Leita í fréttum mbl.is

Skerðing þorskkvóta - mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Var að lesa frétt á visi.is þar sem er fullyrt að ekkert nýtt fjármagn komi frá ríkissjóði til að treysta innviði þeirra sveitarfélaga sem verða hvað verst úti þegar skerðing verður á þorskkvóta.  Það er s.s. verið að ræða um að flýta framkvæmdum hér svæðinu, framkvæmdum í vegamálum og fjarskiptamálum aðallega.  Já - þetta eru allt framkvæmdir sem hafa verið settar á vegaáætlun, framkvæmdir sem eru mjög skammt á veg komnar í hönnun og slíku - kannski fer fjármagnið í það að flýta þeirri vinnu þannig að hægt væri að byrja á sjálfum vegunum.

Er þá um flýtingu Óshlíðarganga um að ræða - hvað með aðrar framkvæmdir - á að flýta leið B á Barðaströnd - hvað um tengingu á milli suður og norður Vestfjarða - hvað með sameiningu Rarik og Orkubússins með höfuðstöðvar á Ísafirði, hvað með allt það sem kemur fram í Vestfjarðarskýrslunni og hvað með allar þær hugmyndir sem hafa komið fram í gegnum tíðina til að bæta atvinnuhorfur hér vestra.  Hvað með að fella niður skuldir sveitarfélaga vegna félagslega húsnæðiskerfisins og svo mætti nokkuð halda áfram.

Allt eru þetta hugmyndir sem vel er hægt að framkvæma - það þarf bara vilja og fjármagn til að framkvæma þessa hluti.

Nýtt fjármagn þarf inn til þeirra sveitarfélaga sem verða hvað verst úti þegar til skerðingar á þorskkvóta kemur - nýtt fjármagn sem sveitarfélög geta notað til að horfa til framtíðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband