á Ísafjarðarbæ og miðum við rekstraryfirlit fyrir árið 2006 þá myndi 7,5% launahækkun þýða um 30 milljóna króna hækkun launa við Grunnskóla Ísafjarðarbæjar. 

Ef til slíkrar hækkunar ætti að koma - þá þyrfti að endurskoða mikið tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.  Þar set ég mikið traust á að formaður sambands íslenskra sveitarfélaga takist að landa samningi við ríkið til að tryggja rekstrarafkomu þeirra í framtíðinni.

Ef til samninga um aukna aðkomu ríkis að rekstri grunnskólana þá myndi ég verða fyrstur til að samþykkja aukna launahækkun til handa kennurum - þeir eiga það skilið að mínu mati - en eins og staðan er í dag, hjá langflestum sveitarfélögum, þá yrði hækkun launa þeim erfið.

Það er á ábyrgð sveitarfélaga að passa upp á að sú þjónusta sem íbúar vilja hafa sé til staðar og sé vel rekin.  Grunnskólar Ísafjarðarbæjar eru vel reknir, erfitt er að sjá hvernig spara mætti þar í rekstri.  Við höfum vel menntaða kennara sem eru hæfir og skila sinni vinnu frábærlega af hendi.  Ég vildi svo gjarna veita þeim hærri laun en staða sveitarfélagsins mætti vera betri - ef til launahækkunar á að koma þá verður að koma til hærri framlag ríkisins inn í jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að mæta þeim rekstrarútgjöldum sem þau verða fyrir við slíkan samning. 


mbl.is Ríkisstjórn hvött til að beita sér í kennaradeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarstjórnir fagna samgönguáætlun

SkalBæjarstjórnir Ísafjarðabæjar og Bolungarvíkur hittust í dag í Einarshúsi í Bolungarvík til að fagna framlagðri tillögu að samgönguáætlun.

Þetta er tími til að fagna og þakka fyrir það að göng á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur eru að verða að raunveruleika, fagna því að innan fárra ára munum við fara á bundnu slitlagi til Reykjavíkur og einnig að fagna því að Arnarfjarðar-Dýrafjarðargöngin eru komin á áætlun.

Bæjarstjórnirnar sendur frá sér ályktun sem er hægt að lesa á bb.is -

"Bæjarstjórnir Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem þær fagna þeirri ákvörðun samgönguráðherra að ráðast í gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar um svonefnda Skarfaskersleið, frá Ósi við Bolungarvík að Skarfaskeri í Hnífsdal. Í ályktuninni segir m.a.: „Óshlíðargöng munu leysa af hólmi veg um Óshlíð, þar sem vegfarendum hefur ætíð staðið ógn af snjóflóðum, aurskriðum og grjóthruni. Ásamt því að auka til muna umferðaröryggi milli tveggja stærstu þéttbýliskjarna á Vestfjörðum munu göngin leggja grunn að öflugra samstarfi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á norðanverðum Vestfjörðum og gera þannig sveitarfélögin tvö að einu atvinnu- og þjónustusvæði.“

Þá lýstu lýsa bæjarstjórnirnar einnig yfir ánægju með að framkvæmdir skuli hafnar við þverun Mjóafjarðar og Reykjarfjarðar við Ísafjarðardjúp. „Á næstu dögum verður vegagerð um Arnkötludal boðin út og sjá þá íbúar á norðanverðum Vestfjörðum loks fyrir endann á því að leiðin inn á hringveg eitt verði öll bundin slitlagi. Í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun á Alþingi er einnig gert ráð fyrir að hafist verði handa við gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í beinu framhaldi af Óshlíðargöngum. Það er fagnaðarefni og árétta bæjarstjórnirnar mikilvægi þess að tengja suður- og norðursvæði Vestfjarða með öruggum heilsárssamgöngum.“

Þessi áætlun mun hafa mikil áhrif til hagsbóta inn á þetta svæði - það er von mín að allir alþingismenn samþykki hana og munu svo fylgja henni eftir með fjármunum á fjárhagsáætlun ríkisins í framtíðinni.


Samgönguáætlunin á netinu

Samgönguáætlunina má finna á netinu

Slóðin á fjögurra ára áætlunina er að finna hér

Slóðin á tólf ára áætlunina er að finna hér

Endilega kíkið á þessi skjöl


Kosningaráætlun!

Var að horfa á fréttirnar í kvöld - vildi sjá viðbrögð stjórnmálamanna við samgönguáætluninni og viti menn - allir fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að ekkert sé að marka þessa áætlun - það verði allt skorið niður eftir kosningar og í þessa miklu kosningaráætlun verður ekki ráðist - jú nema þeir verði við völd eftir kosningar (sagði Ingibjörg Sólrún).

Þá kemur upp sú spurning sem kjósendur verða að svara áður en þeir ganga inn í kjörklefann í maí -   treystum við þingmanni Reykjavíkur - formanni Samfylkingarinnar til að framkvæma verkefni í samgönguáætluninni eða treystum við þingmanni Norðvesturkjördæmis, núverandi samgönguráðherra til verksins.  Ég verð nú að segja að traust mitt liggur hjá núverandi samgönguráðherra - engin spurning! 

Það hefur ekki alltaf verið lognmolla í kringum samgöngur hér á Vestfjörðum.  Það var hinsvegar árið 1997 sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum komu sér saman um samgönguáætlun fyrir Vestfirði.  Í þeirri áætlun var horft til árana 1997 - 2007 með framkvæmdir þeirra verkefna sem þar er getið.

  Skýrslan var síðan endurskoðuð árið 2001 og staðfest á fjórðungsþingi með nokkrum áherslubreytingum það ár.  Síðan árið 2003 tók til starfa starfshópur fjórðungssambandsins til að endurskoða áætlunina - sá hópur skilaði af sér skýrslu árið 2004.  Í megindráttum var niðurstaða hópsins að halda sig við áætlunina frá árinu 1997 en fara fram á að meiri fjármunum yrði varið til verkefna í fjórðungnum.

Það hefur nú staðist - verulegar samgöngubætur í fjórðungnum eru að verða að veruleika, miklum fjármunum er varið til verkefnanna og þeim verður að mestu lokið árin 2008 - 2010.

Má ég þá spyrja - hvað hefur núverandi stjórnarmeirihluti svikið hér í fjórðungnum?


Samgönguáætlun 2007-2010/2007-2018

Þá hefur tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 og árin 2007-2018 verið dreift.

SGA_kynnt0014

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, kom hingað vestur og kynnti áætlunina fyrir blaðamönnum og sveitarstjórnarmönnun kl. 15.  Sturla gat þess í upphafi kynningarinnar að engir ættu eins mikið undir þessari áætlun og við Vestfirðingar - það eru orð að sönnu.

Mér fannst þessi kynning lofsvert framtak Samgönguráðherra og ber að fagna því að hann hafi valið Ísafjörð sem vettvang til að kynna þessa framsýnu áætlun.

Mig langar aðeins að fjalla um nokkur verkefni í þessari áætlun.

Gerð Óshlíðarganga - gert er ráð fyrir rúmum 4 milljörðum í göngin og hefur verið valið að fara svokallaða Skarfaskersleið.  Þessari framkvæmd fagna margir - leiðin er umdeild, ég geri mér grein fyrir því en þetta er sú leið sem hefur verið ákveðið að fara eftir kannanir og umræður um kosti og galla og einnig hvaða fjármunir eru til verksins.

Dýrafjarðar - Arnarfjarðargöng - í þau verður ráðist strax og Óshlíðargöngin eru tilbúin.  Rannsóknir verða gerðar í ár og næsta ár og hafist verður síðan handa þegar Óshlíðargöngin eru búin. 

Arnkötludalsvegur - verður kláraður fyrir lok árs 2008.

Vestfjarðarvegur verður kláraður fyrir lok ársins 2010

Ráðist verður í framkvæmdir á Sundabraut fyrir um 10 milljarða

Breikkun vega út frá Reykjavík - verður gerð með sérfjármögnun

Byggð verður ný ferja til  flutninga á milli lands og Vestmannaeyja

Þetta var það helsta sem ég tók eftir við fyrstu yfirferð mína á áætlunni - en fréttatilkynningu samgönguráðuneytisins vegna áætlunarinnar má finna hér

 


Klofningur og aftur klofningur!

Nú hefur Margrét Sverrisdóttir sagt skilið við Frjálslynda flokkinn, flokkinn sem hún tók þátt í að stofna á sínum tíma í samstarfi við föður sinn og mjög svo stóran "frændgarð" víða um land.  Frjálslyndir voru eins og allir vita klofningur úr Sjálfstæðisflokknum og nú hefur upphafsmaður Frjálslyndra klofið sig frá þeim, s.s. klofningurinn er að klofna!

Hvað nú?  Fer Margrét þá ekki í samstarf við Jón Baldvin, Ómar Ragnarsson, Kristinn H. og fleiri og stofna nýjan flokk sem leggur áherslu "á aðalmálin" eins og Jón Baldvin sagði í nú frægum þætti Silfri Egils.

Æi mér finnst þetta nú alveg ótrúleg dramatík í kringum þetta allt saman og svo segir í frétt um brottför Margrétar að allt að 30 félagsmenn muni segja sig úr flokknum.  Finnst þetta allt bera vott um það að þegar flokkurinn mælist með "aðeins" meira fylgi en í sl. kosningum þá er hver hendinn á móti annarri þarna og ekkert annað gerist en fólk missir trúna á slíkan flokk.  Guðjón Arnar segir þetta vera "vaxtarverki" - flokkurinn geti þetta en þarf bara að læra betur á þessi mál - ótrúlegt - mætti halda að Guðjón hefði aldrei komið á stórt landsþing stjórnmálaflokks.

Hvað sem öðru líður þá kætast aðrir stjórnmálaflokkar núna. Frjálslyndir deila og höfðu varla tíma um helgina til að ræða stefnumál sín fyrir komandi kosningar - allt púðrið fór í kosningar sem svo klúðruðust.

 


mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Ég var fundarstjóri á aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands.  Fundurinn var haldinn á Hótel Ísafirði fimmtudaginn 25.janúar.

Þetta var nokkuð góður fundur - í fyrri hluta hans flutti Sturla Böðvarsson ræðu þar sem hann fjallaði m.a. um þá miklu uppbyggingu vegakerfisins sem mun eiga sér stað hér á næstu tveimur árum.  Sagði hann frá því að Vestfirðingar ættu árið 2008 að komast á bundnu slitlagi til Reykjavíkur.  Slíkt hefur mikil áhrif á ferðamál hér vestra sem og aðra þætti atvinnulífs á svæðinu.  Þverun Mjóafjarðar með tengivegum er hafin, Arnkötludalur fer í útboð á næstunni og leið B á suðursvæði vestfjarða er að fara í útboð allra næstu daga.   Næst er að fá jarðgöng hér vestra,  ekki bara ein heldur þrenn göng.      Já - mikill vill meira.

Jón Páll Hreinsson, framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Vestfjarða, flutti erindi um tilurð, verkefni og stefnu markaðsstofunar.

Stefán Stefánsson flutti erindi um stefnumótun í ferðamálum.  Það sem hann hafði fram að færa vakti mikla athygli mína. Samtökin hafa ekki myndað sér eina heildræna stefnu í málaflokknum heldur er hvert hinna átta aðildarfélaga búin að vinna sína stefnu -  þær stefnur eru í engu samræmi við þá stefnu sem ráðuneytið hefur samið.  Mér fannst vanta þarna skýra sýn á framtíðina og hvernig í raun samtökin ætla sér að vinna saman sem ein heild í því að bæta hag aðila í ferðaþjónustunni á landinu.

Sævar Sævarsson frá IGM flutti erindi um vefmál ferðaþjónustunar.  Efni þessa erindis er eitthvað sem hefur verið umræðuefni milli mín og stórfrænda míns Fylkis.  Þarna kom í ljós það sem hann Fylkir hefur haldið fram í langan tíma ásamt nokkrum fleiri - aðilar í ferðaþjónustu eru ekki að vinna heimavinnuna sína varðandi netið og þá miklu notkun ferðamanna á vefmiðlum.  Það eru um 70% bandaríkjamanna sem panta sér ferðir á netinu.  Þetta erindi sagði í raun að ferðaþjónustuaðilar, opinberir sem einstök fyrirtæki, eru ekki að fá þá hittni á heimasíður sem þær ættu í raun að geta náð ef aðilar koma sér saman um heildræna stefnu í þessum málum.

Annars var þetta skemmtilegur fundur og gaman að stjórna honum.  Fróðlegt að fá þarna sýn inn í heim ferðaþjónustuaðila af öllu landinu. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband