Leita í fréttum mbl.is

Rausnarleg gjöf Hreins Loftssonar og Loft Magnússonar

Í gærkveldi (föstudaginn 19.okt.) var DV með kynningu á stefnu blaðsins í framtíðinni í Edinborgarhúsinu. 

Reynir Traustason notaði tilefnið til að lesa upp bréf frá feðgunum Lofti Magnússyni og Hreini Loftsyni (stjórnarformaður DV).  Í þessu bréfi rakti hann sögu þess er Magnús (afi Hreins, faðir Lofts) lést er bátur hans sökk við suðurlandsstrendur er Loftur var rétt 7 mánaða.  Magnús var búsettur hér á Ísafirði, kvæntur, átti 5 börn er hann lést og bar kona hans sjötta barn þeirra hjóna undir belti er hann fórst.  Einnig brann hús fjölskyldunar tveimur dögum eftir fráfall Magnúsar.

Vildu feðgarnir minnast Magnúsar og gáfu Björgunarfélagi Ísafjarðar eina og hálfa milljón til að efla starfsemi sína.

Þetta er mjög rausnarleg gjöf og eiga þeir feðgar skilið miklar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug til einstaklinga sem leggja mikið á sig til bjargar mannslífum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband