Leita í fréttum mbl.is

Þríþraut VASA2000

Á morgun, laugardaginn 1.september, fer fram þríþrautarkeppni VASA2000 og Heilsubæjarins Bolungarvík.  Keppnin fer þannig fram að fyrst eru syndir 700m í sundlauginni Bolungarvík.  Á eftir því er hjólað 17km frá Bolungarvík að Landsbankaplaninu á Ísafirði.  Svo er hlaupið 7km inn í fjörð og til baka á Landsbankaplanið.

Ég hef aldrei tekið þátt í þessu móti þó að undanfarin ár hafi ég eitthvað verið tengdur þessu.  Í fyrra t.d. reyndi ég að þjálfa nokkra keppendur fyrir átökin í sundlauginni.  Það tókst svona la la því að a.m.k. einn sem æfði hjá mér var næstum drukknaður í lauginni í Bolungarvík í keppninni sjálfri.

Í ár hef ég tekið ákvörðun um að taka sjálfur þátt, er uppiskroppa með afsakanir fyrir því að taka ekki þátt og læt því slag standa.

Er alveg ágætur að synda, lélegur að hjóla en get bjargað mér á hlaupum.  Þetta verður bara gaman og aðalmálið að taka þátt í þessu og klára þetta.  Svo er alltaf gaman eftir á þegar þetta er búið.

Ég hvet alla ættingja, vini og kunningja að mæta nú á Landsbankaplanið og hvetja mannskapinn áfram. 

Bið líka þá sem kynnu að vera á ferðinni á morgun í bíl að sýna keppendunum tillitssemi og víkja nú fyrir þeim - tillitssemi kostar ekkert.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð með þér í huganum. Reyndu nú þitt besta og passaðu skrokkinn hann er að eldast. Taktu samt á og vertu okkur þrjóska ,,grjóti" til sóma.

Anna Dóra (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband