29.11.2007 | 11:20
Ísafjarðarbær kaupir Suðurtanga
Ísafjarðarbær hefur keypt húsnæðið Suðurtanga 2 af Byggðastofnun. Í umræddu húsi er Sæfari með aðstöðu sína og hefur rekið þaðan aðdáunarverða starfsemi undanfarin ár.
Í frétt um málið á bb.is segir að bæjarráði hafi gefið álit varðandi þessi kaup og sagt að vel megi hugsa sér áframhaldandi afnot Sæfara af húsnæðinu gegn leigugjaldi til Ísafjarðarbæjar. Verð nú að segja að ég persónulega er mótfallinn því að félagasamtök, sem halda úti öflugu barna-og unglingastarfi, séu að borga leigu til Ísafjarðarbæjar vegna afnota þeirra af húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar. Má vel vera að Sæfari hafi einhverjar tekjur af starfsemi sinni en ég veit vel að dýrt er að halda úti starfi eins og þeirra. Þær tekjur sem koma inn duga varla til reksturs Sæfara.
Ég hef viljað skoða aukið samstarf Ísafjarðarbæjar og Sæfara í tengslum við Byggðasafnið. Mér finnst það mætti vel hugsa sér að Sæfari komi að bátum safnsins ef hægt væri að bjóða t.d. upp á siglingar á pollinum fyrir ferðamenn á sumrin. Fleiri hugmyndir hafa komið upp varðandi samstarf Sæfara og Byggðasafnsins þannig að ljóst má vera að starfsemi Sæfara er, að mínu mati, komin til að vera á þessu svæði.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.