19.10.2007 | 15:41
Kolbrún Sverrisdóttir segir af sér - hvað hefur minnihlutinn að fela?
Eftir ótrúlegar umræður og atkvæðagreiðslu í gær, á bæjarstjórnarfundi, um ráðningu skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, þar sem minnihlutinn greiddi atkvæði gegn ráðningu Sveinfríðar Olgu í starf skólastjóra, var lagt fram bréf frá Kolbrúnu Sverrisdóttur. Í bréfi þessu sagði Kolbrún sig úr fræðslunefnd, þar sem hún hefur starfað sem varamaður fyrir Í-listann, vegna þess að hún taldi sig ekki njóta traust til að sitja í nefndinni fyrir Í-listann.
Í frétt á bb.is um málið segir Kolbrún að ekki hafi verið um pólitík að ræða í fræðslunefnd þegar mælt var með öðrum umsækjandanum, af tveimur mjög hæfum einstaklingum sem sóttu um starfið. Fræðslunefnd var einhuga í afstöðu sinni og sendi þá afstöðu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Í fræðslunefnd sitja tveir fulltrúar Í-listans sem stóðu á bak við afstöðu fræðslunefndar.
Á bæjarstjórnarfundi í gærkveldi hamraði minnihlutinn á því að um pólitík hafi verið að ræða. Meirihlutinn hefði viljað losa sig við aðstoðarskólameistara Grunnskólans þar sem um pólitískan andstæðing væri um að ræða, þrátt fyrir að henni hefði verið boðið starf deildarstjóra á sömu kjörum og hún var á. Meirihlutinn vildi það mikið losna við hana.
Magnús Reynir, bæjarfulltrúi Í-listans, sagði frá því á bæjarstjórnarfundinum í gær að hann hafi ráðið til starfa einstaklinga eingöngu vegna pólítískra skoðana þegar hann var við störf hjá Ísafjarðarkaupstað hér áður. Tekið beinan þátt í því og orðið vitni af slíkum ráðningum. Eru það vinnubrögð sem minnihlutinn vill viðhafa? Er það einkavinavæðingin sem Kolbrún segir frá á vef bb.is. Hvað hefur minnihlutinn að fela?
Afhverju kom minnihlutinn fram með beiðni um að hlutlaus aðili færi yfir umsóknirnar í gær á bæjarstjórnarfundi, afhverju kom sú beiðni ekki fram fyrr? Það var búið að kynna í bæjarráði hugmyndir af því hvernig standa ætti að ráðningu skólastjórans. Þar hafði fulltrúi minnihlutans tækifæri til að gera athugasemdir við það ferli en gerði það ekki - kemur þessi beiðni fram frá minnihlutanum af því að þeir sætta sig ekki við niðurstöðu nefndarmanna í fræðslunefnd. Er niðurstaðan ekki þeim að skapi? Hætti Kolbrún þess vegna í nefndinni þar sem henni hefði ekki verið treyst til að sinna sínum góðu verkum þar?
Spyr sá sem ekki veit!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.